Fótbolti

Gattuso vill ekki að 37 þúsund manns slái hann utan undir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gattuso tekur á Joe Jordan.
Gattuso tekur á Joe Jordan.
Gennaro Gattuso, leikmaður AC Milan, tók þá skynsamlegu ákvörðun að ferðast ekki með liðinu til Englands. Hann verður því ekki á White Hart Lane er Milan mætir Spurs í seinni leik liðanna í Meistaradeildinni.

Gattuso gekk af göflunum í fyrri leiknum og meðal annars hrinti og skallaði Joe Jordan, aðstoðarþjálfara Spurs.

Hann fékk fjögurra leikja bann að launum en var reyndar kominn í bann vegna spjalds sem hann fékk í leiknum.

"Ég væri alveg til í að fara a´White Hart Lane en mér hefur verið ráðlagt að sleppa því. Mér hefur verið sagt að þar bíði 37 þúsund manns þar sem vilji slá mig utan undir. Þess vegna hef ég ákveðið að vera heima," sagði Gattuso og tjáði sig síðan um lætin við Jordan.

"Það var eins gott að Zlatan stóð ekki við hliðina á mér þá. Annars væru slagsmálin enn í gangi. Þegar ég fór upp að Jordan undir lokin tók hann af sér gleraugun eins og hann væri klár í slag. Hann öskraði f-orðið á mig ítrekað.

"Svo kom Bassong og vildi slást. Það var smá hasar í göngunum þar sem Bassong var að hlæja að mér og gera grín að hæð minni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×