Enski boltinn

Ancelotti fer ekki til Roma: Á eftir að tryggja mér nokkra bónusa í Englandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea.
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea. Mynd/Nordic Photos/Getty
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segist ekki vera á leiðinni til Roma í sumar en ítalski þjálfarinn hefur verið orðaður við Roma-liðið sem rak Claudio Ranieri á dögunum. Slakt gengi Chelsea hefur ýtt undir orðróm um hugsanlega brottför Ancelotti af Brúnni.

„Ég reikna með að vera áfram þar sem ég er. Ég er ennþá Ítali en ég kann að meta England þrátt fyrir að blöðin ýki hlutina eins og í málinu hans Rino Gattuso," sagði

Carlo Ancelotti í viðtali við La Repubblica.

„Ég er bara að hugsa um Meistaradeildina og að ná fjórum efstu sætunum í ensku úrvalsdeildinni. Ég hef prentað það inn í hausinn á mínum mönnum að hugsa um úrslitaleikinn á Wembley," sagði Ancelotti en úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni fer fram í London í maí.

„Ég mun þjálfa aftur á Ítalíu en hvenær það verður það veit ég ekki. Ég vil senda bestu kveðjur til Vincenzo Montella (nýr þjálfara Roma) en ég á enn eftir að tryggja mér nokkra bónusa í Englandi," sagði Ancelotti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×