Leitaði aftur í rótina Björk Eiðsdóttir skrifar 10. október 2019 09:00 Lára rekur Súkkulaðisetrið Andagift ásamt þeim Tinnu Sverrisdóttur og Signýju Leifsdóttur undir slagorðunum sjálfsmildi og sjálfsást sem þær iðka sjálfar alla daga. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Tónlistarkonan Lára Rúnarsdóttir varð 37 ára í síðustu viku og gaf samdægurs út plötuna Rótina sem hún segir afrakstur þess að hafa gramsað í sjálfri sér en platan markar á sama tíma uppgjör og nýtt upphaf.Mér fannst mikilvægt að platan ætti sama fæðingadag og ég eftir þriggja ára meðgöngu og sköpunarvinnu. Rótin er á sama tíma uppgjör og nýtt upphaf en uppgjörið felst í því að gera hlutina algjörlega á eigin forsendum. Fara aftur í rótina, kjarnann og sköpunina sem er áreynslulaus og kemur að sjálfu sér. Lögin á plötunni voru aldrei samin eða sköpuð í pressu. Hvorki tímapressu né pressu um að þurfa að vera eitt eða neitt eða enda á einn eða annan hátt. Þess vegna fengu allir upprunalegu textarnir að halda sér nánast eins og þér fæddust. Uppgjörið felst líka í því að allt sem ég geri frá og með Rótinni í tónlist, hvort heldur sem er að mæta í viðtöl eða koma fram er líka á mínum eigin forsendum með það að markmiði að næra og gefa mér og öðrum.“Þurfti að setja pásu á feminískan aktívisma Lára hefur talað opinskátt um að hafa þurft að breyta virkilega til eftir að hafa upplifað kulnun í starfi árið 2017. „Þá var ég verkefnastjóri í kynjuðum fjármálum hjá Reykjavíkurborg og formaður KÍTÓN, félags kvenna í tónlist. Ég vann yfir mig og var að sinna verkefnum sem tóku á mig. Mannréttindi skipta mig miklu máli og mér fannst oft erfitt að berjast fyrir einhverju sem mér þótti svo sjálfsagður hlutur, að opinberu fjármagni sé varið þannig að allir vaxi og að konur þurfi ekki að upplifa fordóma í starfi sem þær brenna fyrir. Ég þurfti að setja pásu á feminískan aktivisma á þessum tíma og gera eitthvað allt annað.“ Lára segir vel ganga að halda nýjum takti þó það geti tekið á. „Ég hef verið í fullu starfi við að gramsa í sjálfri mér, fara í gegnum lag fyrir lag, skoða hvað þarf að vinna með, hvað ég þarf aðstoð með, hvar ég get beðið um leiðsögn og stuðning. Hvar ég þarf að treysta á sjálfan mig. En mikilvægast af öllu hvar ég dett í gremju, samanburð og gagnrýni á sjálfa mig og aðra. Það eru tilfinningar og hugsanir sem ég hef ekkert með að gera,“ segir Lára. Sjálfsmildi og sjálfsást Lára segir að eftir að hún lenti á vegg hafi hún farið að skoða hvað það væri í raun sem hún þyrfti á að halda og segist fegin því að hafa mætt fullum skilningi eiginmannsins á því að þurfa að taka sér tíma. „Ég er í raun enn tveimur árum síðar að taka mér tíma og tel það algjörlega það mikilvægasta sem við getum gert fyrir okkur.“ Á þessum tíma segist Lára hafa kynnst seremónísku kakói og Tinnu Sverrisdóttur sem síðar varð meðeigandi hennar að Súkkulaðisterinu Andagift, fyrirtæki sem þær reka ásamt Signýju Leifsdóttur. „Slagorðin okkar eru sjálfsmildi og sjálfsást. En það er það sem við iðkum alla daga. Æfum okkur í að bera virðingu fyrir okkur sjálfum, finna virðið okkar. Virða líkamann og allt sem hann gerir og hefur að geyma. Við förum líka í dýpri vinnu við að skoða mynstrin okkar, hugsanir og tilfinningar. Minna okkur á að við erum ekki hugsanir okkar og tilfinningar. Andagift er griðarstaður þar sem við mætum okkur sjálfum og öðrum nákvæmlega þar sem við erum. Við þurfum ekki að bera grímurnar okkar, hlutverk og varnir inni í þeim griðarstað. Við leyfum okkur að vera auðmjúk og hrá. Við höldum námskeið, opna tíma daglega með hugleiðslu og tónheilun og retreat bæði hér heima og erlendis. Í öllu sem við gerum bjóðum við upp á seremóníal kakó sem er stútfullt af andoxunarefnum og magnesíumi og hjálpar okkur dýpra inn í slökun.“ Ég er forréttindakona Lára er komin af tónlistarfólki og segir tónlistina innbyggða í gen hennar. „Afi og amma voru lagahöfundar og foreldrar mínir eru listafólk. Ég byrjaði 10 ára að semja ljóð og lesa þau upphátt í stofunni heima. Ég fékk að velja mér hljóðfæri og lærði fyrst á blokkflautu, síðan á pianó í átta ár og svo klassískan söng. Ég er forréttindakona og geri mér grein fyrir því að ekki hafa allir svona ríkan aðgang að námi sem þessu en ég bý að þessu alla ævi. Þegar ég svo var 19 ára keypti ég mér gítar og leigði mér DVD kennsluspólur í gítarleik. Ég æfði mig heilu og hálfu dagana og samdi fyrstu plötuna mína á gítar það ár.“ Lára starfar jafnframt sem tónheilari og segist þannig tengjast sköpunarkraft sínum á mjög heiladni hátt. „Ég myndi líka segja að tónlist sé mín heilun, bæði að hlusta á hana, losa um tilfinningar í gegnum texta og að búa til fallegar melódíur.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Tónlist Viðtal Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Tónlistarkonan Lára Rúnarsdóttir varð 37 ára í síðustu viku og gaf samdægurs út plötuna Rótina sem hún segir afrakstur þess að hafa gramsað í sjálfri sér en platan markar á sama tíma uppgjör og nýtt upphaf.Mér fannst mikilvægt að platan ætti sama fæðingadag og ég eftir þriggja ára meðgöngu og sköpunarvinnu. Rótin er á sama tíma uppgjör og nýtt upphaf en uppgjörið felst í því að gera hlutina algjörlega á eigin forsendum. Fara aftur í rótina, kjarnann og sköpunina sem er áreynslulaus og kemur að sjálfu sér. Lögin á plötunni voru aldrei samin eða sköpuð í pressu. Hvorki tímapressu né pressu um að þurfa að vera eitt eða neitt eða enda á einn eða annan hátt. Þess vegna fengu allir upprunalegu textarnir að halda sér nánast eins og þér fæddust. Uppgjörið felst líka í því að allt sem ég geri frá og með Rótinni í tónlist, hvort heldur sem er að mæta í viðtöl eða koma fram er líka á mínum eigin forsendum með það að markmiði að næra og gefa mér og öðrum.“Þurfti að setja pásu á feminískan aktívisma Lára hefur talað opinskátt um að hafa þurft að breyta virkilega til eftir að hafa upplifað kulnun í starfi árið 2017. „Þá var ég verkefnastjóri í kynjuðum fjármálum hjá Reykjavíkurborg og formaður KÍTÓN, félags kvenna í tónlist. Ég vann yfir mig og var að sinna verkefnum sem tóku á mig. Mannréttindi skipta mig miklu máli og mér fannst oft erfitt að berjast fyrir einhverju sem mér þótti svo sjálfsagður hlutur, að opinberu fjármagni sé varið þannig að allir vaxi og að konur þurfi ekki að upplifa fordóma í starfi sem þær brenna fyrir. Ég þurfti að setja pásu á feminískan aktivisma á þessum tíma og gera eitthvað allt annað.“ Lára segir vel ganga að halda nýjum takti þó það geti tekið á. „Ég hef verið í fullu starfi við að gramsa í sjálfri mér, fara í gegnum lag fyrir lag, skoða hvað þarf að vinna með, hvað ég þarf aðstoð með, hvar ég get beðið um leiðsögn og stuðning. Hvar ég þarf að treysta á sjálfan mig. En mikilvægast af öllu hvar ég dett í gremju, samanburð og gagnrýni á sjálfa mig og aðra. Það eru tilfinningar og hugsanir sem ég hef ekkert með að gera,“ segir Lára. Sjálfsmildi og sjálfsást Lára segir að eftir að hún lenti á vegg hafi hún farið að skoða hvað það væri í raun sem hún þyrfti á að halda og segist fegin því að hafa mætt fullum skilningi eiginmannsins á því að þurfa að taka sér tíma. „Ég er í raun enn tveimur árum síðar að taka mér tíma og tel það algjörlega það mikilvægasta sem við getum gert fyrir okkur.“ Á þessum tíma segist Lára hafa kynnst seremónísku kakói og Tinnu Sverrisdóttur sem síðar varð meðeigandi hennar að Súkkulaðisterinu Andagift, fyrirtæki sem þær reka ásamt Signýju Leifsdóttur. „Slagorðin okkar eru sjálfsmildi og sjálfsást. En það er það sem við iðkum alla daga. Æfum okkur í að bera virðingu fyrir okkur sjálfum, finna virðið okkar. Virða líkamann og allt sem hann gerir og hefur að geyma. Við förum líka í dýpri vinnu við að skoða mynstrin okkar, hugsanir og tilfinningar. Minna okkur á að við erum ekki hugsanir okkar og tilfinningar. Andagift er griðarstaður þar sem við mætum okkur sjálfum og öðrum nákvæmlega þar sem við erum. Við þurfum ekki að bera grímurnar okkar, hlutverk og varnir inni í þeim griðarstað. Við leyfum okkur að vera auðmjúk og hrá. Við höldum námskeið, opna tíma daglega með hugleiðslu og tónheilun og retreat bæði hér heima og erlendis. Í öllu sem við gerum bjóðum við upp á seremóníal kakó sem er stútfullt af andoxunarefnum og magnesíumi og hjálpar okkur dýpra inn í slökun.“ Ég er forréttindakona Lára er komin af tónlistarfólki og segir tónlistina innbyggða í gen hennar. „Afi og amma voru lagahöfundar og foreldrar mínir eru listafólk. Ég byrjaði 10 ára að semja ljóð og lesa þau upphátt í stofunni heima. Ég fékk að velja mér hljóðfæri og lærði fyrst á blokkflautu, síðan á pianó í átta ár og svo klassískan söng. Ég er forréttindakona og geri mér grein fyrir því að ekki hafa allir svona ríkan aðgang að námi sem þessu en ég bý að þessu alla ævi. Þegar ég svo var 19 ára keypti ég mér gítar og leigði mér DVD kennsluspólur í gítarleik. Ég æfði mig heilu og hálfu dagana og samdi fyrstu plötuna mína á gítar það ár.“ Lára starfar jafnframt sem tónheilari og segist þannig tengjast sköpunarkraft sínum á mjög heiladni hátt. „Ég myndi líka segja að tónlist sé mín heilun, bæði að hlusta á hana, losa um tilfinningar í gegnum texta og að búa til fallegar melódíur.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Tónlist Viðtal Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira