Læknir á Landspítalanum afar gagnrýninn á áætlun stjórnvalda um opnun landamæra Birgir Olgeirsson skrifar 16. maí 2020 18:53 Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum. Vísir/Bjarni Einarsson „Í fyrsta lagi, þessi ákvörðun var tekin án þess að það væri athugað hvort þetta væri raunhæf áætlun sem er hægt að framkvæma,“ segir Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum, sem lýst illa á hvernig stjórnvöld hafa staðið að kynningu á áætlun um opnun landamæra 15. Júní. Jón Magnús starfaði á Covid-göngudeild Landspítalans og hefur ritað greinar um þessa veiru á Vísindavef Háskóla Íslands. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði í vikunni að áhættugreining Landspítalans vegna opnun landamæranna lægi ekki fyrir. Því er ekki vitað hver geta Landspítalans er ef ferðamenn fara að bera smit hingað til lands. Sagði Páll að þessi áhættugreining ætti að liggja fyrir í vikulok eða byrjun næstu viku. Í öfugri röð Jón Magnús segir þetta afar gagnrýnisvert af stjórnvöldum að kynna þessa áætlun um opnun landamæra án þess að slíkt áhættumat liggi fyrir. „Væntanlega hefur einhver umræða átt sér stað en þegar þetta var tilkynnt lág ekki fyrir nákvæm framkvæmdaráætlun. Það er í öfugri röð sem við eigum að gera sem samfélag sem reynir að hlusta á vísindin,“ segir Jón Magnús. Hefði átt að fá úr því skorið hvort áætlunin sé raunhæf Framkvæmdaráætlun ætti að liggja fyrir og mat á úrræðinu. „Það sem við erum búin að gera núna er að segja: „Þetta verður gert“ En núna situr eftir spurningin: „Getum við gert þetta á raunhæfan máta?“ Það er ótrúlega erfitt að meta þetta og það hefði átt að gera það fyrst til að sjá hvort það er raunhæft yfir höfuð. Kannski að endingu verður þetta ekki raunhæft og það verður reynt að troða þessu inn. Maður veit ekki nákvæmlega hver þróunin verður,“ segir Jón Magnús. Skimanir ná ekki öllum Hann segir að skimanir við landamæri Íslands ekki eiga eftir að koma í veg fyrir að smit berist hingað til lands. „Einstaklingar sem fá Covid-19 eru ekki alltaf jákvæðir allan tímann í veikindum sínum. Það er meðgöngutímabil, þar sem veikindin þróast og byggjast upp. Svo seinna meir virðist þetta minnka aftur. Oftast nær er fólk á einhverjum tímapunkti neikvætt í sýkingunni og það þýðir að við munum missa af einhverjum í gegn,“ segir Jón Magnús. „Ef spurningin er að takmarka fjölda einstaklinga sem komast til landsins með Covid-19, þá er þetta eitt skref að því. En það sem skiptir líka máli er að markmið okkar er að takmarka dreifingu Covid-19 á landinu. Þessi sjúkdómur er svolítið eins og bál að eldi. Það þarf mjög lítið bál til að búa til stóran eld. Vissulega, ef við takmörkum fjölda bála sem komast að hítinni, þá getum við takmarkað hættuna á því að þetta berist. Ef einhver tilfelli eru að leka í gegn, sem getur gerst með þessari skimun, þá þýðir það líka að bálið mun kvikna og að öllum líkindum vera jafn stórt, hvað sem við gerum,“ segir Jón Magnús. Óljós ávinningur Hann segir þessa áætlun stjórnvalda dýrt inngrip og kostnaðurinn falli á ríkið. „Og fyrir ávinning sem er vægast sagt óljós. Það er það sem er gagnrýnisverðast við þetta. Við vitum einfaldlega ekki hvort þetta sé inngrip sem miðað við kostnaðinn og inngripið skili sér í einhverjum árangri. Þetta getur verið prufa, en mér finnst hæpið að við séum að prufa eitthvað úrræði sem við skiljum ekki alveg og vitum ekki ávinninginn af í því árferði sem við erum í núna,“ segir Jón Magnús. Flestir mæli gegn heilbrigðisvottorði til að ferðast Hann er heldur ekki hrifinn af hugmyndinni um að framvísa heilbrigðisvottorði sem sýnir fram á að viðkomandi hafi fengið Covid-19 og sé því ónæmur. „Að hluta til væri þægilegt að geta sagt: „Ég er ónæmur fyrir Covid-19, ég get ferðast“. En það er tvennt sem hindrar að við getum gert þetta. Í fyrsta lagi mynda ekki allir mótefni við Covid-19. Sumir sem mælast ekki með mótefni með Covid 19 eru samt búnir að fá Covid-19 og ónæmir fyrir veirunni. Í öðru lagi eru við ennþá á fyrstu stigum þess að búa til þessi mótefnapróf. Þau eru mörg, skipta tugum, meira að segja hundruðum, þau eru misgóð, og það þýðir einmitt að sumir gætu verið með þetta mótefnapróf sem greinir svona marga með mótefni en suma ekki. Í öðru landi er þetta ekki nógu gott mótefnapróf og þar af leiðandi eru mjög margir neikvæðir og sagðir ekki hafa fengið Covid-19 og fá þar að leiðandi ekki að ferðast,“ segir Jón Magnús. Hann segir flesta sérfræðinga í ónæmisfræði og veirufræði mæla gegn því að mótefnamælingar séu notaðar sem einhverja takmörkun fyrir ferðalögum. Vill fremur styrkja innviði Jón Magnús telur að best væri að leggja áherslu á að styrkja innviði innanlands til að grípa þá sem sannarlega eru veikir, í stað þess að setja mikla fjármuni í veirupróf á landamærunum þar sem árangur gæti verið óljós. „Mér þætti persónulega betra að setja meiri styrk í að geta greint fleiri einstaklinga með flensueinkenni og fá þá í prufu. Styrkja það að geta greint fólk með sýkingu snemma. Því við höfum engar góðar leiðir til að koma í veg fyrir innflutning landsins nema að loka landinu eins og fangelsi. Það er ekki raunhæft til lengri tíma. Í stað þess að búa til væga takmörkun á innflutningnum þá ættum við mögulega að setja áherslu á að minnka dreifinguna innanlands eins og hægt er. En þetta er flókið, það er engin góð lausn. Ég hef ekki fullkomna lausn. Ég er bara að koma eitt sjónarmið. En það sem skiptir máli er að það sé umræða búin að eiga sér stað áður en við förum að ákveða hluti,“ segir Jón Magnús. Önnur sjónarmið þrýsti á Spurður hvort þessi ákvörðun sé tekin á læknisfræðilegum grunni, eða hvort önnur sjónarmið ráði för, segir Jón Magnús að ýmislegt komi til. Samfélagið hafi breyst gífurlega vegna þessa faraldurs og ekki sé hægt að horfa framhjá efnahagslegum áhrifunum sem hafa orðið vegna samfélagslegra takmarkana til að reyna að koma böndum á þennan faraldur. Þrýstingur sé á að lífið geti komist í eðlilegan farveg. „Og það eru mögulega ýmis önnur sjónarmið sem eru að þrýsta á að við erum ekki að velja þá leið sem hentugust þessu sinni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Skoða tæki sem ræður við 4.000 veirupróf á dag: Kostnaðurinn við hvert próf lægri en 27.400 krónur Talið er að veiruprófin á Keflavíkurflugvelli verði mun ódýrari en sá kostnaður sem Landspítalinn hefur hingað til lagt á slík próf, sem eru rúmar 27 þúsund krónur. Til skoðunar er að kaupa tækjabúnað sem afkastar 4000 próf á dag. 16. maí 2020 12:43 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
„Í fyrsta lagi, þessi ákvörðun var tekin án þess að það væri athugað hvort þetta væri raunhæf áætlun sem er hægt að framkvæma,“ segir Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum, sem lýst illa á hvernig stjórnvöld hafa staðið að kynningu á áætlun um opnun landamæra 15. Júní. Jón Magnús starfaði á Covid-göngudeild Landspítalans og hefur ritað greinar um þessa veiru á Vísindavef Háskóla Íslands. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði í vikunni að áhættugreining Landspítalans vegna opnun landamæranna lægi ekki fyrir. Því er ekki vitað hver geta Landspítalans er ef ferðamenn fara að bera smit hingað til lands. Sagði Páll að þessi áhættugreining ætti að liggja fyrir í vikulok eða byrjun næstu viku. Í öfugri röð Jón Magnús segir þetta afar gagnrýnisvert af stjórnvöldum að kynna þessa áætlun um opnun landamæra án þess að slíkt áhættumat liggi fyrir. „Væntanlega hefur einhver umræða átt sér stað en þegar þetta var tilkynnt lág ekki fyrir nákvæm framkvæmdaráætlun. Það er í öfugri röð sem við eigum að gera sem samfélag sem reynir að hlusta á vísindin,“ segir Jón Magnús. Hefði átt að fá úr því skorið hvort áætlunin sé raunhæf Framkvæmdaráætlun ætti að liggja fyrir og mat á úrræðinu. „Það sem við erum búin að gera núna er að segja: „Þetta verður gert“ En núna situr eftir spurningin: „Getum við gert þetta á raunhæfan máta?“ Það er ótrúlega erfitt að meta þetta og það hefði átt að gera það fyrst til að sjá hvort það er raunhæft yfir höfuð. Kannski að endingu verður þetta ekki raunhæft og það verður reynt að troða þessu inn. Maður veit ekki nákvæmlega hver þróunin verður,“ segir Jón Magnús. Skimanir ná ekki öllum Hann segir að skimanir við landamæri Íslands ekki eiga eftir að koma í veg fyrir að smit berist hingað til lands. „Einstaklingar sem fá Covid-19 eru ekki alltaf jákvæðir allan tímann í veikindum sínum. Það er meðgöngutímabil, þar sem veikindin þróast og byggjast upp. Svo seinna meir virðist þetta minnka aftur. Oftast nær er fólk á einhverjum tímapunkti neikvætt í sýkingunni og það þýðir að við munum missa af einhverjum í gegn,“ segir Jón Magnús. „Ef spurningin er að takmarka fjölda einstaklinga sem komast til landsins með Covid-19, þá er þetta eitt skref að því. En það sem skiptir líka máli er að markmið okkar er að takmarka dreifingu Covid-19 á landinu. Þessi sjúkdómur er svolítið eins og bál að eldi. Það þarf mjög lítið bál til að búa til stóran eld. Vissulega, ef við takmörkum fjölda bála sem komast að hítinni, þá getum við takmarkað hættuna á því að þetta berist. Ef einhver tilfelli eru að leka í gegn, sem getur gerst með þessari skimun, þá þýðir það líka að bálið mun kvikna og að öllum líkindum vera jafn stórt, hvað sem við gerum,“ segir Jón Magnús. Óljós ávinningur Hann segir þessa áætlun stjórnvalda dýrt inngrip og kostnaðurinn falli á ríkið. „Og fyrir ávinning sem er vægast sagt óljós. Það er það sem er gagnrýnisverðast við þetta. Við vitum einfaldlega ekki hvort þetta sé inngrip sem miðað við kostnaðinn og inngripið skili sér í einhverjum árangri. Þetta getur verið prufa, en mér finnst hæpið að við séum að prufa eitthvað úrræði sem við skiljum ekki alveg og vitum ekki ávinninginn af í því árferði sem við erum í núna,“ segir Jón Magnús. Flestir mæli gegn heilbrigðisvottorði til að ferðast Hann er heldur ekki hrifinn af hugmyndinni um að framvísa heilbrigðisvottorði sem sýnir fram á að viðkomandi hafi fengið Covid-19 og sé því ónæmur. „Að hluta til væri þægilegt að geta sagt: „Ég er ónæmur fyrir Covid-19, ég get ferðast“. En það er tvennt sem hindrar að við getum gert þetta. Í fyrsta lagi mynda ekki allir mótefni við Covid-19. Sumir sem mælast ekki með mótefni með Covid 19 eru samt búnir að fá Covid-19 og ónæmir fyrir veirunni. Í öðru lagi eru við ennþá á fyrstu stigum þess að búa til þessi mótefnapróf. Þau eru mörg, skipta tugum, meira að segja hundruðum, þau eru misgóð, og það þýðir einmitt að sumir gætu verið með þetta mótefnapróf sem greinir svona marga með mótefni en suma ekki. Í öðru landi er þetta ekki nógu gott mótefnapróf og þar af leiðandi eru mjög margir neikvæðir og sagðir ekki hafa fengið Covid-19 og fá þar að leiðandi ekki að ferðast,“ segir Jón Magnús. Hann segir flesta sérfræðinga í ónæmisfræði og veirufræði mæla gegn því að mótefnamælingar séu notaðar sem einhverja takmörkun fyrir ferðalögum. Vill fremur styrkja innviði Jón Magnús telur að best væri að leggja áherslu á að styrkja innviði innanlands til að grípa þá sem sannarlega eru veikir, í stað þess að setja mikla fjármuni í veirupróf á landamærunum þar sem árangur gæti verið óljós. „Mér þætti persónulega betra að setja meiri styrk í að geta greint fleiri einstaklinga með flensueinkenni og fá þá í prufu. Styrkja það að geta greint fólk með sýkingu snemma. Því við höfum engar góðar leiðir til að koma í veg fyrir innflutning landsins nema að loka landinu eins og fangelsi. Það er ekki raunhæft til lengri tíma. Í stað þess að búa til væga takmörkun á innflutningnum þá ættum við mögulega að setja áherslu á að minnka dreifinguna innanlands eins og hægt er. En þetta er flókið, það er engin góð lausn. Ég hef ekki fullkomna lausn. Ég er bara að koma eitt sjónarmið. En það sem skiptir máli er að það sé umræða búin að eiga sér stað áður en við förum að ákveða hluti,“ segir Jón Magnús. Önnur sjónarmið þrýsti á Spurður hvort þessi ákvörðun sé tekin á læknisfræðilegum grunni, eða hvort önnur sjónarmið ráði för, segir Jón Magnús að ýmislegt komi til. Samfélagið hafi breyst gífurlega vegna þessa faraldurs og ekki sé hægt að horfa framhjá efnahagslegum áhrifunum sem hafa orðið vegna samfélagslegra takmarkana til að reyna að koma böndum á þennan faraldur. Þrýstingur sé á að lífið geti komist í eðlilegan farveg. „Og það eru mögulega ýmis önnur sjónarmið sem eru að þrýsta á að við erum ekki að velja þá leið sem hentugust þessu sinni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Skoða tæki sem ræður við 4.000 veirupróf á dag: Kostnaðurinn við hvert próf lægri en 27.400 krónur Talið er að veiruprófin á Keflavíkurflugvelli verði mun ódýrari en sá kostnaður sem Landspítalinn hefur hingað til lagt á slík próf, sem eru rúmar 27 þúsund krónur. Til skoðunar er að kaupa tækjabúnað sem afkastar 4000 próf á dag. 16. maí 2020 12:43 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Skoða tæki sem ræður við 4.000 veirupróf á dag: Kostnaðurinn við hvert próf lægri en 27.400 krónur Talið er að veiruprófin á Keflavíkurflugvelli verði mun ódýrari en sá kostnaður sem Landspítalinn hefur hingað til lagt á slík próf, sem eru rúmar 27 þúsund krónur. Til skoðunar er að kaupa tækjabúnað sem afkastar 4000 próf á dag. 16. maí 2020 12:43