Rafrænir húsfundir Í byrjun sumars tóku gildi breytingar á lögum um fjöleignarhús og er stjórn húsfélags nú heimilt að halda rafræna húsfundi, að einhverju leyti eða öllu, enda sé tryggt að félagsmenn geti tekið fullan þátt í fundarstörfum. Skoðun 5. nóvember 2021 15:00
Meira byggt í Bolungarvík en sést hefur í seinni tíð Óvenju mikil umsvif eru í húsbyggingum í Bolungarvík, bæði í íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Ráðamenn bæjarins segjast í seinni tíð ekki hafa séð annan eins fjölda umsókna um lóðir undir nýjar íbúðir. Innlent 2. nóvember 2021 22:22
Ný stjórn Samtaka leigjenda: Leigumarkaðurinn skuli þjóna leigjendum Staða leigjenda er of veik, réttindi þeirra lítil og húsnæðiskostnaður of hár. Breyta þarf leigumarkaðinum svo að hann þjóni leigjendum, en miðsnoti þá ekki. Þetta segir í tilkynningu frá stjórn Samtaka leigjenda sem skipuð var á aðalfundi í gær. Innlent 31. október 2021 16:24
Þúsundir íbúða í pípunum í Reykjavík Á næstu tíu árum verða byggðar um eða yfir tíu þúsund íbúðir í Reykjavík og tuttugu og fimm þúsund á næstu tveimur áratugum sem þýðir að fjöldi íbúða í borginni tvöfaldist á þeim tíma. Þá verði tuttugu og fjórum milljörðum varið í uppbyggingu innviða í tengslum við fjölgun íbúða. Innlent 29. október 2021 19:43
Dagur segir næstu tíu ár verða áratug Reykjavíkur Næstu tíu ár verða áratugur Reykjavíkur í uppbyggingu íbúðarhúsnæði að sögn borgarstjóra. Nægt framboð sé af lóðum og þúsundir íbúða verði byggðar á næstu mánuðum og árum. Innlent 29. október 2021 14:27
Bein útsending: Uppbygging íbúða í Reykjavík Árviss kynningarfundur borgarstjóra Reykjavíkur um uppbyggingu íbúða í borginni verður haldinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur milli klukkan 9 og 11. Hægt er að horfa á fundinn á Vísi. Samstarf 29. október 2021 07:30
Stefnt að aðgerðum vegna búsetu í atvinnuhúsnæði Borgarstjóri segir að reikna megi með því að minnsta kosti hundruð manna búi í atvinnuhúsnæði þar sem aðbúnaði og öryggi fólks sé ábótavant. Gera eigi gangskör að því að meta umfangið og grípa til aðgerða í framhaldinu án þess þó að ógna húsnæðisöryggi fólks. Innlent 27. október 2021 21:00
Húsnæðisverð hækkaði meira en spár gerðu ráð fyrir Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,59% milli mánaða í október og mælist nú 4,5 prósent. Þetta er mesta verðbólga á árinu frá því í apríl þegar hún mældist 4,6%. Verðbólgan er að miklu leyti til knúin áfram af miklum hækkunum á íbúðaverði að því er kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Viðskipti innlent 27. október 2021 16:22
Bjarni segir verðbólguna ekki komna úr böndunum Fjármálaráðherra segir verðbólguna ekki farna úr böndunum en hún hélt áfram að aukast í þessum mánuði og mælist nú fjögur komma fimm prósent. Hækkun húsnæðisverðs heldur áfram að drífa verðbólguna áfram en án hennar mælist verðbólgan þrjú prósent á síðustu tólf mánuðum. Innlent 27. október 2021 12:00
Fara í hvert einasta atvinnuhúsnæði og kortleggja búsetu fólks Fulltrúar slökkviliðs munu á næstu mánuðum fara í hvert einasta atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og kortleggja búsetu fólks. Ráðist er í verkefnið í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg og slökkviliðsstjóri segir markmiðið að tryggja öryggi þeirra sem búa í slíku húsnæði. Innlent 27. október 2021 11:59
Fyrst koma innviðirnir, svo uppbyggingin „Undanfarin ár hafa verið algjör metár í uppbygginu í borginni og það sem við erum að leggja upp með er að það haldi áfram. Og raunar ætlum við að bæta í heldur en hitt.“ Þetta sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Bítínu á Bylgjunni í morgun, þar sem rætt var um húsnæðismál í höfuðborginni. Innlent 27. október 2021 11:13
Afsiðun húsnæðismarkaðarins Frá aldamótum fram að síðustu áramótum hækkaði verð á íbúðum í sambýli um 411%. Á sama tíma hækkaði almennt neysluverð um 151%. Þetta merkir að verð á íbúðum hækkaði um meira en helming umfram almennt verðlag. Það er galið. Skoðun 27. október 2021 07:30
Sementsskortur á landinu sem gæti komið byggingaiðnaðinum illa Sementsskortur er yfirvofandi á landinu, sem valdið hefur steypuframleiðendum verulegum vandræðum. Framkvæmdastjóri Steypustöðvarinnar segir að fyrirtækið geti nú aðeins þjónustað helming viðskiptavina sinna og gæti skorturinn haft veruleg áhrif á byggingariðnað á landinu. Viðskipti innlent 26. október 2021 16:04
Efast um að borgin kaupi fleiri smáhýsi Smáhýsi fyrir heimilislausa hafa nú verið ónotuð í geymslu í rúmt ár þar sem erfiðlega hefur gengið að finna þeim samastað. Formaður velferðarráðs Reykjavíkur segir andstöðu við málið hafa komið sér á óvart og efast um að borgin kaupi fleiri smáhýsi. Innlent 25. október 2021 20:00
Telja að jafnvægi náist ekki nema meira sé byggt Sérfræðingar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar eru ósammála hagfræðingum Landsbankans um að jafnvægi sé mögulegt á húsnæðismarkaðnum á næstunni. Telja þeir margt benda til að slíkt jafnvægi náist ekki nema núverandi byggingaráform verði aukin. Innlent 22. október 2021 14:01
Íbúðaverð heldur áfram að hækka Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði að meðaltali um 1,2% milli ágúst og september. Fjölbýli hækkaði um 1,2% og sérbýli um 1,3%. Vegin árshækkun mælist nú 16,4% og hækkar um 0,2 prósentustig frá fyrri mánuði. Íbúðasala var minni en á fyrri mánuðum árs. Viðskipti innlent 22. október 2021 10:07
Þéttingarstefnan skapi íbúðaskort í Reykjavík Oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins í Reykjavík segja þéttingarstefnu meirihutans í húsnæðismálum eiga sinn þátt í að skapa skort á nýjum íbúðum í borginni. Formaður skipulags- og samgönguráðs segir hins vegar met hafa verið slegið í fjölda íbúða á undanförnum árum. Innlent 21. október 2021 19:20
Pawel segir met hafa verið slegið í fjölda nýrra íbúða í borginni Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur sagði í Pallborðinu á Vísi í dag að aldrei hefðu verið byggðar eins margar íbúðir í borginni og gert hefði verið á undanförnum árum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttur oddviti Flokks fólksins gagnrýndu hins vegar meirihlutann fyrir einstrengingslega stefnu í íbúðamálum. Innlent 21. október 2021 14:51
Tekist var á um húsnæðismálin í Pallborðinu Í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi klukkan 12:30 fær Heimir Már Pétursson fréttamaður til sín Pawel Bartoszek formann skipulags- og samgönguráðs, Eyþór Arnalds oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrúnu Baldursdóttur oddvita Flokks fólksins í borgarstjórn til að ræða deildar meiningar um stöðu húsnæðismála og framboð á nýjum íbúðum í Reykjavík. Innlent 21. október 2021 11:41
Covid kreppunni lokið að mati Landsbankans Covid kreppunni er lokið samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í dag þar sem gert er ráð fyrir miklum hagvexti á þessu ári og því næsta. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum þar sem framboð á íbúðum muni aukast á næstu árum. Innlent 20. október 2021 19:20
Stóru viðskiptabankarnir allir búnir að kynna vaxtahækkanir Íslandsbanki hækkar breytilega vexti óverðtryggðra húsnæðislána um 0,15 prósentustig í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána haldast óbreyttir. Viðskipti innlent 20. október 2021 16:01
Arion banki hækkar vextina Inn- og útlánsvextir hjá Arion banka munu hækka frá og með morgundeginum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum og vísað til nýlegrar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands. Landsbankinn hefur þegar hækkað vexti. Viðskipti innlent 20. október 2021 10:11
Nýtt íbúðahverfi rís milli Suðurlandsbrautar og Ármúla Íslenskar fasteignir ehf. hafa keypt orkureitinn svo kallaða af Reitum fyrir rúma 3,8 milljarða króna. Mikil uppbygging íbúða og þjónustustarfsemi er framundan á reitnum allt í kring um gamla Rafmagnsveituhúsið þar sem skimun eftir kórónuveirunni hefur farið fram undanfarin misseri. Innlent 19. október 2021 20:01
Landsbankinn hækkar óverðtryggða vexti Landsbankinn hefur tilkynnt að breytilegir og fastir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum muni hækka frá og með morgundeginum. Vextir á verðtryggðum íbúðalánum verða óbreyttir. Neytendur 18. október 2021 18:30
Dagur segir Eyþór skjóta pólitískum púðurskotum Sjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja reisa 3.000 íbúðir án tafar innan borgarmarkanna. Borgarstjóri segir það útspil pólitískt púðurskot. Þjóðarátakið sem verkalýðshreyfingin hafi kallað eftir í uppbyggingu húsnæðis sé nú þegar leitt af borgaryfirvöldum. Innlent 18. október 2021 14:32
Sótt að meirihlutanum í Reykjavík vegna íbúðaskorts „Það verður erfitt fyrir meirihlutann að sækja sér umboð í næstu kosningum ef þessi tillaga nú verður felld,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um tillögu Sjálfstæðismanna í Reykjavík sem vilja flýtimeðferð á byggingu 3.000 íbúða í borginni. Innlent 18. október 2021 06:29
Kennir vaxtalækkunum um hækkun húsnæðisverðs Gylfi Zoega, prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands, segir ekki rétt að vextir hafi verið hækkaðir á þessu ári vegna þess að lóðaskortur hafi haft í för með sér hækkun húsnæðisverðs. Viðskipti innlent 16. október 2021 16:01
Einn af hverjum tíu greiðir minnst 70 prósent tekna í leigu Þrettán prósent þeirra sem leigja íbúðahúsnæði af einstaklingum eða einkareknu leigufélagi greiða 70 prósent eða meira af ráðstöfunartekjum sínum í leigu. Hlutfallið er hærra hjá einstaklingum sem búa á stúdentagörðum, eða 15 prósent. Viðskipti innlent 15. október 2021 10:44
Gamli tíminn mætti þeim nýja við nýja viðbyggingu Gamla garðs Isabel Alejandra Díaz og Björn Bjarnason, núverandi og fyrrverandi forsetar Stúdentaráðs Háskóla Íslands vígðu í dag nýja viðbyggingu elsta stúdentagarðs háskólastúdenta, Gamla Garðs. Innlent 14. október 2021 17:37
Ég er skilin við Okurlánasjóð Íslands Sumarið 2008 keyptum við hjónin nýbyggt parhús í Borgarnesi og sá sem byggði hafði tekið tvö lán hjá Íbúðalánasjóði. Ég yfirtók lánin og sá aldrei útreikninga á greiðslubyrði eða hinum raunverulegu skilmálum lánanna. Skoðun 14. október 2021 16:01