Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttamynd

Bíll Julian Sands er fundinn

Búið er að finna bíl breska leikarans Julians Sands í San Gabriel-fjöllunum, norður af Los Angeles. Leikarinn hélt í fjallgöngu á Baldy Bowl-svæðinu í síðustu viku og hefur hans verið saknað síðan á föstudag.

Erlent
Fréttamynd

Kim eignast hálsmen Díönu prinsessu

Athafnakonan Kim Kardashian mun ekki aðeins geta státað sig af því hafa klæðst kjól Marilyn Monroe, því nú mun hún einnig geta skartað hálsmeni Díönu prinsessu. Kardashian festi kaup á meninu á uppboði í gær.

Lífið
Fréttamynd

Selena Gomez orðuð við vinsælan tónlistarmann

Söng- og leikkonan Selena Gomez er sögð vera komin með nýjan mann upp á arminn. Sá heppni er einnig í tónlistarbransanum. Hann heitir Andrew Taggart og er annar meðlimur vinsæla tónlistartvíeykisins The Chainsmokers.

Lífið
Fréttamynd

Madonna tilkynnir tónleikaferðalag

Súperstjarnan Madonna tilkynnti í dag væntanlegt tónleikaferðalag sitt, The Celebration Tour 2023, sem fagnar rúmum fjórum áratugum hennar í tónlistarsenunni.

Tónlist
Fréttamynd

Dætur Lisu Marie munu erfa Graceland

Dætur Lisu Marie Presley munu erfa Graceland í Memphis í Tennessee sem var heimili tónlistarmannsins Elvis Presley og í dag eitt vinsælasta safn Bandaríkjanna.

Lífið
Fréttamynd

The Wire-leikari látinn

Bandaríski leikarinn Al Brown, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í The Wire, er látinn, 83 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Lisa Marie Presley er látin

Lisa Marie Presley, söngkona og eina dóttir Elvis og Priscillu Presley, er látin. Hún var 54 ára. Presley var flutt á sjúkrahús í gær eftir að hafa farið í hjartastopp. Móðir hennar, 77 ára, staðfesti andlát Presley í gærkvöldi.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnurnar skinu skært á Golden Globes

Golden Globes verðlaunahátíðin var haldin með pompi og prakt í Beverly Hills í nótt. Var þetta í átttugasta skipti sem hátíðin var haldin og skinu stjörnurnar sínu allra skærasta.

Lífið
Fréttamynd

Segist sár eftir að hafa horft á Tár

Marin Alsop, hljómsveitarstjóri sem bent hefur verið á að geti að einhverju leyti verið fyrirmynd persónu Cate Blanchett, í kvikmyndinni Tár, segist hafa fengið áfall þegar hún heyrði fyrst af myndinni, skömmu áður en hún kom út.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Tónlistin í Babylon þótti best

Hildur Guðnadóttir var ekki meðal sigurvegara á Golden Globe verðlaunahátíðinni að þessu sinni en hún var tilnefnd fyrir tónlistina í myndinni Women Talking. Það var Justin Hurwitz sem tók verðlaunin heim, fyrir Babylon.

Lífið
Fréttamynd

Leikaraparið á von á sínu öðru barni

Bandarísku leikararnir Nikki Reed og Ian Somerhalder, sem kynntust við tökur á The Vampire Diaries, eiga von á sínu öðru barni, fimm árum eftir að þau eignuðust sitt fyrsta.

Lífið
Fréttamynd

Sér­­stakar kröfur stjarnanna: Hvolpar, bóluplast og gervi­­limur

Þegar heimsfrægar stjörnur koma fram gera þær oftar en ekki kröfu um að ákveðnir hlutir séu til staðar í búningsherbergi þeirra. Þetta getur til dæmis verið ákveðinn matur, nóg af vatni eða einhver sérstakur aðbúnaður sem óskað er eftir. Sumar kröfur eru þó athyglisverðari en aðrar. Þeir Rikki G og Egill Ploder fóru yfir málið í Brennslunni.

Lífið