Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Aflýsa öllu Evrópuflugi á morgun

Fyrirhuguðum flugferðum Icelandair til og frá Evrópu á morgun hefur verið aflýst, vegna yfirvofandi aftakaveðurs á stórum hluta landsins á morgun. Ferðaáætlanir um 1.300 farþega raskast vegna þessa.

Innlent
Fréttamynd

Forstjóri Marel: Við fórum viljandi af stað á undan vextinum

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, boðar stórar yfirtökur í því skyni að ná metnaðarfullum markmiðum um tekjuvöxt sem þarf að vera töluvert meiri á næstu fimm árum en hann hefur að meðaltali verið á síðustu fimm. Hann segir að fjárfesting í sölu- og þjónustuneti í miðjum heimsfaraldri hafi skilað sér í því að tæknifyrirtækið sé í góðri stöðu miðað við keppinauta og býst við að „dulinn kostnaður“ vegna tafa og verðhækkana í aðfangakeðju, sem nemur um tveimur prósentum af tekjum Marel, muni ganga til baka á seinni hluta ársins.

Innherji
Fréttamynd

Metár í pöntunum og Marel með augun á stærri yfirtökum

Hagfelldar markaðsaðstæður, sterk staða og fjárhagsstyrkur fyrirtækisins gerir Marel nú „kleift að ráðast í stærri yfirtökur til að knýja fram áframhaldandi vöxt og viðgang,“ segir Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, í tilkynningu með ársuppgjöri félagsins sem var birt eftir lokun markaða í gær.

Innherji
Fréttamynd

Hefnd busanna

Titill greinarinnar vísar til hinnar stórgóðu kvikmyndar Revenge of the Nerds (þýtt sem Hefnd busanna, höldum okkur við þá hugtakanotkun hér), sem kom út á níunda áratug síðustu aldar. Myndin fjallar í mjög stuttu máli um upprisu busa (e. nerds) í bandarískum háskóla og baráttu þeirra við hóp andstyggilegra íþróttatöffara (e. jocks).

Skoðun
Fréttamynd

Sjóðir Stefnis stækka stöðu sína í VÍS, en Akta selur

Tveir hlutabréfasjóðir í rekstri Stefnis hafa að undanförnu aukið við stöðu sína í VÍS og fara nú með samtals nálægt sex prósenta eignarhlut sem gerir sjóðastýringarfyrirtækið að fimmta stærsta hluthafanum. Markaðsvirði þess hlutar er í dag meira en tveir milljarðar króna.

Innherji
Fréttamynd

Uppstokkun á næsta aðalfundi Eikar

Fyrirséð er að stjórn Eikar fasteignafélags taki breytingum á næsta aðalfundi sem verður haldinn í lok mars en tveir stjórnarmenn félagsins hyggjast ekki sækjast eftir endurkjöri.

Innherji
Fréttamynd

Lífeyrissjóðir færast nær kaupum á fimmtungshlut í Mílu

Hópur íslenskra lífeyrissjóða er langt kominn með að ganga frá kaupum á um tuttugu prósenta hlut í Mílu, dótturfélagi Símans, fyrir vel yfir fimmtán milljarða króna, bæði í eigin nafni og eins í gegnum nýjan framtakssjóð í rekstri Summu sem mun sérhæfa sig í fjárfestingum í innviðum.

Innherji
Fréttamynd

Reiknar með að Icelandair bæti fólki tjónið

Formaður Flugfreyjufélags Íslands reiknar með að Icelandair bæti um sjötíu flugfreyjum það tjón sem þær urðu fyrir vegna brota félagsins við uppsagnir og endurráðningar þeirra á síðasta ári. Félagið vilji viðræður við félagið um framhaldið.

Innlent
Fréttamynd

Væntingar um bankasölu magna upp sveiflur í Kauphöllinni

Fjárfestar halda að sér höndum vegna væntinga um sölu ríkissjóðs á stórum hlut í Íslandsbanka en lítil velta í Kauphöllinni hefur þannig magnað upp sveiflur sem rekja má til verðlækkana á erlendum hlutabréfamörkuðum. Viðmælendur Innherja á fjármálamarkaði benda þó á að skráðu íslensku félögin standi á styrkum fótum og samsetning Kauphallarfélaga sé hagfelld í þessum aðstæðum.

Innherji
Fréttamynd

Tekjur Haga yfir væntingum vegna „innfluttrar verðbólgu“

Þrátt fyrir að vörusala Bónus, sem var 15 milljarðar króna á síðasta ársfjórðungi, hafi verið umfram áætlanir Haga þá er framlegðin enn undir langtímamarkmiðum félagsins. Það skýrist af kostnaðarverðshækkunum og hækkandi hrávöruverði auk þess sem flutningskostnaður hefur rokið upp sem má vænta að hafi einnig nartað í framlegð Haga.

Innherji