Lífið

Nýtt nafn dótturinnar vekur upp spurningar

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Grimes og Elon Musk eru þekkt fyrir að fara óhefðbundnar leiðir þegar kemur að nafnavali barna sinna, og raunar flestu öðru ef út í það er farið.
Grimes og Elon Musk eru þekkt fyrir að fara óhefðbundnar leiðir þegar kemur að nafnavali barna sinna, og raunar flestu öðru ef út í það er farið. Getty/Samsett

Tónlistarkonan Grimes og auðkýfingurinn Elon Musk hafa breytt nafni eins árs gamallar dóttur sinnar sem heitir nú einfaldlega „?“. Þessu greinir Grimes frá á Twitter síðu sinni.

Musk og Grimes tóku á móti sínu öðru barni í mars á síðasta ári. Þeim fæddist stúlkubarn og var henni gefið nafnið Exa Dark Sideræl. Þessi frumlega nafngift kom þó fáum á óvart því fyrir áttu þau drenginn X Æ A-12.

Þau gáfu þó út að dóttirin yrði kölluð Y, til þess að þau gætu kallað systkinin X og Y.

Nú á dögunum birti Grimes svo mynd af dótturinni á Twitter. Þar greinir hún frá því að dóttirin gangi nú undir nafninu „?“ en þar sem yfirvaldið viðurkenni það ekki sem nafn notist þau einnig við aðrar útgáfur.

„Hún heitir Y núna eða „Why?“ eða einfaldlega „?“ (en yfirvaldið vill ekki viðurkenna það). Forvitni, hin eilífa spurning og þess háttar,“ skrifar hún.

Í öðru tísti segist Grimes vanalega ekki birta myndir af dóttur sinni. Hún hafi þó ákveðið að deila myndinni þar sem dóttirin sé nánast óþekkjanleg á henni.

Skömmu eftir fæðingu „?“ greindi Grimes frá því að hún og Musk væru hætt saman. Þá höfðu þau verið saman í tæp fjögur ár en þó í afar opnu og flæðandi sambandi.


Tengdar fréttir

Leiðir skilja hjá Elon Musk og Gri­mes

Auðkýfingurinn Elon Musk og tónlistarkonan Grimes eru hætt saman eftir þriggja ára samband. Parið á eitt barn saman, soninn X Æ A-Xii Musk sem er eins árs gamall. 

Grimes lét húðflúra geimveruklór yfir allt bakið

Hin skrautlega, kandíska söngkona Grimes fékk sér fremur frumlegt tattú á dögunum, svo ekki sé meira sagt. Grimes, sem einnig er kærasta og barnsmóðir auðjöfursins Elon Musk, er þekkt fyrir að fara sínar eigin leiðir hvað varðar tísku og listsköpun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×