Enski boltinn

Mertesacker: Við getum ennþá komist áfram

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Per Mertesacker mótmælir hér rauða spjaldinu í gær.
Per Mertesacker mótmælir hér rauða spjaldinu í gær. Vísir/Getty
Per Mertesacker, þýski miðvörðurinn hjá Arsenal, er ekki búinn að gefa upp alla von um að komast áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar þrátt fyrir 0-2 tap á heimavelli í gær í fyrri leiknum á móti Bayern München.

„Þetta var svolítið áfall en ef við skoðum hvernig þetta spilaðist í fyrra þá vorum við í aðeins verri stöðu eftir 1-3 tap. Okkur hlakkar til leiksins í München og af hverju ættum við ekki að geta náð sömu úrslitum og í fyrra. Við getum ennþá komist áfram," sagði Per Mertesacker við Sky Sports.

„Við byrjuðum þennan leik líka mjög vel og áttum skilið í það minnsta eitt mark," sagði Mertesacker en þýska liðið skoraði bæði mörk sín í seinni hálfleik efir að hafa verið manni fleiri frá því á 37. mínútu.

„Við erum sterkari andlega en í fyrra," sagði Mertesacker og bætti við:  „Það er fullt af ef og hefði í þessu en verðum bara að sætta okkur við þessi úrslit og minna okkur sjálfa á það sem við gerðum í München í fyrra," sagði Mertesacker.

Arsenal hefur dottið út úr 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar undanfarin þrjú ár en liðið hefur tapað fyrri leiknum í 16 liða úrslitunum 2012-2014 með samtals markatölunni 1-9.

Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×