Óvissustig vegna átaka í Úkraínu – Tæknilegt óöryggi Til hvaða aðgerða er skynsamlegt að grípa til við aðstæður sem þessar? Þetta er spurning sem margir spyrja sig eflaust nú. Skoðun 4. mars 2022 11:30
Myndskeið sýnir stærstu flugvél heims gjörónýta Myndskeið, sem sagt er vera úr fréttaútsendingu rússneska ríkissjónvarpsins, virðist taka af allan vafa um það að stærsta flugvél mannkynssögunnar, hin úkraínska Antonov 225, hefur gjöreyðilagst. Myndirnar sýna það miklar skemmdir á risaþotunni að erfitt er að ímynda sér að henni verði flogið framar. Erlent 4. mars 2022 11:22
Telja Úkraínumenn ekki geta varist í lengri tíma Varnir Úkraínumanna gegn innrás Rússa hafa verið mun betri en sérfræðingar og embættismenn bjuggust við. Ólíklegt er þó að Úkraínumenn geti haldið aftur af Rússneska birninum til lengdar. Erlent 4. mars 2022 11:18
Menningin veitir von þegar kreppir að Úkraínskur kollegi sendi mér þessi skilaboð: „Flestir tónlistarmenn eru í fremstu víglínu í augnablikinu. Ég hef það gott í neðanjarðarbyrgi. Við þurfum stuðning alþjóðlega menningargeirans við að vernda landið okkar núna.“ Skoðun 4. mars 2022 10:31
Rússar ná Zaporizhzhia á sitt vald Rússneskar hersveitir hafa náð Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu á sitt vald. Um er að ræða stærsta kjarnorkuver Evrópu, sem hefur sætt stöðugum árásum síðustu daga. Eldur kom upp í verinu í nótt en nýjustu fregnir herma að engin hætta sé á ferðum eins og er. Erlent 4. mars 2022 08:46
Rússar í fimmtán ára fangelsi segi þeir „falsfréttir“ af stríðinu Rússar eiga yfir höfði sér fimmtán ára fangelsisvist gerist þeir sekir um að flytja falsfréttir um stríð þeirra í Úkraínu. Þetta samþykkti neðri deild rússneska þingsins einróma í morgun. Erlent 4. mars 2022 08:12
Segir Rússa vilja endurtaka Tjsernóbíl-slysið Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu sakar Rússa um að hafa viljandi skotið sprengjum á kjarnorkuver í nótt. Hann segir þá hafa verið fullmeðvitaða um hætturnar sem því fylgja og sakar þá um að vilja endurtaka harmleikinn í Tsjernóbíl. Erlent 4. mars 2022 07:49
Velunnari UNICEF hyggst jafna framlög upp að fimmtán milljónum króna UNICEF á Íslandi stendur nú í neyðarsöfnun fyrir Úkraínu og velunnari samtakanna, sem vill ekki láta nafns síns getið, hefur nú ákveðið að jafna þau framlög sem berast í söfnunina, upp að fimmtán miljónum króna. Innlent 4. mars 2022 07:06
Rússar standi ekki við loforð um útgönguleiðir Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með og flytja fréttir af þróun mála í Úkraínu. Árásir Rússa á stærsta kjarnorkuver Evrópu vöktu hörð viðbrögð víða um heim, eftir að eldur kviknaði í einni byggingu versins í nótt. Erlent 4. mars 2022 06:29
Eldur kviknaði í stærsta kjarnorkuveri Evrópu í kjölfar árása Rússa Búið er að slökkva eld sem kviknaði í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í Úkraínu í nótt. Eldurinn er sagður hafa brotist út í kjölfar skotárása Rússa og náð til þriðju, fjórðu og fimmtu hæðar æfingabyggingar. Erlent 4. mars 2022 05:59
„Þetta er allt af völdum eins brjálaðs manns“ Vinkonur frá Úkraínu og Rússlandi sem búa í Hveragerði stóðu hlið við hlið í mótmælum fyrir utan rússneska sendiráðið í Reykjavík í morgun. Þær segja stríðið vera þeim ákaflega þungbært. Innlent 3. mars 2022 21:01
Svona er staðan eftir eina viku af bardögum í Úkraínu Ein vika er í dag frá því að innrás Rússa inn í Úkraínu hófst. Erlent 3. mars 2022 20:00
Zelensky segir Rússa ráðast á önnur nágrannaríki falli Úkraína Þúsundir manna hafa fallið og um milljón manns hafa flúið land frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst fyrir viku. Blóðugir bardagar eru í Mariupol sem sætt hefur stanslausum loftárásum sólarhringum saman og hafnarborgin Kherson er fallin. Erlent 3. mars 2022 19:21
Frá Kænugarði til Íslands: „Við erum enn hrædd“ Það voru miklir fagnaðarfundir í Leifsstöð í nótt þegar tvær úkraínskar konur og börnin þeirra þrjú komu til landsins eftir vikulangt ferðalag frá Kænugarði í Úkraínu. Eiginmenn kvennanna beggja komust ekki út úr Úkraínu og hafa nú tekið upp vopn til að berjast gegn innrásarhernum. Innlent 3. mars 2022 19:00
Engin ástæða til að hamstra joðtöflur vegna ástandsins í Úkraínu Engin ástæða er til þess að hamstra joðtöflur hér á landi vegna stríðsástandins í Úkraínu, jafn vel þó að svo illa færi að kjarnavopni yrði beitt á svæðinu. Innlent 3. mars 2022 17:55
Rússar áfrýja keppnisbanni FIFA og UEFA Rússneska knattspyrnusambandið ætlar að áfrýja ákvörðun FIFA og UEFA um að lands- og félagslið Rússlands megi ekki taka þátt í keppnum á vegum sambandanna til gerðardóms íþróttamála. Fótbolti 3. mars 2022 17:46
Í stríði er sannleikurinn það fyrsta sem deyr Í ávarpi forsætisráðherrans Magdalenu Anderson til sænsku þjóðarinnar, eftir að rússneski herinn hafði ráðist inn í Úkraínu, vakti hún sérstaklega athygli á því að nú þurfi almenningur að halda sér vel upplýstum um stríðið en jafnframt að vera vakandi fyrir aukinni dreifingu falsfrétta og upplýsingaóreiðu. Skoðun 3. mars 2022 16:31
Seðlabankastjóri: Ekki ólíklegt að stríðið hafi dómínóáhrif eins og farsóttin Ísland verður ekki fyrir jafn beinum efnahagsáhrifum af Úkraínustríðinu og aðrar Evrópuþjóðir að sögn Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra. Hann óttast þó áhrif olíuverðshækkana á íslenska ferðaþjónustu og ófyrirséð dómínóáhrif sem stríðið gæti hrundið af stað. Þetta kom fram í máli seðlabankastjóri á fundi með efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun. Innherji 3. mars 2022 16:00
Meirihluti Norðurskautsráðs fordæmir innrás formannsins Rússlands Aðildarríki Norðurskautsráðsins, utan Rússlands, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem tilefnislaus innrás Rússlands í Úkraínu er fordæmd. Innlent 3. mars 2022 15:36
Rússlandi úthýst af EM og líklega dregið um hvaða lið kemur í staðinn Rússneska kvennalandsliðið í fótbolta fær ekki að taka þátt á Evrópumótinu á Englandi í sumar. Þetta staðfesti Aleksander Ceferin, forseti UEFA. Fótbolti 3. mars 2022 14:30
Skemmdarverk unnin á rússneska sendiherrabústaðnum Skemmdarverk hafa verið unnin á húsi rússneska sendiráðsins við Garðastræti í Reykjavík. Lögreglu barst tilkynning fyrir hádegi í dag um að spreyjað hafi verið á vegg sendiherrabústaðsins. Innlent 3. mars 2022 14:23
Líklega gífurlegt högg fyrir rússneska herinn Úkraínumenn eru sagðir hafa fellt háttsettan rússneskan herforingja í Úkraínu. Andrei Sukhovetsky mun hafa barist í Georgíu, Téténíu, Sýrlandi og tekið þátt í innrás Rússa í Krímskaga 2014. Erlent 3. mars 2022 13:32
IKEA, Apple, Netflix og fleiri stórfyrirtæki gera hlé á starfsemi í Rússlandi Forsvarsmenn IKEA hafa ákveðið að stöðva rekstur fyrirtækisins í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi tímabundið vegna innrásarinnar í Úkraínu. Verslunum verður lokað og um leið gert hlé á hráefnakaupum í ríkjunum. Viðskipti erlent 3. mars 2022 13:05
Komi ekki til greina að Rússar hætti innrásinni í Úkraínu Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði að ekki kæmi til greina að Rússar myndu hætta innrásinni í Úkraínu. Henni yrði haldið áfram þar til Rússar næðu markmiðum sínum. Erlent 3. mars 2022 11:46
Farnir að beita sömu aðferðum og í Sýrlandi Her Rússlands er sagður byrjaður að beita sömu aðferðum í Úkraínu og hermenn nýttu í Sýrlandi. Ganga þær út á að umkringja borgir og bæi og þvinga þá til uppgjafar. Erlent 3. mars 2022 11:35
Tvær hafnarborgir í suðurhluta Úkraínu á valdi Rússa Hafnarborgin Kherson er á valdi Rússa og Mariupol er við það að falla þótt heimamenn berjist enn við árásarherinn. Utanríkisráðherra Rússlands segir að þegar búið verði að splunda her Úkraínumanna og hreinsa landið af nasismanum verði almenningur í Úkraínu að ákveða framtíð landsins. Erlent 3. mars 2022 11:20
„Rimlar fyrir öllum gluggum og dregið fyrir en auðvitað heyra þau alveg í okkur“ Söngkonurnar Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Hallveig Rúnarsdóttir efndu til söngmótmæla við Sendiráð Rússlands. Þær vildu nota sönginn og fegurðina til að mynda samstöðu. Söngur hafi verið notaður sem vopn í mjög mörgum byltingum og stríði. Innlent 3. mars 2022 11:08
Rússum og Hvít-Rússum bannað að taka þátt á Vetrarólympíumóti fatlaðra Rússnesku og hvít-rússnesku íþróttafólki hefur verið meinað að keppa á Vetrarólympíumóti fatlaðra sem hefjast um helgina vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Sport 3. mars 2022 08:00
Ísland hefji aftur aðildarviðræður við Evrópusambandið Það er nauðsynlegt fyrir íslenska stjórnmálamenn sem hafa verið á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu að átta sig á þeirri staðreynd að andstaða við inngöngu Íslands að Evrópusambandinu er ekki eitthvað sem þeir hafa efni á lengur. Skoðun 3. mars 2022 08:00
Tuttugu ríki hafa heitið Úkraínumönnum vopnum Alls hafa um 20 ríki heitið Úkraínu stuðningi í formi vopna af einhverju tagi. Flest þessara ríkja tilheyra Atlantshafsbandalaginu og Evrópusambandinu en ekki öll. Erlent 3. mars 2022 07:51