Enski boltinn

Wenger talaði við Robben eftir leikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var ekki alltof sáttur með Arjen Robben hjá Bayern München eftir fyrri leik Arsenal og Bayern í Meistaradeildinni í gær.

Bayern vann leikinn 2-0 en bæði mörkin komu eftir að Arjen Robben fiskaði Wojciech Szczesny útaf með rautt spjald á 37 mínútu leiksins.

„Þetta rauða spjald drap leikinn. Þessi regla er mismunandi eftir löndum en á Ítalíu gefa menn rautt spjald fyrir svona brot. Wojciech mislas stöðuna en hann ætlaði aldrei að brjóta af sér," sagði Arsene Wenger við Sky Sports.

„Markvörðurinn minn var að reyna að ná boltanum. Hann kom við Robben en Robben gerði alltof mikið úr snertingunni. Ég sagði það við Robben eftir leikinn," sagði Wenger.

„Robben hefur nægilega reynslu til að gera mikið úr þessu en í það heila þá gerðu Bæjarar mikið úr hverri snertingu. Það er eitthvað sem við erum ekki vanir í enska boltanum," sagði Wenger.

Fyrir ofan má sjá myndband með brotinu.

Vísir/Getty
Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×