Franska þjóðin fylgist með Anelka í kvöld Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hefur fulla trú á því að Frakkinn Nicolas Anelka geti leitt Chelsea til sigurs gegn Marseille í Meistaradeildinni í kvöld. Fótbolti 28. september 2010 10:00
Wayne Rooney verður ekki með á móti Valencia Wayne Rooney verður ekki með Manchester United í Meistaradeildinni í vikunni en liðið er á leiðinni til Valencia á Spáni þar sem liðið mætir heimamönnum á miðvikudaginn. Rooney er meiddur á ökkla samkvæmt tilkynningu frá félaginu. Enski boltinn 27. september 2010 17:15
Almunia spilar ekki gegn Partizan Manuel Almunia mun ekki standa í marki Arsenal gegn Partizan Belgrad í Meistaradeildinni þar sem hann er slæmur í olnboganum. Lukasz Fabianski mun því verja mark Arsenal í leiknum. Fótbolti 27. september 2010 14:30
Lampard ekki með Chelsea á morgun Það er enn nokkuð í það að Frank Lampard spili aftur með Chelsea. Félagið staðfesti það í dag og hann spilar því ekki með liðinu í Meistaradeildinni á morgun gegn Marseille. Fótbolti 27. september 2010 12:14
Kærasta Iker Casillas segir Ronaldo vera sjálfselskan Sara Carbonero, kærasta Iker Casillas, fyrirliða Real Madrid og spænska landsliðsins, ætlar að leggja það í vana að komast í fréttirnar vegna tengsla sinna við spænska landsliðsmarkvörðinn. Fótbolti 21. september 2010 23:00
Sölvi missir líklega af báðum leikjum FCK gegn Barcelona Allar líkur eru á því að Sölvi Geir Ottesen missi af báðum leikjum FC Kaupmannahafnar gegn spænska stórliðinu FC Barcelona í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 21. september 2010 16:15
Mourinho: Minn ferill verður jafnlangur og hjá Ferguson Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, var eins og vanalega í essinu sínu þegar hann mætti á blaðamannafund á Santiago Bernabeu í dag en þar talaði hann um að fá að þjálfa spænska stórliðið væri eins og að komast til tunglsins. Fótbolti 20. september 2010 21:45
Fabregas ætlar að koma til baka eftir tvær vikur Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, segist stefna á það að vera byrjaður aftur að spila eftir tvær vikur en hann meiddist aftan í læri í jafnteflisleiknum á móti Sunderland um helgina. Enski boltinn 20. september 2010 20:00
David Villa: Guardiola uppfyllir allar mínar væntingar David Villa líkar lífið vel í Barcelona en spænski landsliðsframherjinn opnaði markareikning sinn í Meistaradeildinni í 5-1 sigri á Panathinaikos á þriðjudagskvöldið. Fótbolti 16. september 2010 17:00
Arigo Sacchi segir Zlatan Ibrahimovic að læra mannasiði Zlatan Ibrahimovic var fljótur að breytast úr hetju í skúrk í sjónvarpsþætti eftir 2-0 sigur AC Milan á Auxerre í Meistaradeildinni í gær en Svíinn skoraði bæði mörk AC Milan í leiknum. Fótbolti 16. september 2010 15:30
Wenger: Fábregas spilar hreinlega í annarri vídd Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var að sjálfsögðu mjög ánægður með Cesc Fábregas eftir 6-0 sigur liðsins á portúgalska liðinu Braga í Meistaradeildinni. Fábregas skoraði tvö mörk og átti einnig tvær stoðsendingar á félaga sína. Enski boltinn 16. september 2010 14:00
Lehmann á heima í Prúðuleikurunum eða á hæli Tim Wiese, markvörður Werder Bremen, segir að það sé ekki að marka það sem Jens Lehmann lætur frá sér. Fótbolti 15. september 2010 23:23
Anelka sendi franska knattspyrnusambandinu tóninn Nicolas Anelka notaði tækifærið í kvöld og sendi franska knattspyrnusambandinu tóninn þegar hann skoraði fyrra mark sitt í 4-0 sigri Chelsea á MSK Zilina í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 15. september 2010 23:11
Wenger: Fabregas elskar félagið Arsene Wenger sagði eftir 6-0 sigur Arsenal á Braga í kvöld að hann hafi aldrei efast um hollustu Cesc Fabregas gagnvart fyrrnefnda félaginu. Fótbolti 15. september 2010 22:06
Broadfoot: Sá beinið standa út Kirk Broadfoot var skiljanlega afar brugðið þegar að Antonio Valencia ökklabrotnaði eftir samstuð þeirra í leik Manchester United og Glasgow Rangers í Meistaradeild Evrópu í gær. Fótbolti 15. september 2010 22:00
Fabregas: Þetta var góð æfing Cesc Fabregas á von á því að spila í erfiðari leikjum í vetur en þeim í kvöld er Arsenal vann 6-0 stórsigur á Braga frá Portúgal í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 15. september 2010 21:59
Ancelotti lofaði Anelka Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hrósaði Nicolas Anelka mikið eftir 4-1 sigur liðsins á MSK Zilina í Slóvakíu í F-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fótbolti 15. september 2010 21:52
Stórsigrar Arsenal og Chelsea Arsenal og Chelsea fóru á kostum í sínum leikjum í Meistaradeild Evrópu í kvöld og unnu stórsigra. Fótbolti 15. september 2010 20:34
Cech: Komið að okkur að vinna Meistaradeildina Petr Cech, markvörður Chelsea, er sannfærður um að þetta verði leiktímabilið þar sem Chelsea tekst loksins að vinna Meistaradeildina. Fótbolti 15. september 2010 11:45
Ferguson: Svipuð meiðsli og hjá Alan Smith Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að meiðsli Antonio Valencia í kvöld svipi til meiðsla Alan Smith á sínum tíma. Fótbolti 14. september 2010 23:35
Terry í byrjunarliði Chelsea Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hefur þegar tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn MSK Zilina í F-riðli Meistaradeildar Evrópu annað kvöld. Fótbolti 14. september 2010 22:30
Redknapp ánægður með sína menn Harry Redknapp, stjóri Tottenham, var ánægður með sína menn þó svo að þeir hefðu misst 2-0 forystu í jafntefli gegn Werder Bremen í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 14. september 2010 22:16
Ferguson: Valencia verður lengi frá Alex Ferguson segir að Antonio Valencia verði lengi frá vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í leik Manchester United og Rangers í kvöld. Fótbolti 14. september 2010 22:07
Jafntefli hjá ensku liðunum en stórsigrar hjá þeim spænsku Fyrstu átta leikirnir í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu fóru fram í kvöld. Bæði ensku liðin sem voru í eldlínunni í kvöld gerðu jafntefli. Fótbolti 14. september 2010 20:38
Hugarfarið stendur í vegi fyrir því að við förum alla leið Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að það eina sem standi í vegi fyrir því að Arsenal fari alla leið í Meistaradeildinni sé hugarfarið. Fótbolti 14. september 2010 19:00
Sölvi í byrjunarliði FCK Sölvi Geir Ottesen er í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar sem mætir Rubin Kazan frá Rússlandi í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 14. september 2010 18:20
Tíu breytingar á byrjunarliði United Alex Ferguson hefur gert tíu breytingar á byrjunarliði Manchester United fyrir leik liðsins gegn Glasgow Rangers í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 14. september 2010 18:08
Hugsum um okkur en ekki Twente Rafa Benitez, þjálfari Inter, vill sjá meiri ákafa í leik síns liðs er það mætir Twente í Meistaradeildinni í kvöld. Fótbolti 14. september 2010 16:45
Real Madrid á ekki að hræðast önnur lið Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, segir að leikmenn Real Madrid mæti kokhraustir til leiks í Meistaradeildinni í ár enda óttist liðið engan andstæðing. Fótbolti 14. september 2010 15:00
Silvestre: Bremen getur unnið öll lið Franski varnarmaðurinn Mikael Silvestre, sem nú leikur með Werder Bremen, er bjartsýnn fyrir leik liðsins gegn Tottenham í Meistaradeildinni í kvöld þó svo hann sé ekki búinn að vera lengi hjá liðinu. Fótbolti 14. september 2010 14:30