Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Stærsti leikur sem ég hef spilað á ævinni

    „Eftir úrslitin í Vín eigum við ágæta möguleika. Kvöldið sem við slógum út Ekranas var yndislegt og það væri frábært að fá að upplifa slíkt kvöld aftur,“ segir Sam Tillen, leikmaður FH.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Vorkenndi Blikunum

    FH-ingurinn Sam Tillen hefur sínar skoðanir á leiktímanum í dag þegar FH mætir austurrísku meisturunum í Austria Vín í einum stærsta leik íslensks liðs í Evrópukeppni í langan tíma. Leikurinn hefst klukkan 16.00.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Jón Ragnar ekki bara besti söngvarinn í FH

    Jón Ragnar Jónsson, knattspyrnumaður úr FH, er þekktur fyrir tónlistarhæfileika sína en hann er líka besti teiknarinn í FH-liðinu ef marka má keppni í teiknileikni á dögunum. FH-ingar brugðu á leik á heimasíðu sinni til þess að auglýsa leik liðsins á móti Austria Vín í Kaplakrika á morgun.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Kosið á milli Ronaldo, Messi og Ribery

    Gareth Bale er ekki meðal þeirra þriggja sem koma til greina sem besti knattspyrnumaður Evrópu 2013 en UEFA gaf út í dag hverjir urðu þrír efstu í kjörinu. Það var einnig gefið upp hvaða leikmenn enduðu í sætum fjögur til tíu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Berum mikla virðingu fyrir FH

    "Ég ber mikla virðingu fyrir FH og leikmenn mínir vita það. Auðvitað eru meiri gæði í okkar liði en í fótbolta er það oft hungrið sem skilur að. Við verðum að vera tilbúnir að selja okkur dýrt,“ sagði Nenad Bjelica, þjálfari Austria Vín, á blaðamannafundi í gær.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Enginn féll á lyfjaprófi í Meistaradeildinni

    Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, opinberaði í dag skýrslu um þau lyfjapróf sem voru tekin í leikjum Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar á síðasta keppnistímabili. Þar kemur fram að enginn knattspyrnumannanna var uppvís að notkun ólöglegra lyfja á leiktíðinni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    FH á leið til Litháen

    Íslandsmeistarar FH munu mæta lítháiska liðinu Ekranas í annarri umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Dregið var í morgun.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Cristiano Ronaldo markakóngur Meistaradeildarinnar

    Portúgalinn Cristiano Ronaldo skoraði flest mörk í Meistaradeildinni í ár eða 12 mörk í 12 leikjum. Robert Lewandowski hjá Borussia Dortmund var sá eini sem átti raunhæfa möguleika til að ná Ronaldo í úrslitaleiknum á Wembley en tókst ekki að bæta við þau tíu mörk sem hann var búinn að skora.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Allt um úrslitaleikinn hjá Þorsteini Joð og félögum

    Bayern München tryggði sér í kvöld sigur í Meistaradeildinni eftir 2-1 sigur á Borussia Dortmund í stórskemmtilegum úrslitaleik á Wembley-leikvanginum í London. Stöð 2 Sport sýndi leikinn í beinni útsendingu og eftir leikinn fóru Þorstein Joð og gestir hans yfir leik allt það helsta í leiknum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Robben: Þetta varð bara að gerast núna

    Arjen Robben var hetja Bayern München í kvöld en hann skoraði sigurmark liðsins aðeins mínútu fyrir leikslok í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley-leikvanginum í London. Robben lagði einnig upp fyrra mark liðsins í leiknum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Bæjarar fagna sigri í Meistaradeildinni - myndir

    Bayern München tryggði sér í kvöld sigur í Meistaradeildinni með því að vinna 2-1 sigur á Borussia Dortmund í úrslitaleik á Wembley-leikvanginum í London. Fögnuður liðsmanna Bayern var mikill í leikslok enda höfðu margir leikmenn liðsins þurfta að sætta við tvö töp í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu þremur árum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Hummels: Við vorum orðnir þreyttir í lokin

    Mats Hummels spilaði í miðri vörn Borussia Dortmund í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld en var ekki hundrað prósent og það sást. Hann var til dæmis víðsfjarri þegar Arjen Robben skoraði sigurmark Bayern mínútu fyrir leikslok.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Heynckes í hóp með Mourinho og fleiri góðum

    Jupp Heynckes, þjálfari Bayern München, stýrði liði sínu til sigurs í Meistaradeildinni í kvöld en liðið vann þá 2-1 sigur á Borussia Dortmund í úrslitaleik á Wembley-leikvanginum í London. Hollendingurinn Arjen Robben skoraði sigurmarkið mínútu fyrir leikslok.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Robben tryggði Bayern sigur í Meistaradeildinni

    Hollendingurinn Arjen Robben var hetja Bayern München í kvöld þegar hann skoraði sigurmarkið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley-leikvanginum í London. Bayern München vann 2-1 sigur á Borussia Dortmund og er Evrópumeistari meistaraliða í fimmta sinn.

    Fótbolti