Sjóðastýringarrisinn Capital minnkar við hlut sinn í ISB fyrir um 800 milljónir Sjóðir í stýringu bandaríska félagsins Captal Group, sem hefur verið einn stærsti eigandi Íslandsbanka allt frá því að hann var skráður á markað í júní í fyrra, hefur á síðustu dögum og vikum verið að minnka við hlut sinn í bankanum. Eignarhlutur sjóðastýringarrisans er nú kominn undir fimm prósent. Innherji 29. ágúst 2022 09:40
Össur kaupir hið bandaríska Naked Prosthetics Heilbrigðistæknifyrirtækið Össur hf. hefur gengið frá kaupum á Naked Prosthetics sem sérhæfir sig í stoðtækjum fyrir einstaklinga sem misst hafa framan af fingri eða hlut af hendi. Viðskipti innlent 29. ágúst 2022 08:03
Fjárfestar selt úr sjóðum fyrir um tólf milljarða eftir stríðsátökin í Úkraínu Fjárfestar héldu áfram að selja sig út úr íslenskum verðbréfasjóðum í júlí þrátt fyrir að hlutabréfamarkaðir hafi rétt verulega úr kútnum í liðnum mánuði. Stöðugt útflæði hefur verið úr hlutabréfasjóðum og blönduðum sjóðum eftir innrás Rússa í Úkraínu í lok febrúar en samanlagt nemur það yfir tólf milljörðum króna frá þeim tíma. Innherji 29. ágúst 2022 07:00
Hluthafar stundum „fullfljótir að taka eigið fé út úr félögum,“ segir forstjóri Brims Forstjóri og langsamlega stærsti eigandi Brims segist ekki vera fylgjandi því að nýta sterka fjárhagsstöðu sjávarútvegsrisans með því að ráðast í sérstakar aðgerðir til að greiða út umfram eigið fé félagsins til hluthafa. Skuldahlutfall Brims hefur sjaldan eða aldrei verið lægra en nú og handbært fé fyrirtækisins var um 20 milljarðar króna um mitt þetta ár. Innherji 28. ágúst 2022 17:31
Segir Reykjavíkurflugvöll gríðarlega mikilvægan varavöll millilandaflugs Yfirflugstjóri Icelandair segir gríðarlega mikilvægt að geta notað Reykjavíkurflugvöll sem varavöll millilandaflugs og kallar eftir betri innviðum á vellinum. Hann spari Icelandair hálfan milljarð króna á ári í eldsneytiskostnað og dragi verulega úr útblæstri koltvísýrings. Innlent 26. ágúst 2022 22:12
Sextán „fyrirmyndarfyrirtækjum“ veitt viðurkenning Sextán fyrirtæki hlutu í dag viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið nafnbótina „Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum“ við hátíðlega athöfn á Nauthóli. Viðskipti innlent 26. ágúst 2022 17:00
Tapparnir fastir við gosflöskurnar Plastflöskur þar sem skrúfutapparnir eru áfastir flöskuhálsinum munu hefja innreið sína á íslenskan markað á næstu mánuðum. Coca Cola á Íslandi stefnir að því að byrja að notast við nýju tappana í febrúar eða mars á næsta ári, en Ölgerðin stefnir á að gera slíkt hið sama á næsta ári. Neytendur 26. ágúst 2022 13:33
Fjárfestingar í hærri vöxtum og verðbólgu Á dögunum héldum við kollegi minn Björn Berg erindi um fjárfestingar á verðbólgutímum á fundi Ungra fjárfesta. Umhverfi til fjárfestinga hefur tekið heilmiklum breytingum að undanförnu vegna alls þess sem gengið hefur á, allt frá miklum vaxtahækkunum til mestu verðbólgu í áraraðir og stríðsátaka. Skoðun 26. ágúst 2022 08:01
Tímaspursmál hvenær erlendir sjóðir koma inn á skuldabréfamarkaðinn Hverfandi hlutdeild erlendra fjárfestingarsjóða á íslenskum skuldabréfamarkaði, sem hefur sjaldan eða aldrei verið minni í sögunni, er „óheppileg“ að mati seðlabankastjóra. Langtímavaxtamunur Íslands við Bandaríkin hefur lítið hækkað þrátt fyrir að ávöxtunarkrafa lengri ríkisbréfa hafi rokið upp síðustu misseri og sé í dag nálægt sex prósentum. Innherji 25. ágúst 2022 14:43
Ríkisendurskoðun vill ramma utan um óháðu kunnáttumennina Ríkisendurskoðun telur mikilvægt að settar verði skýrari reglur eða viðmið er snúa að eftirfylgni Samkeppniseftirlitsins með störfum óháðra kunnáttumanna. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í stjórnsýsluúttekt á eftirlitsstofnuninni. Innherji 25. ágúst 2022 12:22
„Svört verðbólguspá“ SÍ fór öfugt ofan í markaðinn Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur lækkað um rúmlega eitt prósent í dag og ávöxtunarkrafan á styttri óverðtryggð ríkisbréf hefur rokið upp eftir að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands birti ákvörðun sína um að hækka vexti um 75 punkta. Lítilleg hækkun á Marel, sem vegur þungt í vísitölunni, hefur vegið upp á móti töluverðum lækkunum hjá öðrum skráðum félögum. Innherji 24. ágúst 2022 13:18
Vetraráætlunin á pari við þá sem var fyrir faraldur Vetraráætlun Icelandair er nokkurn veginn á pari af því framboði sem var veturinn 2019 til 2020, fyrir heimsfaraldur. Mest er tíðni flugferða félagsins til Kaupmannahafnar, London, New York og Boston. Viðskipti innlent 24. ágúst 2022 10:16
Síminn gerir ekki ráð fyrir að frekari breytingum á söluverði Mílu Orri Hauksson, forstjóri Símans, segist gera ráð fyrir því að salan á Mílu klárist án þess að frekari breytingar verði á kaupsamningnum. Þetta kom fram í máli Orra á uppgjörsfundi Símans í morgun. Innherji 24. ágúst 2022 09:37
Útlánavöxtur í hæstu hæðum, sýnir að hagkerfið „þolir hærra vaxtastig“ Mikið útlánaskrið hjá bönkunum, einkum drifið áfram af nýjum lánum til fyrirtækja síðustu mánuði, er til marks um mikinn þrótt í hagkerfinu og ætti að treysta þá skoðun peningastefnunefndar að vextirnir þurfi að hækka enn meira, að mati hagfræðinga. Innherji 23. ágúst 2022 15:27
Kaldalón boðar frekari vöxt og eigendur Byko bætast í hluthafahópinn Fjárfestingareignir Kaldalóns jukust um 61 prósent á fyrri árshelmingi og hagnaður fasteignafélagsins, sá mesti frá upphafi, nam rúmlega 1.420 milljónum sem samsvarar 33 prósenta arðsemi á ársgrundvelli. Með samkomulagi um kaup á öllu hlutafé Hafnargarðs ehf., sem á fasteign að Köllunarklettsvegi 1 í Reykjavík sem er 12.300 fermetrar að stærð, mun fasteignafélag í eigu Norvik bætast í eigendahóp Kaldalóns og verða annar stærsti hluthafinn. Innherji 23. ágúst 2022 10:53
Munu einnig fljúga til Dulles-flugvallar Flugfélagið Play hyggst fljúga til Dulles-flugvallar í bandarísku höfuðborginni Washington DC frá og með í apríl á næsta ári. Viðskipti innlent 23. ágúst 2022 10:11
Bein útsending: Kynning á uppgjöri annars ársfjórðungs hjá Play Flugfélagið Play mun kynna uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung á opnum kynningarfundi sem hefst klukkan 8:30. Þar mun þau Birgir Jónsson forstjóri og Þóra Eggertsdóttir fjármálastjóri kynna uppgjörið og svara spurningum. Viðskipti innlent 23. ágúst 2022 07:59
Guðmundur í Brim borgar hlutfallslega minna í skatt en fólk með meðaltekjur Guðmundur Kristjánsson í Brim var með 3.622.772 kr. í launatekjur á mánuði í fyrra samkvæmt samantekt Stundarinnar, 72.523.173 kr. að meðaltali á mánuði í fjármagnstekjur og því með 76,1 m.kr. í mánaðartekjur. Eða um 913,7 m.kr. á árstekjur, álíka og 207 verkamenn á lágmarkslaunum. Skoðun 23. ágúst 2022 07:31
Rekstrartekjur fara ört vaxandi en tap nam tveimur milljörðum á öðrum ársfjórðungi Tap flugfélagsins Play nam 14,3 milljónum Bandaríkjadala, eða 2,02 milljörðum króna, á öðrum ársfjórðungi 2022. Viðskipti innlent 22. ágúst 2022 20:41
Ríflega átta þúsund hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Að minnsta kosti 8.200 munu hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer á Menningarnótt á morgun. 88 milljónir hafa safnast í formi áheita og munu renna til hinna ýmsu góðgerðarfélaga. Innlent 19. ágúst 2022 12:00
Sjö bítast um fimm sæti í stjórn Sýnar Tilnefningarnefnd Sýnar vegna yfirvofandi stjórnarkjörs í félaginu metur það svo að þeir sjö frambjóðendur sem vilja komast í stjórn félagsins. séu allir hæfir til stjórnarsetu. Stjórnarformaður Sýnar sækist ekki eftir endurkjöri. Viðskipti innlent 19. ágúst 2022 10:52
Telja að verðbólgan rjúfi tíu prósenta múrinn Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) hækki um 0,5 prósent í ágúst frá júlí. Tólf mánaða verðbólga myndi þá mælast í tíu prósentum en hún hefur ekki rofið þann múr síðan árið 2009. Hagfræðingar Landsbankans eru ósammála þessari spá. Viðskipti innlent 19. ágúst 2022 10:10
Stjórn skipuð af ríkinu ekki líkleg til að „rugga bátnum“ hjá Íslandsbanka „Stöðugleiki og stefnufesta“ hefur einkennt rekstur Íslandsbanka frá því að hann var skráður á markað í júní á síðasta ári. Afkoma bankans á öðrum ársfjórðungi, þar sem hann hagnaðist um 5,9 milljarða og arðsemi eiginfjár nam 11,7 prósentum, var örlítið yfir væntingum en annars kom fátt á óvart í uppgjörinu. Innherji 18. ágúst 2022 18:01
Magnús skákar Árna Oddi Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, var aldrei þessu vant ekki launahæsti forstjóri landsins. Hann var næstlaunahæstur með tæplega 43 milljónir króna á mánuði árið 2021. Viðskipti innlent 18. ágúst 2022 10:18
Spá 0,75 prósenta hækkun stýrivaxta Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að stýrivextir hækki um 0,75 þann 24. ágúst næstkomandi þegar peningastefnunefnd Seðlabankans fundar. Stýrivextir fara þá í 5,5 prósent en vextirnir hafa ekki verið hærri síðan árið 2016. Viðskipti innlent 17. ágúst 2022 11:19
Helga Björg, Ingigerður og Páll Vignir í nýjum hlutverkum hjá Sýn Helga Björg Antonsdóttir, Páll Vignir Jónsson og Ingigerður Guðmundsdóttir hafa ýmist verið ráðin til starfa hjá Sýn eða taka við nýjum störfum hjá fyrirtækinu. Helga Björg hefur verið ráðin markaðsstjóri Vodafone, Ingigerður sem nýr öryggis- og gæðastjóri og Páll Vignir nýr forstöðumaður fjölmiðlalausna. Viðskipti innlent 16. ágúst 2022 14:09
Vekjum íslenska markaðinn! Lífeyrissjóðir hér á landi spila stórt hlutverk, sérstaklega á íslenskum hlutabréfamarkaði. Þrátt fyrir að lífeyrissjóðirnir hafi að mestu leyti haldið markaðnum á floti árin eftir hrun og spilað stórt hlutverk í endurreisn íslensks fjármálakerfis og hlutabréfamarkaðar, er mikilvægt að almenningur taki aukinn þátt. Það mun bæði gera markaðinn skilvirkari og auka dýpt hans. Skoðun 16. ágúst 2022 13:30
Stjórn Coripharma setti skráningaráform á ís Íslenska samheitalyfjafyrirtækið Coripharma, sem hóf sölu á sínu fyrsta lyfi í Evrópu sumarið 2021, er ekki í virkum undirbúningi fyrir skráningu á hlutabréfamarkað eins og staðan er í dag, að því er kemur fram í svari fyrirtækisins við fyrirspurn Innherja. Innherji 16. ágúst 2022 08:54
Skýrslunni skilað um næstu mánaðamót Búist er við að Ríkisendurskoðun skili skýrslu sinni um sölu á rúmlega 22 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka um næstu mánaðamót. Viðskipti innlent 15. ágúst 2022 10:16
Skiptir mestu að „fá botn í söluna á Mílu,“ segir stjórnarformaður Símans Það sem skiptir mestu í rekstri Símans þessi misserin er að „fá botn í söluna á Mílu,“ segir stjórnarformaður og stærsti hluthafi fjarskiptafélagsins. Gangi viðskiptin eftir má vænta þess að boðað verði til hluthafafundar í haust þar sem sagt verði frá því hvernig til standi að ráðstafa söluandvirðinu á Mílu sem hefur nú þegar lækkað um fimm milljarða frá því sem fyrst var samið um við franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian. Innherji 15. ágúst 2022 09:57