Segir greinargerð ráðherra vegna sölunnar hafa verið óskýra Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. nóvember 2022 17:26 Vísir/Vilhelm Ríkisendurskoðandi segir að það náist ekki heildarmynd af sölunni á Íslandsbanka fyrr en Fjármálaeftirlitið hefur lokið rannsókn sinni. Skýrsla stofnunarinnar sýni margskonar annmarka á söluferlinu og markmið ráðherra hafi ekki verið nægjanlega skýr í greinagerð með lögum. Ríkisendurskoðun bendir á margvíslega annmarka á söluferlinu Íslandsbanka í sinni skýrslu. Nokkrum sinnum er vísað til þess að Bankasýslan hafi farið á svig við lög eða eins og kemur fram orðrétt í skýrslunni: Það er niðurstaða Ríkisendurskoðunar að Bankasýslan hafi í aðdraganda söluferlisins ekki sinnt með fullnægjandi hætti hlutverki sínu skv. 3. mgr. 1. gr. laga nr. 88/2009 um stofnunina að tryggja gagnsæi í allri ákvarðanatöku varðandi þátttöku ríkisins í fjármálastarfsemi og tryggja virka upplýsingamiðlun til almennings. Þá er einnig vísað til laga um sölumeðferð ríkisins í fjármálafyrirtækjum í skýrslunni þá ákvæðis þar sem kemur fram að þegar ákvörðun sé tekin um undirbúning og framkvæmd sölumeðferðar eignarhluta skuli áhersla lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignarhluti. Þess skal gætt að skilyrði þau sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis. Um þetta atriði segir í skýrslu Ríkiendurskoðunar orðrétt: Stofnunin tók þá ákvörðun, að ráði ráðgjafa sinna, að leggja til við ráðherra að eignarhluturinn skyldi seldur á lægra verði að því er virðist til að ná fram öðrum markmiðum en forgangsmarkmiði sínu og meginreglu laga nr. 155/2012 um hagkvæmni eða hæsta verð. Þýði ekki lögbrot Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir skýrsluhöfunda ekki verið að benda þarna á að farið hafi verið á svig við lög. Það sé ekki hlutverk stofnunarinnar að skera úr um ágreining um lagatúlkun. Hann segir hins vegar að skýrslan sýni fram á nægjanlega mikla annmarka á ferlinu. Til að mynda hafi greinargerð ráðherra um söluna ekki verið nógu skýr. „Við erum að benda á það að það eru mörg markmið sem koma fram í greinargerð ráðherra og minnisblaði Bankasýslunnar sem fylgdi henni. Markmiðin hefðu mátt vera skýrari. Þetta eru ólík markmið, þau vinna ekki alltaf í sömu áttina, það þarf að sætta þau og að okkar mati hefði þurft að liggja betur fyrir hvaða vægi þú ætlar að gefa hverju markmiði fyrir sig,“ segir Guðmundur. Hann segir að Bankasýslan hafi ekki unnið málið nægilega vel. „Þessu tilboðsfyrirkomulagi hafði aldrei verið beitt áður. Það þarf að draga lærdóm af þessu. Ef þessu verður beitt aftur þarf að reisa þessu betri skorður en beitt var núna. Ég held að hvorki þing né þjóð hafi haft forsendur til að fjalla um þetta með þeim gagnrýna hætti sem hefði þurft,“ segir Guðmundur. Guðmundur bendir einnig á að það sé verið að rannsaka fleiri þætti. „Það eru ýmsir þættir sem snúa að þessu söluferli sem eru í höndum Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Það verður ekki fyrr en þeirri athugun er lokið sem það kemur heildarmynd af ferlinu,“ segir Guðmundur að lokum. Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Íslenskir bankar Tengdar fréttir Bjarni leggur áherslu á að lög hafi ekki verið brotin Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hóf umræðu um skýrslu Ríkisendurskoðanda á Alþingi nú fyrir skömmu. 15. nóvember 2022 15:26 „Framkvæmdin var ekki nógu góð“ Viðskiptaráðherra segist ljóst að framkvæmd Íslandsbankaútboðsins hafi ekki verið nógu góð og að vönduð skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfesti það. Það séu vonbrigði að helstu sérfræðingar hafi ekki staðið betur að útboðinu sem eigi ekki að vera mjög flókið. 15. nóvember 2022 15:11 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Ríkisendurskoðun bendir á margvíslega annmarka á söluferlinu Íslandsbanka í sinni skýrslu. Nokkrum sinnum er vísað til þess að Bankasýslan hafi farið á svig við lög eða eins og kemur fram orðrétt í skýrslunni: Það er niðurstaða Ríkisendurskoðunar að Bankasýslan hafi í aðdraganda söluferlisins ekki sinnt með fullnægjandi hætti hlutverki sínu skv. 3. mgr. 1. gr. laga nr. 88/2009 um stofnunina að tryggja gagnsæi í allri ákvarðanatöku varðandi þátttöku ríkisins í fjármálastarfsemi og tryggja virka upplýsingamiðlun til almennings. Þá er einnig vísað til laga um sölumeðferð ríkisins í fjármálafyrirtækjum í skýrslunni þá ákvæðis þar sem kemur fram að þegar ákvörðun sé tekin um undirbúning og framkvæmd sölumeðferðar eignarhluta skuli áhersla lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignarhluti. Þess skal gætt að skilyrði þau sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis. Um þetta atriði segir í skýrslu Ríkiendurskoðunar orðrétt: Stofnunin tók þá ákvörðun, að ráði ráðgjafa sinna, að leggja til við ráðherra að eignarhluturinn skyldi seldur á lægra verði að því er virðist til að ná fram öðrum markmiðum en forgangsmarkmiði sínu og meginreglu laga nr. 155/2012 um hagkvæmni eða hæsta verð. Þýði ekki lögbrot Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir skýrsluhöfunda ekki verið að benda þarna á að farið hafi verið á svig við lög. Það sé ekki hlutverk stofnunarinnar að skera úr um ágreining um lagatúlkun. Hann segir hins vegar að skýrslan sýni fram á nægjanlega mikla annmarka á ferlinu. Til að mynda hafi greinargerð ráðherra um söluna ekki verið nógu skýr. „Við erum að benda á það að það eru mörg markmið sem koma fram í greinargerð ráðherra og minnisblaði Bankasýslunnar sem fylgdi henni. Markmiðin hefðu mátt vera skýrari. Þetta eru ólík markmið, þau vinna ekki alltaf í sömu áttina, það þarf að sætta þau og að okkar mati hefði þurft að liggja betur fyrir hvaða vægi þú ætlar að gefa hverju markmiði fyrir sig,“ segir Guðmundur. Hann segir að Bankasýslan hafi ekki unnið málið nægilega vel. „Þessu tilboðsfyrirkomulagi hafði aldrei verið beitt áður. Það þarf að draga lærdóm af þessu. Ef þessu verður beitt aftur þarf að reisa þessu betri skorður en beitt var núna. Ég held að hvorki þing né þjóð hafi haft forsendur til að fjalla um þetta með þeim gagnrýna hætti sem hefði þurft,“ segir Guðmundur. Guðmundur bendir einnig á að það sé verið að rannsaka fleiri þætti. „Það eru ýmsir þættir sem snúa að þessu söluferli sem eru í höndum Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Það verður ekki fyrr en þeirri athugun er lokið sem það kemur heildarmynd af ferlinu,“ segir Guðmundur að lokum.
Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Íslenskir bankar Tengdar fréttir Bjarni leggur áherslu á að lög hafi ekki verið brotin Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hóf umræðu um skýrslu Ríkisendurskoðanda á Alþingi nú fyrir skömmu. 15. nóvember 2022 15:26 „Framkvæmdin var ekki nógu góð“ Viðskiptaráðherra segist ljóst að framkvæmd Íslandsbankaútboðsins hafi ekki verið nógu góð og að vönduð skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfesti það. Það séu vonbrigði að helstu sérfræðingar hafi ekki staðið betur að útboðinu sem eigi ekki að vera mjög flókið. 15. nóvember 2022 15:11 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Bjarni leggur áherslu á að lög hafi ekki verið brotin Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hóf umræðu um skýrslu Ríkisendurskoðanda á Alþingi nú fyrir skömmu. 15. nóvember 2022 15:26
„Framkvæmdin var ekki nógu góð“ Viðskiptaráðherra segist ljóst að framkvæmd Íslandsbankaútboðsins hafi ekki verið nógu góð og að vönduð skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfesti það. Það séu vonbrigði að helstu sérfræðingar hafi ekki staðið betur að útboðinu sem eigi ekki að vera mjög flókið. 15. nóvember 2022 15:11
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent