Verðbólgan kalli á umbyltingu í húsnæðismálum Heimir Már Pétursson skrifar 28. janúar 2022 13:15 Drífa Snædal segir allar spár um húsnæðisþörfina úreltar. Snúa þurfi frá þeirri stefnu að fjárfestar ráði húsnæðismarkaðnum og byggja þess í stað miðað við þarfir vinnandi fólks. Vísir/Vilhelm Forseti Alþýðusambandsins segir mikla hækkun verðbólgu að undanförnu renna frekari stoðum undir breytta stefnu í húsnæðismálum. Byggja þurfi fyrir vinnandi fólk en ekki vertaka. Verðbólga mælist nú 5,7 prósent og hefur ekki verið meiri í áratug. Fastlega má því búast við að Seðlabankinn hækki meginvexti sína á vaxtaákvörðunardegi hinn 9. febrúar næst komandi en þeir eru tvö prósent í dag. Þensla á húsnæðismarkaði kyndir enn undir verðbólgunni því án húsnæðisliðar mælist verðbólgan 3,7 prósent síðustu tólf mánuðina. Drífa Snædal forseti Alþýðusamandsins segir þörf á stefnubreytingu í húsnæðismálum. Forseti Alþýðusambandsins óttast stefnuleysi stjórnvalda í húsnæðismálum.Vísir/Vilhelm „Þetta er verra en við óttuðumst. Við erum búin að vekja athygli stjórnvalda á þessu og gerðum það fyrir áramót. Það er að segja að við værum að sigla inn í dýrtíð og það þyrfti að taka á þessu,“ segir Drífa. Staðan í húsnæðismálum valdi sérstökum áhyggjum. „Þessi gjaldþrotastefna að húsnæðismarkaðurinn sé byggður upp fyrir fjárfesta en ekki fyrir venjulegt fólk og með húsnæðisöryggi þess að markmiði.“ ASÍ leggi áherslu á að allir sammælast um að byggja upp húsnæðismarkað á félagslegum grunni. Það verði yfirlýst markmið að fólk greiði ekki meira en 25 prósent af launum í húsnæðiskostnað. „Það er að segja; að breyta algerlega viðhorfi þannig að hinn frjálsi markaður stýri ekki húsnæðismarkaðnum. Heldur þarfir vinnandi fólks og alls almennings,“ segir Drífa. Forseti Alþýðusambandsins segir lóðaskort vera helsa flöskuhálsinn á húsnæðismarkaðnum í dag. Eini ljósi punkturinn í húsnæðismálum undanfarin ár hafi verið uppbygging almennra íbúða á vegum verkalýðsfélaganna.Vísir/Vilhelm Þetta verði stóra málið í þeim kjaraviðræðum sem nú væru í undirbúningi vegna almennra kjarasamninga sem renni sitt skeið í haust. „Ég óttast að það sé ekkert plan í gangi hjá stjórnvöldum um að taka á húsnæðismarkaðnum með mynduglegum hætti. Það þýðir að við þurfum þá að beita þeim mun meiri þrýstingi til að umpóla markmiðum húsnæðismarkaðrins,“ segir forseti ASÍ. Sveitarfélögin þyrftu líka að bregðast við því flöskuhálsinn í dag væri skortur á lóðum. „Allar spár um húsnæðisþörfina eru að hækka þessa dagana. Þannig að það er eins gott að fara að spýta í lófana. Þær lóðir sem eru tilbúnar til bygginga ná engan veginn að dekka þetta,“ segir Drífa Snædal. Efnahagsmál Kjaramál Húsnæðismál Verðlag Íslenska krónan Tengdar fréttir Verðbólga í hæstu hæðum Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012. 28. janúar 2022 09:29 Íþyngjandi húsnæðiskostnaður venjan frekar en undantekning Húsnæði er einn helsti útgjaldaliður heimila. Greiðslubyrði fólks af húsnæðiskostnaði skiptir því lykilmáli fyrir velmegun þess. Sú greiðslubyrði er mismunandi eftir hópum en mest meðal tekjulágra og ungra leigjenda. 27. janúar 2022 11:30 Félagsbústaðir geta vel útrýmt biðlistum, bara ef þeir vilja Um daginn benti ég að Félagsbústaðir eru ekki óhagnaðardrifið félag. Það er rekið með góðum hagnaði sem byggir á því að fasteignaverð hækkar langt umfram almennt verðlag. Þessa maskínu þekkja flestir. 17. nóvember 2021 07:00 Aldrei selst fleiri íbúðir en í fyrra og verðið hækkaði mikið Metfjöldi íbúða seldist á síðasta ári og var fjölgunin milli ára töluvert yfir meðaltali fyrri ára á þessari öld og íbúðaverð hækkaði um 18,4 prósent. Fasteignasali reiknar með áframhaldandi skorti á íbúðarhúsnæði á allra næstu misserum. 21. janúar 2022 20:15 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Fastlega má því búast við að Seðlabankinn hækki meginvexti sína á vaxtaákvörðunardegi hinn 9. febrúar næst komandi en þeir eru tvö prósent í dag. Þensla á húsnæðismarkaði kyndir enn undir verðbólgunni því án húsnæðisliðar mælist verðbólgan 3,7 prósent síðustu tólf mánuðina. Drífa Snædal forseti Alþýðusamandsins segir þörf á stefnubreytingu í húsnæðismálum. Forseti Alþýðusambandsins óttast stefnuleysi stjórnvalda í húsnæðismálum.Vísir/Vilhelm „Þetta er verra en við óttuðumst. Við erum búin að vekja athygli stjórnvalda á þessu og gerðum það fyrir áramót. Það er að segja að við værum að sigla inn í dýrtíð og það þyrfti að taka á þessu,“ segir Drífa. Staðan í húsnæðismálum valdi sérstökum áhyggjum. „Þessi gjaldþrotastefna að húsnæðismarkaðurinn sé byggður upp fyrir fjárfesta en ekki fyrir venjulegt fólk og með húsnæðisöryggi þess að markmiði.“ ASÍ leggi áherslu á að allir sammælast um að byggja upp húsnæðismarkað á félagslegum grunni. Það verði yfirlýst markmið að fólk greiði ekki meira en 25 prósent af launum í húsnæðiskostnað. „Það er að segja; að breyta algerlega viðhorfi þannig að hinn frjálsi markaður stýri ekki húsnæðismarkaðnum. Heldur þarfir vinnandi fólks og alls almennings,“ segir Drífa. Forseti Alþýðusambandsins segir lóðaskort vera helsa flöskuhálsinn á húsnæðismarkaðnum í dag. Eini ljósi punkturinn í húsnæðismálum undanfarin ár hafi verið uppbygging almennra íbúða á vegum verkalýðsfélaganna.Vísir/Vilhelm Þetta verði stóra málið í þeim kjaraviðræðum sem nú væru í undirbúningi vegna almennra kjarasamninga sem renni sitt skeið í haust. „Ég óttast að það sé ekkert plan í gangi hjá stjórnvöldum um að taka á húsnæðismarkaðnum með mynduglegum hætti. Það þýðir að við þurfum þá að beita þeim mun meiri þrýstingi til að umpóla markmiðum húsnæðismarkaðrins,“ segir forseti ASÍ. Sveitarfélögin þyrftu líka að bregðast við því flöskuhálsinn í dag væri skortur á lóðum. „Allar spár um húsnæðisþörfina eru að hækka þessa dagana. Þannig að það er eins gott að fara að spýta í lófana. Þær lóðir sem eru tilbúnar til bygginga ná engan veginn að dekka þetta,“ segir Drífa Snædal.
Efnahagsmál Kjaramál Húsnæðismál Verðlag Íslenska krónan Tengdar fréttir Verðbólga í hæstu hæðum Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012. 28. janúar 2022 09:29 Íþyngjandi húsnæðiskostnaður venjan frekar en undantekning Húsnæði er einn helsti útgjaldaliður heimila. Greiðslubyrði fólks af húsnæðiskostnaði skiptir því lykilmáli fyrir velmegun þess. Sú greiðslubyrði er mismunandi eftir hópum en mest meðal tekjulágra og ungra leigjenda. 27. janúar 2022 11:30 Félagsbústaðir geta vel útrýmt biðlistum, bara ef þeir vilja Um daginn benti ég að Félagsbústaðir eru ekki óhagnaðardrifið félag. Það er rekið með góðum hagnaði sem byggir á því að fasteignaverð hækkar langt umfram almennt verðlag. Þessa maskínu þekkja flestir. 17. nóvember 2021 07:00 Aldrei selst fleiri íbúðir en í fyrra og verðið hækkaði mikið Metfjöldi íbúða seldist á síðasta ári og var fjölgunin milli ára töluvert yfir meðaltali fyrri ára á þessari öld og íbúðaverð hækkaði um 18,4 prósent. Fasteignasali reiknar með áframhaldandi skorti á íbúðarhúsnæði á allra næstu misserum. 21. janúar 2022 20:15 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Verðbólga í hæstu hæðum Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012. 28. janúar 2022 09:29
Íþyngjandi húsnæðiskostnaður venjan frekar en undantekning Húsnæði er einn helsti útgjaldaliður heimila. Greiðslubyrði fólks af húsnæðiskostnaði skiptir því lykilmáli fyrir velmegun þess. Sú greiðslubyrði er mismunandi eftir hópum en mest meðal tekjulágra og ungra leigjenda. 27. janúar 2022 11:30
Félagsbústaðir geta vel útrýmt biðlistum, bara ef þeir vilja Um daginn benti ég að Félagsbústaðir eru ekki óhagnaðardrifið félag. Það er rekið með góðum hagnaði sem byggir á því að fasteignaverð hækkar langt umfram almennt verðlag. Þessa maskínu þekkja flestir. 17. nóvember 2021 07:00
Aldrei selst fleiri íbúðir en í fyrra og verðið hækkaði mikið Metfjöldi íbúða seldist á síðasta ári og var fjölgunin milli ára töluvert yfir meðaltali fyrri ára á þessari öld og íbúðaverð hækkaði um 18,4 prósent. Fasteignasali reiknar með áframhaldandi skorti á íbúðarhúsnæði á allra næstu misserum. 21. janúar 2022 20:15