Þrír íslenskir sigrar í þýska boltanum í dag Það var fjöldinn allur af Íslendingum í eldlínunni í þýska handboltanum í dag. Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson unnu fimm marka sigur með Magdeburg, Bjarki Már Elísson var næst markahæstur í naumum sigri Lemgo og Ýmir Örn Gíslason og félagar í Rhein-Neckar Löwen unnu sjö marka sigur. Handbolti 21. mars 2021 16:37
Viktor Gísli og GOG á toppi dönsku deildarinnar GOG endurheimti toppsætið í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta með sjö marka sigri gegn Fredericia í dag. Lokatölur 37-30 og Viktor Gísli átti góðan leik í marki GOG, varði 18 bolta og skoraði meira að segja eitt mark. Handbolti 21. mars 2021 15:48
Sunna ekki með gegn Litháen Arnar Pétursson, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins, hefur tilkynnt þá 15 leikmenn sem taka þátt í mikilvægum leik gegn Litháen í kvöld. Sunna Jónsdóttir meiddist í upphitun fyrir leikinn gegn Grikklandi í gær og getur því ekki spilað í kvöld. Handbolti 21. mars 2021 13:59
Viggó markahæstur í tapi Fjórir Íslendingar komu við sögu í þýska handboltanum í kvöld. Handbolti 20. mars 2021 21:04
Aron skoraði tvö í tuttugu marka sigri Barcelona átti ansi auðvelt með mótherja sína í spænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Handbolti 20. mars 2021 20:26
Umfjöllun: Ísland - Grikkland 31-19 | Stelpurnar okkar rúlluðu yfir Grikki Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann öruggan sigur á Grikklandi í öðrum leik sínum í undanriðli liðsins í forkeppni HM í handbolta. Handbolti 20. mars 2021 19:55
Sjö íslensk mörk og Kristianstad skrefi nær undanúrslitum Kristianstad sigraði Malmö í öðrum leik 8-liða úrslita sænska handboltans, lokatölur 31-28. Ólafur Guðmundsson skoraði sex mörk og Teitur Örn Einarsson eitt þegar Kristianstad kom sér einu skrefi nær undanúrslitum, en vinna þarf þrjá leiki til að komast þangað. Handbolti 20. mars 2021 16:42
Saga Sif kemur inn fyrir Steinunni Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðisins í handbolta, verður ekki með þegar liðið mætir Grikklandi í kvöld. Steinunn meiddist þegar stelpurnar töpuðu gegn Norður Makedóníu í gærkvöldi. Saga Sif Gísladóttir kemur inn í hópinn í hennar stað og gæti spilað sinn fyrsta landsleik. Handbolti 20. mars 2021 12:30
Hissa á uppsögn Basta og ræddu um vinaklíkuna í Safamýrinni Sérfræðingar Seinni bylgjunnar voru hissa á þeirri ákvörðun Fram að segja þjálfaranum Sebastian Alexanderssyni upp störfum. Hann stýrir Fram út tímabilið en Einar Jónsson tekur svo við liðinu. Handbolti 19. mars 2021 22:30
Steinunn ekki meira með í Skopje Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Íslands, verður væntanlega ekki meira með íslenska liðinu í Skopje í Norður-Makedóníu. Handbolti 19. mars 2021 20:51
Umfjöllun: Ísland - Norður Makedónía 17-24 | Skellur í fyrsta leik Ísland mætti Norður-Makedóníu í fyrsta leik undankeppni HM sem fer fram í Skopje í Norður- Makedóníu. Íslenska landsliðið byrjaði vel en urðu fyrir áfalli undir miðjan fyrri hálfleik og áttu erfitt uppdráttar eftir það. Lokatölur leiksins, 17-24. Handbolti 19. mars 2021 17:38
„Hann var svo hrokafullur að hann vildi ekkert tala við mig“ Haukagoðsögnin og silfurdrengurinn Ásgeir Örn Hallgrímsson valdi þá fimm erfiðustu og leiðinlegustu sem hann mætti á handbolaferlinum af þeim sem eru núna að þjálfa í Olís deildinni. Handbolti 19. mars 2021 17:00
„Ótrúleg vinnubrögð af hálfu HSÍ og áfrýjunardómstólsins“ Framkvæmdastjóri KA er gáttaður á úrskurði áfrýjunardómstóls HSÍ um að endurtaka eigi leik KA/Þórs og Stjörnunnar í Olís-deild kvenna. Akureyringar hafa eitt og annað við málsmeðferðina að athuga og segja að gleymst hafi að tilkynna þeim um áfrýjunina. Handbolti 19. mars 2021 12:15
Endurtaka þarf leik Stjörnunnar og KA/Þórs Samkvæmt heimildum Vísis hefur Áfrýjunardómstóll HSÍ ógilt úrslit Stjörnunnar og KA/Þórs og komist að þeirri niðurstöðu að endurtaka þurfi leikinn. Handbolti 19. mars 2021 11:13
„Hendir bara gildru fyrir dómarann sem kokgleypir og dæmir víti“ „Mér finnst þetta aldrei vera víti,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson um vítadóminn umdeilda sem leiddi til sigurmarks ÍBV gegn Val í Oís-deild karla í handbolta. Handbolti 19. mars 2021 09:31
Góðir sigrar Íslendingaliðanna í Þýskalandi Íslendingalið Magdeburg og Lemgo unnu góða sigra í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Magdeburg vann Hannover-Burgdorf 29-27 á útivelli og Lemgo vann Leipzig 28-23 á heimavelli. Handbolti 18. mars 2021 19:35
Loks búið að staðfesta leiktíma íslenska liðsins Handknattleikssamband Íslands hefur loks fengið staðfestingu á leiktímum íslenska kvennalandsliðsins í undankeppni HM sem fram fer í Skopje í Norður-Makedóníu á næstu dögum. Handbolti 18. mars 2021 18:01
Stórkostleg saga um augnablikið þegar Eyfi hætti í handbolta Í kvöld verður sérstakur skemmtiþáttur á vegum Þróttara í boði á myndlyklum Vodafone. Þátturinn ber nafnið Hjartað í Reykjavík og verður í kvöld kl. 20:00. Lífið 18. mars 2021 15:00
Gæti orðið Hafnarfjarðarslagur í sextán liða úrslitum bikarsins Karlalið FH og Hauka gætu mæst í sextán liða úrslitum Coca Cola bikars karla í handbolta en dregið var í dag. Handbolti 18. mars 2021 13:15
Þórey Anna ekki meira með Valskonum á þessu tímabili Handboltakonan Þórey Anna Ásgeirsdóttir á von á barni og leikur ekki meira með Valsliðinu í Olís deildinni á þessari leiktíð. Handbolti 18. mars 2021 10:31
Draga á sama tíma í sextán liða og átta liða úrslit bikarsins Handknattleikssamband Íslands mun draga í Coca Cola bikar karla og kvenna í dag en þetta verður óvenjulegur dráttur að þessu sinni. Handbolti 18. mars 2021 10:30
„Er ég áhyggjufullur? Já“ Árið fyrir danska landsliðsmarkvörðrinn og leikmann Kiel, Niklas Landin, hefur verið ansi viðburðarríkt eftir heimsmeistaramótið í Egyptalandi. Handbolti 18. mars 2021 07:02
Gott að finna sigurtilfinninguna „Það gekk ekki allt upp í dag en við skorum 28 mörk sem er frábært. Við stöndum vörnina ágætlega og liðið fær kredit fyrir það. Við breytum varnarleiknum í hálfleik. Setjum Didda inn á sem kom frábærlega inn í þetta. Við náðum að stjórna tempóinu aðeins betur í seinni hálfleik þannig að þetta var bara fínt,“ sagði Halldór Örn Tryggvason þjálfari Þórs eftir 28-25 sigur á ÍR í kvöld. Handbolti 17. mars 2021 22:04
Gunnar: Það er miklu meira en sætt að vinna þennan sigur Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar var að vonum sáttur eftir þriggja marka sigur gegn Selfossi í Hleðsluhöllinni í kvöld. Lökatölur 23-26 eftir að hans menn höfðu leitt nánast allan leikinn. Handbolti 17. mars 2021 21:46
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Afturelding 23-26 | Öflugur sigur gestanna Selfoss tapaði á heimavelli gegn Aftureldingu í Olís deild karla í handboltaí kvöld en þetta var fyrsti leikur liðanna eftir landsleikjahlé. Niðurstaðan 23-26 og gestirnir fara með tvö stig yfir Hellisheiðina. Handbolti 17. mars 2021 21:14
Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 28-29 | Eyjamenn stöðvuðu sigurgöngu Vals ÍBV stöðvuðu sigurgöngu Vals þegar þeir unnu 28-29 í vægast sagt ótrúlegum leik. Handbolti 17. mars 2021 20:50
Landsliðsmenn í eldlínunni Viggó Kristjánsson skoraði fjögur mörk fyrir Stuttgart er liðið vann 27-23 sigur á Balingen í Íslendingaslag í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Handbolti 17. mars 2021 20:48
Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. - ÍR 28-25 | Heimamenn höfðu betur í botnslagnum Þór og ÍR mættust í sannkölluðum botnslag í kvöld en bæði lið eru í fallsæti og nokkuð langt í öruggt sæti í deildinni. ÍR hafði ekki unnið leik á tímabilinu og varð niðurstaðan sú sama og úr öðrum leikjum á þessu tímabili. Þór vann eftir jafnan og spennandi leik, 28-25. Handbolti 17. mars 2021 20:31
Snorri Steinn: Ég er grautfúll „Ég er grautfúll. Við köstuðum þessu frá okkur og ég er mjög svekktur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals eftir naumt tap gegn ÍBV í kvöld. Handbolti 17. mars 2021 20:02
Sjáðu fyrstu mörk Stefáns Rafns fyrir Hauka í 3023 daga Stefán Rafn Sigurmannsson lék sinn fyrsta leik fyrir Hauka síðan 2012 þegar liðið vann nauman sigur á Stjörnunni, 26-25, í Olís-deild karla í gær. Stefán Rafn skoraði sex mörk í leiknum. Handbolti 17. mars 2021 17:01