Skilur að fólk sé pirrað á flóknum reglum Sylvía Hall skrifar 17. maí 2020 11:38 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Vísir/Getty Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir skiljanlegt að fólk sé pirrað á nýjum reglum yfirvalda þar í landi, en ríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd fyrir flókna reglusetningu í kórónuveirufaraldrinum. Nýjar reglur kveða meðal annars á um að fólk megi ekki bjóða ættingjum og vinum í heimsókn en fasteignasölum sé heimilt að bjóða væntanlegum kaupendum að skoða fasteignir. Á vef Reuters kemur fram að skoðanakönnun dagblaðsins Observer sýndi vaxandi óánægju meðal almennings í landinu út í stjórnvöld og að um 42 prósent væru mótfallin aðgerðum yfirvalda. Johnson sagðist skilja það að sumir yrðu óánægðir með nýju reglurnar. „Við erum að reyna að gera eitthvað sem hefur aldrei verið gert áður – að færa landið úr samfélagslegum höftum á þann hátt að það sé öruggt og fórni ekki erfiðisvinnu ykkar allra,“ skrifaði Johnson í grein í blaðinu Mail on Sunday. „Ég skil að það sem við erum að biðja um núna er flóknara en að vera einfaldlega heima hjá sér, en þetta er flókið vandamál og við þurfum að treysta á skynsemi fólksins í Bretlandi.“ Breyttar reglur voru kynntar á miðvikudag og má fólk nú snúa til vinnu ef það getur ekki unnið heima hjá sér. Það er þó beðið um að forðast almenningssamgöngur ef það hefur tök á því. Reglurnar gilda þó ekki um fólk í Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi þar sem tilslakanir hafa ekki verið kynntar. Fólk í Bretlandi er beðið um að forðast almenningssamgöngur ef það hefur tök á.Vísir/Getty Vill „næstum eðlilegt“ ástand í júlí Aðgerðir yfirvalda í Bretlandi hafa líkt og annars staðar haft veruleg áhrif á hagkerfi landsins. Tölur í síðustu viku sýndu að það hefði dregist saman um 5,8 prósent og efnahagsumsvif gætu minnkað um 25 prósent frá apríl fram í júní. Væri það mesta minnkun í yfir þrjá áratugi. Ráðherrann Michael Gove sagði ekki hægt að hafa hagkerfið, þjónustu og skóla lokaða mikið lengur því heilsufarsáhrif þess gætu einnig verið neikvæð. Ríkisstjórnin ynni að því að ráða átján þúsund manns í smitrakningareymi til þess að ná tökum á útbreiðslunni. Götublaðið The Sun fullyrti að Johnson hefði lýst því yfir innan Íhaldsflokksins að hann vildi ná „næstum eðlilegu“ ástandi í júlí, en til þess þyrfti almenningur að fylgja fyrirmælum yfirvalda. „Ef við fylgjum öll fyrirmælum, þá getum við hægt og rólega losað okkur við þetta flækjustig og þessar hömlur og gert það auðveldara fyrir fjölskyldur að hittast aftur,“ skrifaði Johnson í Mail on Sunday og bætti við að það þyrfti að gerast hægt og á réttum tíma. Um 240 þúsund hafa greinst með kórónuveiruna í Bretlandi og tæplega 35 þúsund látist. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óttast að útgöngu- og samkomubann leiði til „flóðbylgju geðkvilla“ Geðlæknar í Bretlandi óttast að takmarkanir á samkomum og útgöngubann víða um heim geti leitt til mikillar aukningar í geðsjúkdómum og aðgerðirnar til þess að sporna við kórónuveirufaraldrinum muni hafa verulega neikvæðar afleiðingar á andlega heilsu fólks. 16. maí 2020 15:42 Leiðinlegt að stærsta verkefnið á markaðnum fari til Bretlands í ójafnri keppni Valgeir Magnússon, stjórnarformaður íslensku auglýsingastofunnar Pipar/TBWA, segir það leiðinlegt, og skjóta skökku við, að stærsta verkefni á Íslandsmarkaði hafi fallið í skaut breskrar auglýsingastofu, einkum í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi á íslenskum vinnumarkaði. 13. maí 2020 11:22 Fleiri deyja á dvalarheimilum en sjúkrahúsum á Bretlandi Rúmlega 40 þúsund manns hafa nú dáið vegna Covid-19 á Bretlandi. Það er hæsta talan í Evrópu og eingöngu hafa fleiri dáið í Bandaríkjunum, eða minnst 80.684. 12. maí 2020 10:56 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir skiljanlegt að fólk sé pirrað á nýjum reglum yfirvalda þar í landi, en ríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd fyrir flókna reglusetningu í kórónuveirufaraldrinum. Nýjar reglur kveða meðal annars á um að fólk megi ekki bjóða ættingjum og vinum í heimsókn en fasteignasölum sé heimilt að bjóða væntanlegum kaupendum að skoða fasteignir. Á vef Reuters kemur fram að skoðanakönnun dagblaðsins Observer sýndi vaxandi óánægju meðal almennings í landinu út í stjórnvöld og að um 42 prósent væru mótfallin aðgerðum yfirvalda. Johnson sagðist skilja það að sumir yrðu óánægðir með nýju reglurnar. „Við erum að reyna að gera eitthvað sem hefur aldrei verið gert áður – að færa landið úr samfélagslegum höftum á þann hátt að það sé öruggt og fórni ekki erfiðisvinnu ykkar allra,“ skrifaði Johnson í grein í blaðinu Mail on Sunday. „Ég skil að það sem við erum að biðja um núna er flóknara en að vera einfaldlega heima hjá sér, en þetta er flókið vandamál og við þurfum að treysta á skynsemi fólksins í Bretlandi.“ Breyttar reglur voru kynntar á miðvikudag og má fólk nú snúa til vinnu ef það getur ekki unnið heima hjá sér. Það er þó beðið um að forðast almenningssamgöngur ef það hefur tök á því. Reglurnar gilda þó ekki um fólk í Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi þar sem tilslakanir hafa ekki verið kynntar. Fólk í Bretlandi er beðið um að forðast almenningssamgöngur ef það hefur tök á.Vísir/Getty Vill „næstum eðlilegt“ ástand í júlí Aðgerðir yfirvalda í Bretlandi hafa líkt og annars staðar haft veruleg áhrif á hagkerfi landsins. Tölur í síðustu viku sýndu að það hefði dregist saman um 5,8 prósent og efnahagsumsvif gætu minnkað um 25 prósent frá apríl fram í júní. Væri það mesta minnkun í yfir þrjá áratugi. Ráðherrann Michael Gove sagði ekki hægt að hafa hagkerfið, þjónustu og skóla lokaða mikið lengur því heilsufarsáhrif þess gætu einnig verið neikvæð. Ríkisstjórnin ynni að því að ráða átján þúsund manns í smitrakningareymi til þess að ná tökum á útbreiðslunni. Götublaðið The Sun fullyrti að Johnson hefði lýst því yfir innan Íhaldsflokksins að hann vildi ná „næstum eðlilegu“ ástandi í júlí, en til þess þyrfti almenningur að fylgja fyrirmælum yfirvalda. „Ef við fylgjum öll fyrirmælum, þá getum við hægt og rólega losað okkur við þetta flækjustig og þessar hömlur og gert það auðveldara fyrir fjölskyldur að hittast aftur,“ skrifaði Johnson í Mail on Sunday og bætti við að það þyrfti að gerast hægt og á réttum tíma. Um 240 þúsund hafa greinst með kórónuveiruna í Bretlandi og tæplega 35 þúsund látist.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óttast að útgöngu- og samkomubann leiði til „flóðbylgju geðkvilla“ Geðlæknar í Bretlandi óttast að takmarkanir á samkomum og útgöngubann víða um heim geti leitt til mikillar aukningar í geðsjúkdómum og aðgerðirnar til þess að sporna við kórónuveirufaraldrinum muni hafa verulega neikvæðar afleiðingar á andlega heilsu fólks. 16. maí 2020 15:42 Leiðinlegt að stærsta verkefnið á markaðnum fari til Bretlands í ójafnri keppni Valgeir Magnússon, stjórnarformaður íslensku auglýsingastofunnar Pipar/TBWA, segir það leiðinlegt, og skjóta skökku við, að stærsta verkefni á Íslandsmarkaði hafi fallið í skaut breskrar auglýsingastofu, einkum í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi á íslenskum vinnumarkaði. 13. maí 2020 11:22 Fleiri deyja á dvalarheimilum en sjúkrahúsum á Bretlandi Rúmlega 40 þúsund manns hafa nú dáið vegna Covid-19 á Bretlandi. Það er hæsta talan í Evrópu og eingöngu hafa fleiri dáið í Bandaríkjunum, eða minnst 80.684. 12. maí 2020 10:56 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Óttast að útgöngu- og samkomubann leiði til „flóðbylgju geðkvilla“ Geðlæknar í Bretlandi óttast að takmarkanir á samkomum og útgöngubann víða um heim geti leitt til mikillar aukningar í geðsjúkdómum og aðgerðirnar til þess að sporna við kórónuveirufaraldrinum muni hafa verulega neikvæðar afleiðingar á andlega heilsu fólks. 16. maí 2020 15:42
Leiðinlegt að stærsta verkefnið á markaðnum fari til Bretlands í ójafnri keppni Valgeir Magnússon, stjórnarformaður íslensku auglýsingastofunnar Pipar/TBWA, segir það leiðinlegt, og skjóta skökku við, að stærsta verkefni á Íslandsmarkaði hafi fallið í skaut breskrar auglýsingastofu, einkum í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi á íslenskum vinnumarkaði. 13. maí 2020 11:22
Fleiri deyja á dvalarheimilum en sjúkrahúsum á Bretlandi Rúmlega 40 þúsund manns hafa nú dáið vegna Covid-19 á Bretlandi. Það er hæsta talan í Evrópu og eingöngu hafa fleiri dáið í Bandaríkjunum, eða minnst 80.684. 12. maí 2020 10:56