Fótbolti

Ronaldo: Messi gerir mig að betri leikmanni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. Vísir/NordicPhotos/Getty
Cristiano Ronaldo, framherji Real Madrid og besti leikmaður í heimi á síðasta ári, viðurkennir  að samanburðurinn við Lionel Messi og keppnin um hver sé besti fótboltamaður heims hjálpi honum sjálfum að verða betri leikmaður.

Þegar Ronaldo féll Gullknött FIFA á dögunum endaði hann fjögurra ára einokun Lionel Messi á þessum virtustu verðlaunum fótboltamanna í heimunum. Þeir hafa lengi verið taldir vera tveir bestu knattspyrnumenn í heimi.

„Samkeppnin gerir mig auðvitað að betri leikmanni. En ég er ekki aðeins að berjast við Messi heldur einnig aðra leikmenn í þessum klassa. Leikmenn eins og Luis Suarez, Andres Iniesta, Neymar, Gareth Bale, Diego Costa eða Radamel Falcao," sagði Cristiano Ronaldo í viðtali við France Football.

„Þeir eru að bæta sinn leik og þess vegna þarf ég líka að bæta mig. Ég og Messi viljum báðir vera sá bestir í heimi og þannig hjálpum við hvorum öðrum að bæta okkar leik," sagði Ronaldo.

Cristiano Ronaldo þykir sína mikla fagmennsku í því hvernig hann æfir og undirbýr sig og þessi 28 ára gamli Portúgali segist hafa lært þessa vinnusemi af góðum mönnum á ferlinum.

„Ég lærði þetta af Gary Neville og Ryan Giggs hjá United, af Raul og Michel Salgado hjá Madrid og af Luis Figo, Rui Costa, Deco og Fernando Couto með portúgalska landsliðinu. 70 prósent af því að ná árangri í fótbolta er að sinna íþrótt sinn af mikilli fagmennsku," sagði Ronaldo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×