Realískur Jóker veldur uppnámi, deilum og usla Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. október 2019 08:00 Joaquin Phoenix leikur Jókerinn Arthur Fleck í myndinni. Warner Bros Leikstjórn: Todd Phillips Aðalhlutverk: Joaquin Phoenix, Zazie Beetz, Robert De Niro Í kvikmyndinni Joker fá áhorfendur að kynnast upprunasögu Jókersins, illmennisins sem hefur gert Leðurblökumanninum lífið leitt allar götur síðan hann birtist fyrst í Batman-myndasögunum 1940. Leðurblökumaðurinn er þó fjarri góðu gamni að þessu sinni og í hans stað berst Jókerinn við raunveruleikann, ömurlegar aðstæður og eigin geðsjúkdóma. Arthur Fleck er misheppnaður og furðulegur grínisti sem jafnframt vinnur fyrir sér sem trúður í hlutastarfi. Lífið hefur aldrei verið dans á rósum hjá Fleck og í sögunni sem sögð er í Joker getur vont lengi versnað og röð óheppilegra atvika sem koma sérlega illa við Fleck verður til þess að honum er svo gott sem úthýst úr samfélaginu. Joaquin Phoenix fer með hlutverk hins misheppnaða Flecks sem hann túlkar ekki síst með líkamanum og hreyfingum þannig að hann passar fullkomlega inn í þann drungalega raunveruleika sem hér er lagt upp með að skapa á hvíta tjaldinu. Phoenix skilar Jókernum með miklum sóma og eflist með hverjum ramma þar sem hann sækir styrk sinn ekki síst í einstaka tónlist Hildar Guðnadóttur sem segja má að sé hér í öðru aðalhlutverki myndarinnar og ég efast um að annað eins samspil aðalleikara og tónskálds hafi nokkurn tímann áður sést í kvikmynd. Þungur tónn Hildar gefur taktinn fyrir horaðan líkama og einkennilegar hreyfingar Phoenix þannig að saman skapa þau hinn realíska Jóker. Lagið Subway er einstakt og ekki þarf að koma neinum á óvart þótt bæði, leikarinn og kvikmyndatónskáldið, verði áberandi þegar verðlaunavertíðin hefst í vetur. Veikleikar myndarinnar liggja einna helst í handritinu en vendingarnar í lífi Flecks eiga til að verða fyrirsjáanlegar í þessari upprunasögu eins alræmdasta illmennis dægurmenningarsögunnar. Jókerinn lendir í atburðarás þar sem hann virkar því miður oft sem farþegi frekar en gerandi í sögunni, ólíkt því sem við höfum átt að venjast þar sem þessi dáði brjálæðingur er annars vegar. Röð atburðanna virkar þannig á mann eins og farið hafi verið eftir nákvæmum gátlista yfir ómissandi atriði á vegferð Flecks frá mislukkuðum trúði yfir í Jókerinn. Þá má spyrja sig hvort örfáar tengingar við sögu Leðurblökumannsins hefðu ekki mátt missa sín á því realíska sögusviði sem mótað er í myndinni. Eins einkennilega og það kann að hljóma þá er hér lagt upp með raunsæja sýn á uppruna Jókersins; hvernig fjöldamorðingi verður að fjöldamorðingja sem er um leið teiknimyndaskúrkur. Í myndinni er í raun reynt að þóknast öllum, aðdáendum Leðurblökumannsins en líka öllum hinum. Óskandi hefði verið að aðeins önnur hvor leiðin hefði verið valin.NIÐURSTAÐA: Þrátt fyrir fyrirsjáanlegt handrit gera meistarataktar Joaquins Phoenix og Hildar Guðnadóttur Joker að eftirminnilegri mynd sem geldur fyrir tilraunir til þess að þóknast sem flestum. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Leikstjórn: Todd Phillips Aðalhlutverk: Joaquin Phoenix, Zazie Beetz, Robert De Niro Í kvikmyndinni Joker fá áhorfendur að kynnast upprunasögu Jókersins, illmennisins sem hefur gert Leðurblökumanninum lífið leitt allar götur síðan hann birtist fyrst í Batman-myndasögunum 1940. Leðurblökumaðurinn er þó fjarri góðu gamni að þessu sinni og í hans stað berst Jókerinn við raunveruleikann, ömurlegar aðstæður og eigin geðsjúkdóma. Arthur Fleck er misheppnaður og furðulegur grínisti sem jafnframt vinnur fyrir sér sem trúður í hlutastarfi. Lífið hefur aldrei verið dans á rósum hjá Fleck og í sögunni sem sögð er í Joker getur vont lengi versnað og röð óheppilegra atvika sem koma sérlega illa við Fleck verður til þess að honum er svo gott sem úthýst úr samfélaginu. Joaquin Phoenix fer með hlutverk hins misheppnaða Flecks sem hann túlkar ekki síst með líkamanum og hreyfingum þannig að hann passar fullkomlega inn í þann drungalega raunveruleika sem hér er lagt upp með að skapa á hvíta tjaldinu. Phoenix skilar Jókernum með miklum sóma og eflist með hverjum ramma þar sem hann sækir styrk sinn ekki síst í einstaka tónlist Hildar Guðnadóttur sem segja má að sé hér í öðru aðalhlutverki myndarinnar og ég efast um að annað eins samspil aðalleikara og tónskálds hafi nokkurn tímann áður sést í kvikmynd. Þungur tónn Hildar gefur taktinn fyrir horaðan líkama og einkennilegar hreyfingar Phoenix þannig að saman skapa þau hinn realíska Jóker. Lagið Subway er einstakt og ekki þarf að koma neinum á óvart þótt bæði, leikarinn og kvikmyndatónskáldið, verði áberandi þegar verðlaunavertíðin hefst í vetur. Veikleikar myndarinnar liggja einna helst í handritinu en vendingarnar í lífi Flecks eiga til að verða fyrirsjáanlegar í þessari upprunasögu eins alræmdasta illmennis dægurmenningarsögunnar. Jókerinn lendir í atburðarás þar sem hann virkar því miður oft sem farþegi frekar en gerandi í sögunni, ólíkt því sem við höfum átt að venjast þar sem þessi dáði brjálæðingur er annars vegar. Röð atburðanna virkar þannig á mann eins og farið hafi verið eftir nákvæmum gátlista yfir ómissandi atriði á vegferð Flecks frá mislukkuðum trúði yfir í Jókerinn. Þá má spyrja sig hvort örfáar tengingar við sögu Leðurblökumannsins hefðu ekki mátt missa sín á því realíska sögusviði sem mótað er í myndinni. Eins einkennilega og það kann að hljóma þá er hér lagt upp með raunsæja sýn á uppruna Jókersins; hvernig fjöldamorðingi verður að fjöldamorðingja sem er um leið teiknimyndaskúrkur. Í myndinni er í raun reynt að þóknast öllum, aðdáendum Leðurblökumannsins en líka öllum hinum. Óskandi hefði verið að aðeins önnur hvor leiðin hefði verið valin.NIÐURSTAÐA: Þrátt fyrir fyrirsjáanlegt handrit gera meistarataktar Joaquins Phoenix og Hildar Guðnadóttur Joker að eftirminnilegri mynd sem geldur fyrir tilraunir til þess að þóknast sem flestum.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira