Gítarleikari Mötley Crüe lögsækir félaga sína Kristinn Haukur Guðnason skrifar 10. apríl 2023 12:20 Mötley Crüe á meðan allt lék í lyndi. Mars er lengst til vinstri á myndinni. Þá Neil, Lee og Sixx. EPA Mick Mars, gítarleikari þungarokkssveitarinnar Mötley Crüe kærði félaga sína á fimmtudag, 6. apríl. Krefst hann þess að afhent verði öll gögn um fjárhag sveitarinnar. Sakar hann félaga sína um að leyna fjárhagslegum upplýsingum. Mars hefur verið gítarleikari Mötley Crüe frá upphafi en sveitin var stofnuð í Los Angeles árið 1981. Aðrir meðlimir eru söngvarinn Vince Neil, trymbillinn Tommy Lee og bassaleikarinn Nikki Sixx sem Mars beinir spjótum sínum einkum að. Gítarleikarinn er nokkuð eldri en hinir hljómsveitarmeðlimirnir og er hrjáður af hrörnunarsjúkdómi er kallast AS (Ankylosing Spondylitis). Í fyrra var það tilkynnt að Mars gæti ekki lengur túrað með hljómsveitinni. Eigi ekki heimtingu á peningum ef hann túrar ekki Mötley Crüe er þekkt sem ein mesta svallsveit allra tíma. Hefur þessi saga verið sögð í bókinni The Dirt og samnefndri bíómynd sem kom út hjá Netflix árið 2019. Kom þar meðal annars fram að Sixx hafi verið við dauðans dyr vegna heróínnotkunar og að Neil hafi keyrt undir áhrifum og valdið dauða annars manns. Mars telur að verið sé að reyna að þvinga hann út úr hljómsveitinni, sem hann á 25 prósenta hlut í. Hann muni ekki fá nema 5 prósenta hlut í hagnaði komandi túrs og sölu varnings. „Ef þú getur ekki spilað á tónleikum ertu að hætta í hljómsveitinni,“ sagði Sahsa Frid, lögmaður sveitarinnar, eftir að Mars hafði lagt fram málsóknargögnin. „Aðalhlutverk hljómsveitar er að koma fram á tónleikum. Ef hluthafi hættir getur hann ekki fengið neinar bætur frá túrnum, sem er það sem Mick er að reyna að gera. Það er klárt mál að Mick á ekki heimtingu á meiri pening.“ Nikki Sixx hefur einnig brugðist við á samfélagsmiðlum og sakaði lögmenn Mars um að standa bak við málsóknina. „Þetta er sorgardagur fyrir okkur og við eigum þetta ekki skilið fyrir öll þessi ár sem við höfum haldið honum uppi. Við óskum honum samt alls hins besta og vonum að hann finni lögmenn og umboðsmenn sem skaða hann ekki. Við elskum þig Mick!“ Tónlist Hollywood Bandaríkin Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Sjá meira
Mars hefur verið gítarleikari Mötley Crüe frá upphafi en sveitin var stofnuð í Los Angeles árið 1981. Aðrir meðlimir eru söngvarinn Vince Neil, trymbillinn Tommy Lee og bassaleikarinn Nikki Sixx sem Mars beinir spjótum sínum einkum að. Gítarleikarinn er nokkuð eldri en hinir hljómsveitarmeðlimirnir og er hrjáður af hrörnunarsjúkdómi er kallast AS (Ankylosing Spondylitis). Í fyrra var það tilkynnt að Mars gæti ekki lengur túrað með hljómsveitinni. Eigi ekki heimtingu á peningum ef hann túrar ekki Mötley Crüe er þekkt sem ein mesta svallsveit allra tíma. Hefur þessi saga verið sögð í bókinni The Dirt og samnefndri bíómynd sem kom út hjá Netflix árið 2019. Kom þar meðal annars fram að Sixx hafi verið við dauðans dyr vegna heróínnotkunar og að Neil hafi keyrt undir áhrifum og valdið dauða annars manns. Mars telur að verið sé að reyna að þvinga hann út úr hljómsveitinni, sem hann á 25 prósenta hlut í. Hann muni ekki fá nema 5 prósenta hlut í hagnaði komandi túrs og sölu varnings. „Ef þú getur ekki spilað á tónleikum ertu að hætta í hljómsveitinni,“ sagði Sahsa Frid, lögmaður sveitarinnar, eftir að Mars hafði lagt fram málsóknargögnin. „Aðalhlutverk hljómsveitar er að koma fram á tónleikum. Ef hluthafi hættir getur hann ekki fengið neinar bætur frá túrnum, sem er það sem Mick er að reyna að gera. Það er klárt mál að Mick á ekki heimtingu á meiri pening.“ Nikki Sixx hefur einnig brugðist við á samfélagsmiðlum og sakaði lögmenn Mars um að standa bak við málsóknina. „Þetta er sorgardagur fyrir okkur og við eigum þetta ekki skilið fyrir öll þessi ár sem við höfum haldið honum uppi. Við óskum honum samt alls hins besta og vonum að hann finni lögmenn og umboðsmenn sem skaða hann ekki. Við elskum þig Mick!“
Tónlist Hollywood Bandaríkin Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Sjá meira