Fótbolti

Wilshere: Markalaust jafntefli fín niðurstaða

Jack Wilshere er hóflega bjartsýnn.
Jack Wilshere er hóflega bjartsýnn. Vísir/Getty
Jack Wilshere, miðjumaður Arsenal, leggur áheyrslu á að liðið haldi hreinu gegn Bayern München í kvöld.

Arsenal tekur á móti Evrópumeisturunum í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en þetta er annað árið í röð sem liðin mætast á þessu stigi keppninnar.

Lundúnarliðið tapaði einvíginu í fyrri leiknum á síðasta ári en Bayern vann þá, 3-1, á Emirates-vellinum. Arsenal vann seinni leikinn á Allianz Arena, 2-0, en féll úr leik á færri mörkum skoruðum á útivelli.

„Við höfum talað um mikilvægi þess að halda okkur inn í einvíginu í heimaleiknum. Ef hann endar með markalausu jafntefli munum við áfram eiga mikinn möguleika á því að komast áfram,“ sagði Wilshere á blaðamannafundi í gær.

„Útivallarmark er svo mikilvægt í þessari keppni. Það sáum við í fyrra þegar við féllum úr keppni. Núna verðum við að vera skynsamari og halda okkur inn í leiknum,“ segir Jack Wilshere.

Leikur Arsenal og Bayern München hefst klukkan 19.45 í kvöld og er í beinni á Stöð 2 Sport. Klukkan 19.10 hefst upphitun Hjartar Hjartarsonar fyrir leiki kvöldsins en þá mætast einnig AC Milan og Atlético Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×