Segir úlfalda gerðan úr mýflugu í skýrslu Ríkisendurskoðunar Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 16. nóvember 2022 15:30 Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins segir sýsluna ekki vera sammála þeim sjónarmiðum sem komi fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Verið sé að gera úlfalda úr mýflugu hvað suma annmarka varðar. Söluna hefði einnig mátt kynna betur fyrir almenningi. Fréttamaður okkar Berghildur Erla Bernharðsdóttir hitti Lárus Blöndal eftir að hann mætti á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun en Lárus og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar voru gestir á þeim fundi. Viðtalið við Lárus má sjá í spilaranum hér að ofan. Viðskiptaráðherra sagði í gær að það væri greinilegt að Bankasýslunni hefði mistekist í þessu söluferli, ábyrgðin á því væri í höndum bankasýslunnar. Það eru miklir annmarkar koma fram í þessari skýrslu. Hvernig svarið þið þessu? „Við erum reyndar ekki sammála þessu og við erum heldur ekki sammála þeim sjónarmiðum sem koma fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Við höfum gert grein fyrir því hér inni á fundinum og við erum búin að leggja fram athugasemdir okkar við skýrslu Ríkisendurskoðunar. Þær eru nú inni á heimasíðu okkar aðgengilegar þannig að við höfum rakið það í mjög ítarlegu máli,“ segir Lárus. „Menn séu að gera kannski úlfalda úr mýflugu“ Hvað er það helst sem þið eruð ekki sammála, vegna þess að það eru margir annmarkar sem eru tilteknir í þessari skýrslu? „Það eru margir annmarkar og við teljum suma þeirra eiga kannski við en vera tiltölulega léttvæga og menn séu að gera kannski úlfalda úr mýflugu. Svo eru líka önnur atriði sem við höfum meiri áhyggjur af. Ég held að alvarlegasta atriðið sem hefur komið upp í framhaldi birtingar á þessari skýrslu séu þessar vangaveltur um verðið. Menn eru að tala um jafnvel að það hefði verið hægt að fá milljörðum meira fyrir þennan hlut og þar erum við algjörlega ósammála. Reyndar er rétt að taka það fram að þetta kemur ekki skýrt fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar heldur er í raun og veru verið að „fabúlera“ eða reikna eitthvað um það að þetta gæti hafa verið svona og hinsegin miðað við einhverjar forsendur sem þeir gefa sér. Í raun og veru er út frá þeirri aðferðafræði sem er notuð í þessum málum alveg ljóst að það hefði aldrei verið hægt að selja hlutinn á 120,5 eins og látið er liggja að,“ segir Lárus En það kemur fram í skýrslunni að til dæmis bara Excel skjal hafi verið notað til þess að reikna út þetta verð verið gallað, bæði þá hvernig eru slegnar inn kommur og punktar líka að það hafi verið og vanmat á eftirspurninni þegar að Ríkisendurskoðun er að skoða þetta skjal sem að var lagt til grundvallar varðandi ákvörðun um verðið. Hvernig getið þið þá útskýrt það? „Þetta er bara beinlínis rangt, það er að segja það er Íslandsbanki sem að aflar þessara upplýsinga, þeir vinna úr því og láta okkur frá. Það sem hann er að vísa til er það að hafa sent skjal til Ríkisendurskoðunar einhvern tímann í vor þar sem var beðið um upplýsingar um hvernig bókin hefði staðið þarna um kvöldið. Það er tímasett ef ég man rétt 19:37 eða eitthvað svoleiðis. Stjórnin tekur síðan ákvörðun um leiðbeinandi verð um níu leytið. Ríkisendurskoðun hefur greinilega verið að skoða þetta skjal í mjög langan tíma og komist að því að í því séu einhverjar villur. Hins vegar ef Ríkisendurskoðun hefði talað við Íslandsbanka eins og var síðan gert núna í október, þá hefði verið hægt að leysa úr þessu á mjög stuttum tíma eins og var gert. Þeir eru búnir að fá allar upplýsingar núna og ég veit ekki betur heldur en að ríkisendurskoðandi sé búinn að staðfesta það að við höfum byggt á réttum gögnum þessa ákvörðun. Það er hafið yfir allan vafa og þið getið fengið staðfestingu frá Íslandsbanka á því,“ svarar Lárus. Verið að gera mál úr ýmsu sem á ekki rétt á sér Það eru gerðar margvíslegar athugasemdir við þetta upplýsingagjöf, gagnsæi og líka þettameð hæsta eða hagkvæmasta verð , eruð þið þá að segja bara að þessar athugasemdir og þessi skýrsla Ríkisendurskoðunar sé bara byggð á einhverjum allsherjarmisskilningi eða hvernig má skilja það? „Við erum ekki sammála mjög mörgu af því sem þarna kemur fram, það er bara þannig og við erum með nokkuð ítarlegar athugasemdir við þessa skýrslu og það kemur í sjálfu sér ekkert á óvart. Það eru mörg atriði sem að eru nefnd þarna sem í sjálfu sér væri ágætt að fá ábendingar um og er alveg þess virði að benda á og segja að menn geti lært af þessu inn í framtíðina. En það er verið að gera mál úr ýmsu þarna sem á í raun og veru ekki neinn rétt á sér og er bara svona meira svona til þess að fylla upp í síðurnar frekar heldur en að það sé verið að tækla málið með málefnalegum hætti,“ segir Lárus. Það kemur fram að verðið hafi til að mynda verið miðað við eftirspurn erlendra fyrirtækja, að það hafi verið sem sagt við mat bankasýslunnar en hins vegar þegar tilboðsfyrirkomulagið hafi verið valið upphaflega þá hafi það ekkert verið sérstaklega nefnt, hvernig útskýrið þið svona einstakar athugasemdir? „Það liggur alveg fyrir að það er búið að gera þær kröfur til okkar að við bæði tryggjum dreift eignarhald og fjölbreytt eignarhald sem er hluti af þessu. Það hefur verið alla tíð og var líka í frumútboðinu, mjög mikilvægt að ná inn erlendum öflugum aðilum. Ég held við getum bara sagt að ein ástæða þess að bankinn hækkaði mikið eftir frumskráninguna var einmitt það að við náðum öflugustu sjóðafyrirtækjum í heiminum til að kaupa stóran hlut í Íslandsbanka. Þannig það lyfti í raun og veru gengi bréfanna í Íslandsbanka og reyndar öllum markaðinum að svona aðilar væru komnir í viðskipti á íslandi. Við erum með lífeyrissjóðina „dómínerandi“ í nánast öllum fjárfestingum og það hefur verið mjög mikilvægt að fá öfluga, stóra aðila inn í íslenskan hlutabréfamarkað til þess að vega á móti þeim miklu áhrifum sem lífeyrissjóðirnir hafa,“ segir Lárus. Verið að tryggja að þetta hafi jákvæð áhrif fyrir markaðinn Eftir útboðið er ljóst að það voru margir af þessum erlendu aðilum sem tóku þátt og þeir voru nota bene, eins og kemur fram í skýrslunni, ekki skertir á sama hátt eins og margir innlendir aðilar, að þeir seldu? „Það er ekki rétt, það eru einhverjir af þeim sem komu en þessir aðilar sem hafa verið með okkur frá frumútboðinu þeir eru inni enn þá.“ Hvaða aðilar eru það? „Það eru eins og Capital Group sem er náttúrulega stærsti aðilinn, var einn stærsti aðili bankans. Hann er reyndar kominn rétt undir fimm prósentin núna en var yfir fimm prósentunum eftir útboðið þannig að það eru svona aðilar sem menn horfa til. Þetta skiptir máli vegna þess að með þessu ertu að fá ákveðna viðurkenningu á fyrirtækinu og líka á íslenska markaðnum og það er bara mjög mikilvægt að þessir aðilar fáist til að eiga viðskipti hérna á Íslandi. Skiptir verulegu máli og við eigum nefnilega ekki bara að horfa á hagsmuni ríkisins í þröngum skilningi heldur líka að tryggja að þetta hafi jákvæð áhrif fyrir markaðinn og það er nákvæmlega það sem er verið að gera með þessu,“ segir Lárus. Þá spyr ég, gerði Bankasýslan engin mistök við söluna núna í þessu tilboðsfyrirkomulagi? „Það má alveg halda því fram og við höfum sagt sko að bara svona einfaldur hlutur eins og kynning gagnvart almenningi. Við áttuðum okkur á því bara þegar útboðið var búið að almenningur áttaði sig ekki á því hvað hafði gerst. Það var ekki verið að selja þeim hluti þannig útboðið beindist ekki að þeim en við gerum okkur ljóst núna að það hefði verið mjög mikilvægt fyrir okkur að geta kynnt það. Í raun og veru bara þess vegna með auglýsingum, hvað væri í vændum þannig menn skildu það að á tiltölulega fáum klukkutímum myndi vera seldur hlutur fyrir tugi milljarða í fyrirtæki sem ríkið er að losa sig út úr. Og svo er náttúrulega ýmislegt annað sem kemur fram og kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar,“ segir Lárus. „Við getum alltaf gert betur“ Hver eru þau atriði sem þið mynduð segja að hefðu mátt fara betur af ykkar hálfu? „Ég man nú kannski ekki alveg til þess að rekja það hér en það eru allmörg atriði sem við getum alveg tekið undir. Það má vera að við hefðum getað stillt hlutum einhvern veginn öðruvísi upp þannig það hefði verið meira áberandi. Við höfum farið í gegnum það eins og til dæmis kynningar fyrir Alþingi, það virðist vera allt inni í þeim kynningum. [...] Þannig við getum alltaf gert betur og það er bara mjög gott að fá ábendingar um það. Megin niðurstaða skýrslunnar er sú að niðurstaða útboðsins sé hagfelld fyrir íslenska ríkið,“ segir Lárus. En það kemur jafnframt fram, af því að þú vísar þarna til örlítils kafla um einhverskonar meginniðurstöðu, að þar sem hafi ekki fengið hæsta verð mögulega þá kunni það hafa skaðað hagsmuni ríkissjóðs, það er líka ein af megin niðurstöðum skýrslunnar. Eruð þið ekki bara að taka það út úr skýrslunni sem hentar ykkur? „Nei, Þetta kemur hvergi fram.“ Jú, það kemur fram að það kunni að hafa skaðað hagsmuni ríkissjóðs að ekki hafi fengist hæsta verð. „Það kunni að hafa já, og það er vegna þess að þeir eru að skoða þessi mál og eru komnir með sína útgáfu af því hvernig eigi að reikna út í þessu ferli öllu. Þetta er nú kannski flókið svolítið en það er bara þannig að við erum með banka sem ráðgjafa, við erum með Citi Bank sem er einn stærsti banki heimsins, JP Morgan sem er það líka, við erum með SDJ sem eru ráðgjafar. Þessir aðilar eru okkar ráðgjafar, þeir segja við okkur, tilboðið gengur ekki upp nema við fáum að minnsta kosti tvöfalt eða þrefalda eftirspurn eftir bréfunum. Í þessu dæmi sem ríkisendurskoðandi er að stilla upp að þá eru það 130 prósent, það er 1,3. Það myndi enginn af þessum aðilum sem koma að þessu detta til hugar að láta frá sér einhverjar vangaveltur um það að þetta gæti gengið sem sala, þetta er bara á móti öllum sérfræðiálitum sem við höfum séð. Þú getur spurt hvern sem er, það færi enginn út í útboð með þeirri fyrirætlun að menn myndu selja þegar framboðið væri rétt yfir hundrað prósent,“ segir Lárus. Rannsókn FME beinist ekki að Bankasýslunni Nú er fjármálaeftirlitið með rannsókn, hafið þið eitthvað verið að velta fyrir ykkur varðandi niðurstöður og hver ykkar viðbrögð verða þegar það kemur? „Sko það er rétt að taka það fram að rannsókn FME eða Fjármálaeftirlits Seðlabankans beinist ekki að okkur og við komum þar hvergi við sögu.“ Nei en þið völduð söluráðgjafana og völduð til dæmis Íslandsbanka „Já en það breytir því ekki að þessi skoðun beinist ekki að Bankasýslu ríkisins og það er ekkert í skoðun af hálfu Seðlabankans sem okkur varðar. En þeir hins vegar bera ábyrgð á því að fylgjast með starfi þessara aðila, við berum ekki ábyrgð á því hvort að aðilar sem vinna á þessu sviði fari að lögum eða ekki. Það er Fjármálaeftirlitsins að fylgjast með því og tryggja að það sé ekki gert,“ segir Lárus að lokum. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Seðlabankinn Íslandsbanki Tengdar fréttir Ef einhvern skorti þekkingu og mannskap þá sé það hjá Ríkisendurskoðun Forstjóri Bankasýslu ríkisins hafnar því að stofnunin hafi ekki haft mannskapinn eða þekkinguna í að jafn flókið ferli og sala ríkisins á eignarhlut í Íslandsbanka var. Hann vandar Ríkisendurskoðun ekki kveðjurnar og segist ekki hafa gert nein mistök við framkvæmd útboðsins. 16. nóvember 2022 14:15 „Framkvæmdin var ekki nógu góð“ Viðskiptaráðherra segist ljóst að framkvæmd Íslandsbankaútboðsins hafi ekki verið nógu góð og að vönduð skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfesti það. Það séu vonbrigði að helstu sérfræðingar hafi ekki staðið betur að útboðinu sem eigi ekki að vera mjög flókið. 15. nóvember 2022 15:11 Segir greinargerð ráðherra vegna sölunnar hafa verið óskýra Ríkisendurskoðandi segir að það náist ekki heildarmynd af sölunni á Íslandsbanka fyrr en Fjármálaeftirlitið hefur lokið rannsókn sinni. Skýrsla stofnunarinnar sýni margskonar annmarka á söluferlinu og markmið ráðherra hafi ekki verið nægjanlega skýr í greinagerð með lögum. 15. nóvember 2022 17:26 Bjarni leggur áherslu á að lög hafi ekki verið brotin Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hóf umræðu um skýrslu Ríkisendurskoðanda á Alþingi nú fyrir skömmu. 15. nóvember 2022 15:26 „Eitt stórt klúður frá upphafi til enda“ „Tilfinning þjóðarinnar reyndist rétt, það er staðfest í þessari skýrslu,“ segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar um skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Kristrún flutti ræðu í sérstakri umræðu á Alþingi fyrr í kvöld þar sem Bjarni Benediktsson, fjármála og efnahagsráðherra var til andsvara. 15. nóvember 2022 22:14 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Fréttamaður okkar Berghildur Erla Bernharðsdóttir hitti Lárus Blöndal eftir að hann mætti á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun en Lárus og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar voru gestir á þeim fundi. Viðtalið við Lárus má sjá í spilaranum hér að ofan. Viðskiptaráðherra sagði í gær að það væri greinilegt að Bankasýslunni hefði mistekist í þessu söluferli, ábyrgðin á því væri í höndum bankasýslunnar. Það eru miklir annmarkar koma fram í þessari skýrslu. Hvernig svarið þið þessu? „Við erum reyndar ekki sammála þessu og við erum heldur ekki sammála þeim sjónarmiðum sem koma fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Við höfum gert grein fyrir því hér inni á fundinum og við erum búin að leggja fram athugasemdir okkar við skýrslu Ríkisendurskoðunar. Þær eru nú inni á heimasíðu okkar aðgengilegar þannig að við höfum rakið það í mjög ítarlegu máli,“ segir Lárus. „Menn séu að gera kannski úlfalda úr mýflugu“ Hvað er það helst sem þið eruð ekki sammála, vegna þess að það eru margir annmarkar sem eru tilteknir í þessari skýrslu? „Það eru margir annmarkar og við teljum suma þeirra eiga kannski við en vera tiltölulega léttvæga og menn séu að gera kannski úlfalda úr mýflugu. Svo eru líka önnur atriði sem við höfum meiri áhyggjur af. Ég held að alvarlegasta atriðið sem hefur komið upp í framhaldi birtingar á þessari skýrslu séu þessar vangaveltur um verðið. Menn eru að tala um jafnvel að það hefði verið hægt að fá milljörðum meira fyrir þennan hlut og þar erum við algjörlega ósammála. Reyndar er rétt að taka það fram að þetta kemur ekki skýrt fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar heldur er í raun og veru verið að „fabúlera“ eða reikna eitthvað um það að þetta gæti hafa verið svona og hinsegin miðað við einhverjar forsendur sem þeir gefa sér. Í raun og veru er út frá þeirri aðferðafræði sem er notuð í þessum málum alveg ljóst að það hefði aldrei verið hægt að selja hlutinn á 120,5 eins og látið er liggja að,“ segir Lárus En það kemur fram í skýrslunni að til dæmis bara Excel skjal hafi verið notað til þess að reikna út þetta verð verið gallað, bæði þá hvernig eru slegnar inn kommur og punktar líka að það hafi verið og vanmat á eftirspurninni þegar að Ríkisendurskoðun er að skoða þetta skjal sem að var lagt til grundvallar varðandi ákvörðun um verðið. Hvernig getið þið þá útskýrt það? „Þetta er bara beinlínis rangt, það er að segja það er Íslandsbanki sem að aflar þessara upplýsinga, þeir vinna úr því og láta okkur frá. Það sem hann er að vísa til er það að hafa sent skjal til Ríkisendurskoðunar einhvern tímann í vor þar sem var beðið um upplýsingar um hvernig bókin hefði staðið þarna um kvöldið. Það er tímasett ef ég man rétt 19:37 eða eitthvað svoleiðis. Stjórnin tekur síðan ákvörðun um leiðbeinandi verð um níu leytið. Ríkisendurskoðun hefur greinilega verið að skoða þetta skjal í mjög langan tíma og komist að því að í því séu einhverjar villur. Hins vegar ef Ríkisendurskoðun hefði talað við Íslandsbanka eins og var síðan gert núna í október, þá hefði verið hægt að leysa úr þessu á mjög stuttum tíma eins og var gert. Þeir eru búnir að fá allar upplýsingar núna og ég veit ekki betur heldur en að ríkisendurskoðandi sé búinn að staðfesta það að við höfum byggt á réttum gögnum þessa ákvörðun. Það er hafið yfir allan vafa og þið getið fengið staðfestingu frá Íslandsbanka á því,“ svarar Lárus. Verið að gera mál úr ýmsu sem á ekki rétt á sér Það eru gerðar margvíslegar athugasemdir við þetta upplýsingagjöf, gagnsæi og líka þettameð hæsta eða hagkvæmasta verð , eruð þið þá að segja bara að þessar athugasemdir og þessi skýrsla Ríkisendurskoðunar sé bara byggð á einhverjum allsherjarmisskilningi eða hvernig má skilja það? „Við erum ekki sammála mjög mörgu af því sem þarna kemur fram, það er bara þannig og við erum með nokkuð ítarlegar athugasemdir við þessa skýrslu og það kemur í sjálfu sér ekkert á óvart. Það eru mörg atriði sem að eru nefnd þarna sem í sjálfu sér væri ágætt að fá ábendingar um og er alveg þess virði að benda á og segja að menn geti lært af þessu inn í framtíðina. En það er verið að gera mál úr ýmsu þarna sem á í raun og veru ekki neinn rétt á sér og er bara svona meira svona til þess að fylla upp í síðurnar frekar heldur en að það sé verið að tækla málið með málefnalegum hætti,“ segir Lárus. Það kemur fram að verðið hafi til að mynda verið miðað við eftirspurn erlendra fyrirtækja, að það hafi verið sem sagt við mat bankasýslunnar en hins vegar þegar tilboðsfyrirkomulagið hafi verið valið upphaflega þá hafi það ekkert verið sérstaklega nefnt, hvernig útskýrið þið svona einstakar athugasemdir? „Það liggur alveg fyrir að það er búið að gera þær kröfur til okkar að við bæði tryggjum dreift eignarhald og fjölbreytt eignarhald sem er hluti af þessu. Það hefur verið alla tíð og var líka í frumútboðinu, mjög mikilvægt að ná inn erlendum öflugum aðilum. Ég held við getum bara sagt að ein ástæða þess að bankinn hækkaði mikið eftir frumskráninguna var einmitt það að við náðum öflugustu sjóðafyrirtækjum í heiminum til að kaupa stóran hlut í Íslandsbanka. Þannig það lyfti í raun og veru gengi bréfanna í Íslandsbanka og reyndar öllum markaðinum að svona aðilar væru komnir í viðskipti á íslandi. Við erum með lífeyrissjóðina „dómínerandi“ í nánast öllum fjárfestingum og það hefur verið mjög mikilvægt að fá öfluga, stóra aðila inn í íslenskan hlutabréfamarkað til þess að vega á móti þeim miklu áhrifum sem lífeyrissjóðirnir hafa,“ segir Lárus. Verið að tryggja að þetta hafi jákvæð áhrif fyrir markaðinn Eftir útboðið er ljóst að það voru margir af þessum erlendu aðilum sem tóku þátt og þeir voru nota bene, eins og kemur fram í skýrslunni, ekki skertir á sama hátt eins og margir innlendir aðilar, að þeir seldu? „Það er ekki rétt, það eru einhverjir af þeim sem komu en þessir aðilar sem hafa verið með okkur frá frumútboðinu þeir eru inni enn þá.“ Hvaða aðilar eru það? „Það eru eins og Capital Group sem er náttúrulega stærsti aðilinn, var einn stærsti aðili bankans. Hann er reyndar kominn rétt undir fimm prósentin núna en var yfir fimm prósentunum eftir útboðið þannig að það eru svona aðilar sem menn horfa til. Þetta skiptir máli vegna þess að með þessu ertu að fá ákveðna viðurkenningu á fyrirtækinu og líka á íslenska markaðnum og það er bara mjög mikilvægt að þessir aðilar fáist til að eiga viðskipti hérna á Íslandi. Skiptir verulegu máli og við eigum nefnilega ekki bara að horfa á hagsmuni ríkisins í þröngum skilningi heldur líka að tryggja að þetta hafi jákvæð áhrif fyrir markaðinn og það er nákvæmlega það sem er verið að gera með þessu,“ segir Lárus. Þá spyr ég, gerði Bankasýslan engin mistök við söluna núna í þessu tilboðsfyrirkomulagi? „Það má alveg halda því fram og við höfum sagt sko að bara svona einfaldur hlutur eins og kynning gagnvart almenningi. Við áttuðum okkur á því bara þegar útboðið var búið að almenningur áttaði sig ekki á því hvað hafði gerst. Það var ekki verið að selja þeim hluti þannig útboðið beindist ekki að þeim en við gerum okkur ljóst núna að það hefði verið mjög mikilvægt fyrir okkur að geta kynnt það. Í raun og veru bara þess vegna með auglýsingum, hvað væri í vændum þannig menn skildu það að á tiltölulega fáum klukkutímum myndi vera seldur hlutur fyrir tugi milljarða í fyrirtæki sem ríkið er að losa sig út úr. Og svo er náttúrulega ýmislegt annað sem kemur fram og kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar,“ segir Lárus. „Við getum alltaf gert betur“ Hver eru þau atriði sem þið mynduð segja að hefðu mátt fara betur af ykkar hálfu? „Ég man nú kannski ekki alveg til þess að rekja það hér en það eru allmörg atriði sem við getum alveg tekið undir. Það má vera að við hefðum getað stillt hlutum einhvern veginn öðruvísi upp þannig það hefði verið meira áberandi. Við höfum farið í gegnum það eins og til dæmis kynningar fyrir Alþingi, það virðist vera allt inni í þeim kynningum. [...] Þannig við getum alltaf gert betur og það er bara mjög gott að fá ábendingar um það. Megin niðurstaða skýrslunnar er sú að niðurstaða útboðsins sé hagfelld fyrir íslenska ríkið,“ segir Lárus. En það kemur jafnframt fram, af því að þú vísar þarna til örlítils kafla um einhverskonar meginniðurstöðu, að þar sem hafi ekki fengið hæsta verð mögulega þá kunni það hafa skaðað hagsmuni ríkissjóðs, það er líka ein af megin niðurstöðum skýrslunnar. Eruð þið ekki bara að taka það út úr skýrslunni sem hentar ykkur? „Nei, Þetta kemur hvergi fram.“ Jú, það kemur fram að það kunni að hafa skaðað hagsmuni ríkissjóðs að ekki hafi fengist hæsta verð. „Það kunni að hafa já, og það er vegna þess að þeir eru að skoða þessi mál og eru komnir með sína útgáfu af því hvernig eigi að reikna út í þessu ferli öllu. Þetta er nú kannski flókið svolítið en það er bara þannig að við erum með banka sem ráðgjafa, við erum með Citi Bank sem er einn stærsti banki heimsins, JP Morgan sem er það líka, við erum með SDJ sem eru ráðgjafar. Þessir aðilar eru okkar ráðgjafar, þeir segja við okkur, tilboðið gengur ekki upp nema við fáum að minnsta kosti tvöfalt eða þrefalda eftirspurn eftir bréfunum. Í þessu dæmi sem ríkisendurskoðandi er að stilla upp að þá eru það 130 prósent, það er 1,3. Það myndi enginn af þessum aðilum sem koma að þessu detta til hugar að láta frá sér einhverjar vangaveltur um það að þetta gæti gengið sem sala, þetta er bara á móti öllum sérfræðiálitum sem við höfum séð. Þú getur spurt hvern sem er, það færi enginn út í útboð með þeirri fyrirætlun að menn myndu selja þegar framboðið væri rétt yfir hundrað prósent,“ segir Lárus. Rannsókn FME beinist ekki að Bankasýslunni Nú er fjármálaeftirlitið með rannsókn, hafið þið eitthvað verið að velta fyrir ykkur varðandi niðurstöður og hver ykkar viðbrögð verða þegar það kemur? „Sko það er rétt að taka það fram að rannsókn FME eða Fjármálaeftirlits Seðlabankans beinist ekki að okkur og við komum þar hvergi við sögu.“ Nei en þið völduð söluráðgjafana og völduð til dæmis Íslandsbanka „Já en það breytir því ekki að þessi skoðun beinist ekki að Bankasýslu ríkisins og það er ekkert í skoðun af hálfu Seðlabankans sem okkur varðar. En þeir hins vegar bera ábyrgð á því að fylgjast með starfi þessara aðila, við berum ekki ábyrgð á því hvort að aðilar sem vinna á þessu sviði fari að lögum eða ekki. Það er Fjármálaeftirlitsins að fylgjast með því og tryggja að það sé ekki gert,“ segir Lárus að lokum.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Seðlabankinn Íslandsbanki Tengdar fréttir Ef einhvern skorti þekkingu og mannskap þá sé það hjá Ríkisendurskoðun Forstjóri Bankasýslu ríkisins hafnar því að stofnunin hafi ekki haft mannskapinn eða þekkinguna í að jafn flókið ferli og sala ríkisins á eignarhlut í Íslandsbanka var. Hann vandar Ríkisendurskoðun ekki kveðjurnar og segist ekki hafa gert nein mistök við framkvæmd útboðsins. 16. nóvember 2022 14:15 „Framkvæmdin var ekki nógu góð“ Viðskiptaráðherra segist ljóst að framkvæmd Íslandsbankaútboðsins hafi ekki verið nógu góð og að vönduð skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfesti það. Það séu vonbrigði að helstu sérfræðingar hafi ekki staðið betur að útboðinu sem eigi ekki að vera mjög flókið. 15. nóvember 2022 15:11 Segir greinargerð ráðherra vegna sölunnar hafa verið óskýra Ríkisendurskoðandi segir að það náist ekki heildarmynd af sölunni á Íslandsbanka fyrr en Fjármálaeftirlitið hefur lokið rannsókn sinni. Skýrsla stofnunarinnar sýni margskonar annmarka á söluferlinu og markmið ráðherra hafi ekki verið nægjanlega skýr í greinagerð með lögum. 15. nóvember 2022 17:26 Bjarni leggur áherslu á að lög hafi ekki verið brotin Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hóf umræðu um skýrslu Ríkisendurskoðanda á Alþingi nú fyrir skömmu. 15. nóvember 2022 15:26 „Eitt stórt klúður frá upphafi til enda“ „Tilfinning þjóðarinnar reyndist rétt, það er staðfest í þessari skýrslu,“ segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar um skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Kristrún flutti ræðu í sérstakri umræðu á Alþingi fyrr í kvöld þar sem Bjarni Benediktsson, fjármála og efnahagsráðherra var til andsvara. 15. nóvember 2022 22:14 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Ef einhvern skorti þekkingu og mannskap þá sé það hjá Ríkisendurskoðun Forstjóri Bankasýslu ríkisins hafnar því að stofnunin hafi ekki haft mannskapinn eða þekkinguna í að jafn flókið ferli og sala ríkisins á eignarhlut í Íslandsbanka var. Hann vandar Ríkisendurskoðun ekki kveðjurnar og segist ekki hafa gert nein mistök við framkvæmd útboðsins. 16. nóvember 2022 14:15
„Framkvæmdin var ekki nógu góð“ Viðskiptaráðherra segist ljóst að framkvæmd Íslandsbankaútboðsins hafi ekki verið nógu góð og að vönduð skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfesti það. Það séu vonbrigði að helstu sérfræðingar hafi ekki staðið betur að útboðinu sem eigi ekki að vera mjög flókið. 15. nóvember 2022 15:11
Segir greinargerð ráðherra vegna sölunnar hafa verið óskýra Ríkisendurskoðandi segir að það náist ekki heildarmynd af sölunni á Íslandsbanka fyrr en Fjármálaeftirlitið hefur lokið rannsókn sinni. Skýrsla stofnunarinnar sýni margskonar annmarka á söluferlinu og markmið ráðherra hafi ekki verið nægjanlega skýr í greinagerð með lögum. 15. nóvember 2022 17:26
Bjarni leggur áherslu á að lög hafi ekki verið brotin Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hóf umræðu um skýrslu Ríkisendurskoðanda á Alþingi nú fyrir skömmu. 15. nóvember 2022 15:26
„Eitt stórt klúður frá upphafi til enda“ „Tilfinning þjóðarinnar reyndist rétt, það er staðfest í þessari skýrslu,“ segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar um skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Kristrún flutti ræðu í sérstakri umræðu á Alþingi fyrr í kvöld þar sem Bjarni Benediktsson, fjármála og efnahagsráðherra var til andsvara. 15. nóvember 2022 22:14