Fótbolti

Carrick: Við verðum að spila betur á Old Trafford

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Carrick og Wayne Rooney.
Michael Carrick og Wayne Rooney. Mynd/AFP
Michael Carrick, miðjumaður Manchester United, viðurkenndi það eftir markalaust jafntefli á móti Marseilli í fyrri leik liðanna í Meistaradeildinni í kvöld að liðið hafi ekki verið að spila vel.

„Við vorum ekki að spila nálægt okkar besta í þessum leik en við getum bætt fyrir það á Old Trafford. Það verður allt annar leikur á heimavelli en við verðum að spila betur," sagði Michael Carrick sem talaði einnig um að sendingarnar hafi ekki gengið vel í kvöld og var hann ekki alveg saklaus þar.

„Það var mjög mikilvægt að fá ekki á okkur mark í fyrri leiknum og það tókst. Þetta var erfiður leikur en við áttum ágæta spretti í seinni hálfleiknum. Það gerði hlutina enn erfiðari fyrir okkur að United breytti leikkerfi sínu í 4-4-2 og var nánast allan leikinn með allt liðið sitt fyrir aftan boltann," sagði Didier Deschamps, þjálfari Marseille.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×