Rætt um að ganga enn lengra en allir sammála um stýrivaxtahækkunina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. desember 2021 07:37 Meðlimir peningastefnunefndar Seðlabankans. Mynd/Seðlabankinn Allir fimm nefndarmenn í peningastefnunefnd Seðlabankans voru sammála tillögu Seðlabankastjóra um að hækka stýrivexti um 0,5 prósentustig í nóvember. Rætt var þó um að hækka þá enn meira. Stýrivextir eru nú tvö prósent eftir að Seðlabankinn tilkynnti um 0,5 prósentustiga hækkun þann 17. nóvember síðastliðinn. Stýrivextir hafa hækkað nokkuð bratt undanfarna mánuði en í mars voru þeir sögulega lágir, 0,75 prósent. Í fundargerð peningastefnunefndar sem birt var í gær kemur fram að að nefndarmenn hafi allir verið sammála tillögu Ásgeirs Jónssonar, seðlabankastjóra og formanns nefndarinnar, um að hækka stýrivexti um 0,5 prósent. Ekki alltaf samstíga Nefndin hefur ekki alltaf verið samstíga að undanförnu. Í síðustu tveimur stýrivaxtaákvörðunum á á undan þeirri síðustu vildu Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, og Gylfi Zoëga, prófessor og utanaðkomandi nefndarmaður hækka stýrivexti meira en seðlabankastjóri lagði til. Í bæði skiptin lagði seðlabankastjóri til 0,25 prósentustiga hækkun en Gunnar og Gylfi vildu 0,5 prósentustiga hækkun. Þeir voru þó sammála öðrum nefndarmönnum í þetta skiptið nú þegar lögð var fram tillaga um 0,5 prósentustiga hækkun. Rætt um hækkun á bilinu 0,25-0,75 prósentustig Í fundargerðinni kemur fram að allir nefndarmenn hafi verið þeirrar skoðunar að hækka þyrfti stýrivextina. Rætt var um hækkun á bilinu 0,25-0,75 prósentustig. Helstu rök sem komu fram fyrir því að taka minna skref voru þau að áhrif vaxtahækkana á greiðslubyrði heimila væru líklega meiri nú en áður fyrr í ljósi hærri hlutdeildar óverðtryggðra lána á breytilegum vöxtum og því væri betra að taka áfram varfærin skref. Einnig ætti eftir að koma í ljós hver áhrifin yrðu af samspili vaxtahækkana og nýlegrar beitingar þjóðhagsvarúðartækja. Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar bankans.Vísir/Vilhelm Jafnframt var bent á að þegar dregið yrði úr stuðningsaðgerðum stjórnvalda gæti atvinnuleysi aukist á ný. Í ljósi þessa komu fram áhyggjurum að efnahagsbatinn gæti orðið brothættur. Verðbólgan hafi verið þrálátari Helstu rök sem fram komu fyrir því að taka stærra skref voru þau að verðbólga hefði verið þrálátari og verðbólguhorfur versnað á sama tíma og langtímaverðbólguvæntingar hefðu hækkað á suma mælikvarða. Einnig væri kröftugur bati á vinnumarkaði, atvinnuleysi hefði minnkað og útlit væri fyrir meiri hækkun launakostnaðar á næstu misserum en áður var gert ráð fyrir. Fram kom í umræðu á fundinum að hætta væri á að aukin innflutt verðbólga myndi jafnframt leiða til aukinnar innlendrar verðbólgu svo sem frekari hækkunar á verði þjónustu. Mikilvægt væri því að stíga fast til jarðar til þess að lágmarka hættuna á að verðbólga yrði enn þrálátari og kjölfesta verðbólguvæntinga við markmið veiktist. Með hliðsjón af þeirru umræðu sem fór fram á fundinum lagði seðlabankastjóri til að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,5 prósentur. Allir nefndarmenn studdu tillögu seðlabankastjóra. Fundargerð peningastefnunefndar má lesa hér. Seðlabankinn Verðlag Húsnæðismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Spá því að fólk snúi aftur í verðtryggð húsnæðislán Árshækkun húsnæðis hefur ekki mælst meiri frá því í október 2017 og er raunverð húsnæðis nú í sögulegum hæðum. Húsnæðisverð hefur því hækkað um 4,3% síðustu þrjá mánuði og um 17,1% undanfarna tólf mánuði, samkvæmt nýjum tölum Þjóðskrár. 19. nóvember 2021 16:35 Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því tvö prósent. 17. nóvember 2021 08:30 Vildu aftur ganga lengra en seðlabankastjóri Tveir af fimm nefndarmönnum í peningastefnunefnd Seðlabankans vildu hækka stýrivexti meira en gert var við síðustu vaxtákvörðun. Þann 6. október tilkynnti nefndin að vextir yrðu hækkaðir úr 1,25 prósentum í 1,50 prósent. 20. október 2021 17:04 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Stýrivextir eru nú tvö prósent eftir að Seðlabankinn tilkynnti um 0,5 prósentustiga hækkun þann 17. nóvember síðastliðinn. Stýrivextir hafa hækkað nokkuð bratt undanfarna mánuði en í mars voru þeir sögulega lágir, 0,75 prósent. Í fundargerð peningastefnunefndar sem birt var í gær kemur fram að að nefndarmenn hafi allir verið sammála tillögu Ásgeirs Jónssonar, seðlabankastjóra og formanns nefndarinnar, um að hækka stýrivexti um 0,5 prósent. Ekki alltaf samstíga Nefndin hefur ekki alltaf verið samstíga að undanförnu. Í síðustu tveimur stýrivaxtaákvörðunum á á undan þeirri síðustu vildu Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, og Gylfi Zoëga, prófessor og utanaðkomandi nefndarmaður hækka stýrivexti meira en seðlabankastjóri lagði til. Í bæði skiptin lagði seðlabankastjóri til 0,25 prósentustiga hækkun en Gunnar og Gylfi vildu 0,5 prósentustiga hækkun. Þeir voru þó sammála öðrum nefndarmönnum í þetta skiptið nú þegar lögð var fram tillaga um 0,5 prósentustiga hækkun. Rætt um hækkun á bilinu 0,25-0,75 prósentustig Í fundargerðinni kemur fram að allir nefndarmenn hafi verið þeirrar skoðunar að hækka þyrfti stýrivextina. Rætt var um hækkun á bilinu 0,25-0,75 prósentustig. Helstu rök sem komu fram fyrir því að taka minna skref voru þau að áhrif vaxtahækkana á greiðslubyrði heimila væru líklega meiri nú en áður fyrr í ljósi hærri hlutdeildar óverðtryggðra lána á breytilegum vöxtum og því væri betra að taka áfram varfærin skref. Einnig ætti eftir að koma í ljós hver áhrifin yrðu af samspili vaxtahækkana og nýlegrar beitingar þjóðhagsvarúðartækja. Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar bankans.Vísir/Vilhelm Jafnframt var bent á að þegar dregið yrði úr stuðningsaðgerðum stjórnvalda gæti atvinnuleysi aukist á ný. Í ljósi þessa komu fram áhyggjurum að efnahagsbatinn gæti orðið brothættur. Verðbólgan hafi verið þrálátari Helstu rök sem fram komu fyrir því að taka stærra skref voru þau að verðbólga hefði verið þrálátari og verðbólguhorfur versnað á sama tíma og langtímaverðbólguvæntingar hefðu hækkað á suma mælikvarða. Einnig væri kröftugur bati á vinnumarkaði, atvinnuleysi hefði minnkað og útlit væri fyrir meiri hækkun launakostnaðar á næstu misserum en áður var gert ráð fyrir. Fram kom í umræðu á fundinum að hætta væri á að aukin innflutt verðbólga myndi jafnframt leiða til aukinnar innlendrar verðbólgu svo sem frekari hækkunar á verði þjónustu. Mikilvægt væri því að stíga fast til jarðar til þess að lágmarka hættuna á að verðbólga yrði enn þrálátari og kjölfesta verðbólguvæntinga við markmið veiktist. Með hliðsjón af þeirru umræðu sem fór fram á fundinum lagði seðlabankastjóri til að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,5 prósentur. Allir nefndarmenn studdu tillögu seðlabankastjóra. Fundargerð peningastefnunefndar má lesa hér.
Seðlabankinn Verðlag Húsnæðismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Spá því að fólk snúi aftur í verðtryggð húsnæðislán Árshækkun húsnæðis hefur ekki mælst meiri frá því í október 2017 og er raunverð húsnæðis nú í sögulegum hæðum. Húsnæðisverð hefur því hækkað um 4,3% síðustu þrjá mánuði og um 17,1% undanfarna tólf mánuði, samkvæmt nýjum tölum Þjóðskrár. 19. nóvember 2021 16:35 Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því tvö prósent. 17. nóvember 2021 08:30 Vildu aftur ganga lengra en seðlabankastjóri Tveir af fimm nefndarmönnum í peningastefnunefnd Seðlabankans vildu hækka stýrivexti meira en gert var við síðustu vaxtákvörðun. Þann 6. október tilkynnti nefndin að vextir yrðu hækkaðir úr 1,25 prósentum í 1,50 prósent. 20. október 2021 17:04 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Spá því að fólk snúi aftur í verðtryggð húsnæðislán Árshækkun húsnæðis hefur ekki mælst meiri frá því í október 2017 og er raunverð húsnæðis nú í sögulegum hæðum. Húsnæðisverð hefur því hækkað um 4,3% síðustu þrjá mánuði og um 17,1% undanfarna tólf mánuði, samkvæmt nýjum tölum Þjóðskrár. 19. nóvember 2021 16:35
Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því tvö prósent. 17. nóvember 2021 08:30
Vildu aftur ganga lengra en seðlabankastjóri Tveir af fimm nefndarmönnum í peningastefnunefnd Seðlabankans vildu hækka stýrivexti meira en gert var við síðustu vaxtákvörðun. Þann 6. október tilkynnti nefndin að vextir yrðu hækkaðir úr 1,25 prósentum í 1,50 prósent. 20. október 2021 17:04