„Eins og að láta NASA ekki vita af því að þú ætlir að sprengja tunglið í loft upp“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. október 2019 09:03 Trevor Noah var harðorður í garð Trumps í þætti sínum í nótt. SKjáskot/Youtube Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum gerðu sér í nótt mat úr nýjust ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. Háðfuglarnir túlka ákvörðunina sem svik forsetans við Kúrda. Ákvörðunin var tilkynnt skyndilega í gærkvöldi eftir símtal á milli Trump og Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Trevor Noah, stjórnandi The Daily Show, sagði Trump taka hina „sviksamlegu“ ákvörðun í viðleitni til að stýra kastljósi fjölmiðla frá „Úkraínuhneykslinu“. Um helgina steig annar uppljóstrari fram sem segist búa yfir frekari upplýsingum um símtal Trumps og forseta Úkraínu, þar sem sá fyrrnefndi þrýsti á forsetann að rannsaka Joe Biden, einn helsta andstæðing Trumps. „Ef þú stæðir frammi fyrir umfangsmesta vanda forsetatíðar þinnar, hvað myndirðu gera? Fara líklega með veggjum og einbeita þér að því að slökkva eldinn. En, sjáðu til, þú ert ekki Donald Trump, vegna þess að ef þú værir Donald Trump myndirðu kveikja glænýjan eld,“ sagði Noah. „Ókei. Þetta er hreinlega sturlað. Trump forseti tilkynnti klukkan ellefu í gærkvöldi – klukkan ellefu – að Bandaríkin myndu draga her sinn út úr lykilhluta Sýrlands. Og hann sagði Pentagon [höfuðstöðvum bandaríska varnarmálaráðuneytisins] ekki frá því, sem gerir það enn brjálaðra. Þetta kom þeim algjörlega á óvart. Þetta er eins og að láta NASA ekki vita af því að þú ætlir að sprengja tunglið í loft upp.“Stephen Colbert, stjórnandi The Late Show, hóf þátt gærkvöldsins á því að spyrja hvort hægt væri að taka síma forsetans af honum. „Vegna þess að allt sem hann gerir með síma sínum er slæmt. Tísta, tala, áreita hann kynferðislega. „Siri, í hverju ertu?“,“ sagði Colbert. „Þetta eru algjör svik við hermenn Kúrda sem aðstoðuðu Bandaríkin við að sigra ISIS. Það er aðeins ein leið út úr þessu. Kúrdar, þið hafið sólarhring til að koma óorði á Joe Biden.“Ákvörðun Trumps gerir Tyrkjum kleift að herja á sýrlenska Kúrda. Gagnrýni á ákvörðunina er ekki bundin við frjálslynda spjallþáttastjórnendur en nokkrir af helstu bandamönnum Trumps hafa lýst yfir óánægju með hana, þar á meðal öldungadeildarþingmaðurinn Lindsay Graham. Hann sagði ákvörðunina „stórslys“. Trump hefur reynt að lægja öldurnar með því að hóta Tyrkjum efnahagslegri eyðileggingu. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Bíó og sjónvarp Donald Trump Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Íslenskur Kúrdi segir Trump vera svikara Flutningar bandarískra hermanna frá norðurhluta Sýrlands hófust í dag. Tyrkir áforma nú innrás á svæðið til þess að berjast við hersveitir Kúrda sem þar hafa yfirráð. 7. október 2019 19:15 Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 8. október 2019 08:01 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum gerðu sér í nótt mat úr nýjust ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. Háðfuglarnir túlka ákvörðunina sem svik forsetans við Kúrda. Ákvörðunin var tilkynnt skyndilega í gærkvöldi eftir símtal á milli Trump og Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Trevor Noah, stjórnandi The Daily Show, sagði Trump taka hina „sviksamlegu“ ákvörðun í viðleitni til að stýra kastljósi fjölmiðla frá „Úkraínuhneykslinu“. Um helgina steig annar uppljóstrari fram sem segist búa yfir frekari upplýsingum um símtal Trumps og forseta Úkraínu, þar sem sá fyrrnefndi þrýsti á forsetann að rannsaka Joe Biden, einn helsta andstæðing Trumps. „Ef þú stæðir frammi fyrir umfangsmesta vanda forsetatíðar þinnar, hvað myndirðu gera? Fara líklega með veggjum og einbeita þér að því að slökkva eldinn. En, sjáðu til, þú ert ekki Donald Trump, vegna þess að ef þú værir Donald Trump myndirðu kveikja glænýjan eld,“ sagði Noah. „Ókei. Þetta er hreinlega sturlað. Trump forseti tilkynnti klukkan ellefu í gærkvöldi – klukkan ellefu – að Bandaríkin myndu draga her sinn út úr lykilhluta Sýrlands. Og hann sagði Pentagon [höfuðstöðvum bandaríska varnarmálaráðuneytisins] ekki frá því, sem gerir það enn brjálaðra. Þetta kom þeim algjörlega á óvart. Þetta er eins og að láta NASA ekki vita af því að þú ætlir að sprengja tunglið í loft upp.“Stephen Colbert, stjórnandi The Late Show, hóf þátt gærkvöldsins á því að spyrja hvort hægt væri að taka síma forsetans af honum. „Vegna þess að allt sem hann gerir með síma sínum er slæmt. Tísta, tala, áreita hann kynferðislega. „Siri, í hverju ertu?“,“ sagði Colbert. „Þetta eru algjör svik við hermenn Kúrda sem aðstoðuðu Bandaríkin við að sigra ISIS. Það er aðeins ein leið út úr þessu. Kúrdar, þið hafið sólarhring til að koma óorði á Joe Biden.“Ákvörðun Trumps gerir Tyrkjum kleift að herja á sýrlenska Kúrda. Gagnrýni á ákvörðunina er ekki bundin við frjálslynda spjallþáttastjórnendur en nokkrir af helstu bandamönnum Trumps hafa lýst yfir óánægju með hana, þar á meðal öldungadeildarþingmaðurinn Lindsay Graham. Hann sagði ákvörðunina „stórslys“. Trump hefur reynt að lægja öldurnar með því að hóta Tyrkjum efnahagslegri eyðileggingu.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Bíó og sjónvarp Donald Trump Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Íslenskur Kúrdi segir Trump vera svikara Flutningar bandarískra hermanna frá norðurhluta Sýrlands hófust í dag. Tyrkir áforma nú innrás á svæðið til þess að berjast við hersveitir Kúrda sem þar hafa yfirráð. 7. október 2019 19:15 Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 8. október 2019 08:01 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Íslenskur Kúrdi segir Trump vera svikara Flutningar bandarískra hermanna frá norðurhluta Sýrlands hófust í dag. Tyrkir áforma nú innrás á svæðið til þess að berjast við hersveitir Kúrda sem þar hafa yfirráð. 7. október 2019 19:15
Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 8. október 2019 08:01