Munu ekki geta staðið undir lögbundinni þjónustu Ráðherra sveitarstjórnarmála segir ljóst að einhver sveitarfélög muni þurfa á aðstoð á halda. Innlent 17. maí 2020 20:25
Ósammála því að réttindi neytenda séu ekki tryggð í nýju frumvarpi Frumvörp vegna nýjustu aðgerða ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins voru samþykkt í ríkisstjórn á föstudaginn og koma til kasta þingsins eftir helgi. Umdeildasta ráðstöfunin er að ferðaskrifstofum verði heimilt að gefa út inneignarnótur í stað þess að endurgreiða ferðir sem ekki hafa verið farnar. Innlent 17. maí 2020 19:58
Virðast ekki ætla að flykkjast til landsins í júní Ferðamenn virðast ekki ætla að flykkjast til landsins um leið og það verður opnað 15. júní. Meira er um fyrirspurnir síðsumars og í haust. Íslendingar virðast einnig áhugasamir um að komast út fyrir landsteinana seinna á árinu. Viðskipti innlent 17. maí 2020 19:30
Brasilía tekur fram úr bæði Spáni og Ítalíu Landið skipar nú fjórða sæti á lista yfir þau þar sem flest smit hafa komið upp. Erlent 17. maí 2020 19:15
Meira en helmingur nemenda finnur fyrir depurð Samband íslenskra framhaldsskólanema sendu út könnun á alla framhaldsskóla landsins og var meðal annars spurt hvort nemendur finndu fyrir kvíða eða depurð. Samkvæmt niðurstöðum finna um 56 prósent nemenda fyrir depurð og um þriðjungur nemenda finnur fyrir kvíða. Innlent 17. maí 2020 18:28
Ferðamenn og fíkniefni í Víglínunni Á meðan stjórnvöld og þing eru á kafi í kófi kórónuveirunnar gægðust þau út úr fíkniefnakófinuþegar Alþingi veitti frumvarpi heilbrigðisráðherra um neyslurými brautargengi. Ferðamála- og nýsköpunarráðherra ræðir stöðu ferðaþjónustunnar og Halldóra Mogensen stöðuna í fíkniefnastríðinu í Víglínunni í dag. Innlent 17. maí 2020 16:30
Segir að ekki sé hægt að hefja leik fyrr en í lok júní Steve Bruce, þjálfari Newcastle United, telur ekki sniðugt að hefja leik að nýju í ensku úrvalsdeildinni um miðjan júní. Fótbolti 17. maí 2020 15:00
„Störfin munu aldrei grípa alla“ Jóna Þórey Pétursdóttir, fráfarandi forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir stöðu námsmanna hér á landi grafalvarlega. Innlent 17. maí 2020 14:32
Engin ný tilfelli veirunnar fjórða daginn í röð Enginn greindist með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn hér á landi fjórða daginn í röð, samkvæmt nýjum tölum á Covid.is. Innlent 17. maí 2020 13:18
Topplið Evrópu gætu orðið af þremur og hálfum milljarði punda Talið er að topplið evrópskrar knattspyrnu gætu orðið af þremur og hálfum milljarði punda í tekjur vegna kórónufaraldursins. Fótbolti 17. maí 2020 12:30
Skilur að fólk sé pirrað á flóknum reglum Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir skiljanlegt að fólk sé pirrað á nýjum reglum yfirvalda þar í landi, en ríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd fyrir flókna reglusetningu í kórónuveirufaraldrinum. Erlent 17. maí 2020 11:38
Hvetja einhleypa til að finna sér „kynlífsfélaga“ Hollensk stjórnvöld hafa gefið út sérstakar viðmiðunarreglur fyrir einhleypt fólk í leit að nánd meðan á samfélagslegum höftum vegna kórónuveirufaraldursins stendur. Þar er fólk hvatt til þess að finna sér „kynlífsfélaga.“ Erlent 17. maí 2020 11:27
Næstum tvö hundruð í sóttkví eftir mæðradagsmessu Yfir 180 kirkjugestum var skipað að fara í sóttkví eftir að smitaður einstaklingur reyndist hafa verið í sömu messu. Erlent 17. maí 2020 10:58
Ekki mikið um smit hjá framlínustarfsfólki í New York Nýjustu tilfelli smita af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 í New York eru að stærstum hluta fólk sem hefur farið út úr húsi í ýmsum erindagjörðum. Erlent 17. maí 2020 10:43
Pearson óttast dauðsfall fari tímabilið of snemma af stað Nigel Pearson, knattspyrnustjóri Watford, er ekki beint spenntur fyrir því að enska úrvalsdeildin fari aftur af stað sem fyrst. Fótbolti 17. maí 2020 10:30
Dauðsföll færri en hundrað í fyrsta sinn í tvo mánuði 87 dauðsföll urðu af völdum kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 á Spáni síðasta sólarhringinn. Erlent 17. maí 2020 09:57
Æfingar aftur í samt far eftir helgi Ítalska úrvalsdeildin leyfir félögum að æfa eins og eðlilegt er eftir helgi. Engar takmarkanir verða á fjölda leikmanna á hverri æfingu. Fótbolti 17. maí 2020 09:45
Bankar lýsa áhyggjum sínum af frumvarpi ferðamálaráðherra Arion banki og Íslandsbanki hafa varað við frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra sem heimilar ferðaskrifstofum og flugfélögum að endurgreiða viðskiptavinum sínum með inneignarnótum í stað peninga. Viðskipti innlent 17. maí 2020 09:26
Grindavík gerir Liverpool freistandi tilboð Vonir standa til þess að hægt verði að hefja keppni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta að nýju þann 12. júní, eftir langt hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Grindvíkingar hafa boðið Liverpool aðstoð við undirbúninginn. Enski boltinn 17. maí 2020 09:00
Obama gagnrýnir enn viðbrögð Trump-stjórnarinnar við faraldrinum Obama segir embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump ekki hafa fyrir því að þykjast vera við stjórnvölinn. Erlent 17. maí 2020 07:40
Orban kveðst hætta að stýra með tilskipunum síðar í mánuðinum Forsætisráðherra Ungverjalands segist búast við að afsala sér þeim neyðarvöldum sem honum voru falin vegna kórónuveirunnar síðar í þessum mánuði. Erlent 16. maí 2020 23:30
Rembingskoss þvert á öll tilmæli Það tókst ekki öllum í dag að fara eftir þeim mörgu tilmælum sem leikmönnum í þýska fótboltanum er uppálagt að fara eftir í leikjum, nú þegar þeir eru byrjaðir að spila aftur eftir kórónuveiruhléið. Fótbolti 16. maí 2020 22:00
Vill ekki undanskilja fámenn fyrirtæki frá fyrirtækjalistanum Forseti ASÍ vill ekki undanskilja fámenn fyrirtæki frá birtingu lista yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda. Innlent 16. maí 2020 21:00
Læknir á Landspítalanum afar gagnrýninn á áætlun stjórnvalda um opnun landamæra „Í fyrsta lagi, þessi ákvörðun var tekin án þess að það væri athugað hvort þetta væri raunhæf áætlun sem er hægt að framkvæma,“ segir Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum, sem lýst illa á hvernig stjórnvöld hafa staðið að kynningu á áætlun um opnun landamæra 15. Júní. Innlent 16. maí 2020 18:53
Valdís tekjulaus í marga mánuði: „Fell á milli alls staðar í kerfinu“ „Það er erfitt að vera tekjulaus í marga mánuði, og ég sé fram á 5-7 mánuði án tekna núna,“ segir Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur, sem vegna kórónuveirufaraldursins getur ekki leikið á móti erlendis eins og hún ætlaði sér. Golf 16. maí 2020 18:00
Skoða frekari aðstoð til flugfélaga Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir það í skoðun hvernig hægt sé að hjálpa flugfélögum þegar ferðalög milli landa liggja nánast niðri. Erlent 16. maí 2020 16:52
Tengja tvö dauðsföll barna í Evrópu við nýja barnasjúkdóminn 230 börn hafa veikst af nýjum dularfullum barnasjúkdómi og tvö hafa látist í Evrópu. Erlent 16. maí 2020 16:24
Keppni í tennis frestað fram á haust Öllum stærstu mótaröðunum í tennis hefur verið frestað þangað til í ágúst hið minnsta. Ekkert atvinnumannamót hefur farið fram síðan í byrjun marsmánaðar. Sport 16. maí 2020 16:15
Óttast að útgöngu- og samkomubann leiði til „flóðbylgju geðkvilla“ Geðlæknar í Bretlandi óttast að takmarkanir á samkomum og útgöngubann víða um heim geti leitt til mikillar aukningar í geðsjúkdómum og aðgerðirnar til þess að sporna við kórónuveirufaraldrinum muni hafa verulega neikvæðar afleiðingar á andlega heilsu fólks. Erlent 16. maí 2020 15:42
Býst ekki við miklum veiruáhrifum á fasteignaverð og segir tölur um samdrátt ekki lýsandi Formaður félags fasteignasala telur skerta starfsemi sýslumanns eina af ástæðum þess að fasteignasala dróst saman um 54 prósent í apríl. Viðskipti innlent 16. maí 2020 14:15
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent