Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 19-22 | Fram í bikarúrslit fimmta árið í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. september 2021 20:45 Framkonur fagna sigrinum á Valskonum. vísir/vilhelm Fram er komið í fimmta bikarúrslitaleikinn á jafn mörgum árum eftir sigur á Val, 19-22, á Ásvöllum í kvöld. Í úrslitaleiknum á laugardaginn mætir Fram sigurvegaranum úr seinni undanúrslitaleiknum, milli KA/Þórs og FH. Sterk vörn og góð markvarsla Hafdísar Renötudóttur var lykilinn að sigri Fram. Valur lék vel framan af fyrri hálfleik en síðustu 45 mínútur leiksins var sókn liðsins of slök til að geta unnið leikinn. Valskonur gerðu atlögu að Frömmrum undir lokin en þær bláklæddu héldu út og unnu á endanum þriggja marka sigur, 19-22. Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Fram og Karen Knútsdóttir fimm. Thea Imani Sturludóttir var markahæst hjá Val með átta mörk. Sjö þeirra komu í fyrri hálfleik. Hafdís varði sautján skot í marki Fram (47 prósent). Markverðir Vals, Saga Sif Gísladóttir og Sara Sif Helgadóttir, vörðu samtals sautján skot (44 prósent). Thea fór hamförum í fyrri hálfleik, var allt í öllu í sóknarleik Valskvenna en fékk takmarkaða hjálp. Aðrir útileikmenn liðsins náðu sér ekki á strik og Val gekk illa að opna vörn Fram. Liðin skiptust á að eiga spretti í fyrri hálfleik og skora 2-3 mörk í röð en hvorugt þeirra náði tökum á leiknum. Stella Sigurðardóttir lék vel í vörn Framliðsins.vísir/vilhelm Eftir tvö Valsmörk í röð tók Stefán Arnarson, þjálfari Fram, leikhlé í stöðunni 10-8. Það virkaði vel og Fram skoraði síðustu fjögur mörk fyrri hálfleiks og fór með tveggja marka forskot til búningsherbergja, 10-12. Sóknarleikur Vals var mjög slakur á þessum kafla og liðið skoraði ekki síðustu sjö mínútur fyrri hálfleiks. Á meðan Thea skoraði sjö af tíu mörkum Vals í fyrri hálfleiks komust sex leikmenn Fram á blað. Valur var áfram í sóknarvandræðum í seinni hálfleik en náði samt að jafna, 15-15, þegar tólf mínútur voru liðnar af honum. Fram svaraði með fjórum mörkum í röð og náði undirtökunum á nýjan leik. Þá kom Sara Sif í mark Vals og hún kom sínu liði aftur inn í leikinn með góðum vörslum. Thea skoraði eina mark sitt í seinni hálfleik og Elín Rósa Magnúsdóttir minnkaði muninn í eitt mark, 19-20, þegar þrjár mínútur voru eftir. Næsta sókn Fram var löng og erfið en Hildur Þorgeirsdóttir fiskaði á endanum vítakast sem Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði úr. Íris Ásta Pétursdóttir svaraði fyrir Val en steig á línu og markið var dæmt af. Karen kláraði svo dæmið í næstu sókn Fram, 19-22. Hafdís Renötudóttir varði tæplega helming þeirra skota sem hún fékk á sig í leiknum.vísir/vilhelm Af hverju vann Fram? Sóknarleikur Fram náði ekki miklum hæðum en varnarleikurinn var frábær og Hafdís mögnuð í markinu. Ekkert var út á vörn og markvörslu Vals að setja en liðið sigldi hvað eftir annað í strand í sókninni. Thea bar allar byrðarnar í fyrri hálfleik en í þeim seinni varðist Fram henni betur og Valskonur vantaði sóknarframlag úr fleiri áttum til að eiga möguleika á sigri. Hverjar stóðu upp úr? Þórey Rósa átti meiriháttar leik í hægra horninu hjá Fram og skoraði sjö mörk úr átta skotum. Hafdís byrjaði vel, datt niður seinni hluta fyrri hálfleiks en var svo frábær í seinni hálfleik. Stella Sigurðardóttir og Emma Olsson voru öflugar í miðri vörn Fram og Karen stýrði sókninni af festu og skoraði fimm mörk. Thea var óstöðvandi framan af fyrri hálfleik en missti svo dampinn. Saga Sif var góð í fyrri hálfleik og Sara Sif átti svo frábæra innkomu undir lokin og varði sjö af þeim tíu skotum sem hún fékk á sig. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Vals var afleitur í kvöld. Liðið átti engin svör við varnarleik Fram og skotnýtingin var aðeins 41 prósent. Valskonur fengu ekkert af mörkum úr hornum og af línu og ekki bætti úr skák að Lovísa Thompson náði sér ekki á strik. Skyttur Fram, Ragnheiður og Hildur, voru ekki með miðið stillt og skoruðu sex mörk úr samtals 23 skotum en það kom ekki að sök. Hvað gerist næst? Fram mætir annað hvort KA/Þór eða FH í úrslitaleiknum klukkan 13:30 á laugardaginn þar sem Framkonur fá tækifæri til að vinna sinn sautjánda bikarmeistaratitil. Eftir bikarhelgina tekur landsleikjahlé við. Þórey Rósa: Eina árið sem maður getur unnið tvær bikarkeppnir Þórey Rósa Stefánsdóttir horfir á eftir boltanum í markið.vísir/vilhelm Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði sjö mörk úr átta skotum þegar Fram tryggði sér sæti í bikarúrslitaleiknum með sigri á Val, 19-22. Hún var að vonum sátt í leikslok. „Það var ekki mikið skorað í leiknum og bæði lið spiluðu góða vörn. Á tímabili gat hvorugt liðið keypt sér mark og seinni hálfleikurinn var rosalega lengi að bíða. En þegar markvarslan kom small þetta hjá okkur,“ sagði Þórey eftir leik. Fram náði undirtökunum með því að skora síðustu fjögur mörk fyrri hálfleiks. Staðan að honum loknum var 10-12, Frömmurum í vil. „Það var mjög mikilvægur kafli. Þær komu samt til baka og maður var aldrei almennilega rólegur. Þetta var fyrst og fremst ótrúlega gaman. Mér fannst við vinna bæði inni á vellinum og í stúkunni,“ sagði Þórey. Valskonur sóttu hart að Framkonum undir lokin en án árangurs. „Mér fannst þær ekki almennilega hafa trú á því að þær gætu náð okkur, ef ég á að segja alveg eins og er. Mér fannst vanta eitthvað blik í augun á þeim. Maður var samt ekki rólegur og við sigldum þessu heim á seiglunni.“ Í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn mætir Fram annað hvort KA/Þór eða FH. Þórey gerir ráð fyrir því að andstæðingur laugardagsins verði Íslandsmeistararnir að norðan. „Ég á von á KA/Þór en það kemur í ljós á eftir. Ég á von á hörkuleik. Þetta er það skemmtilegasta sem maður gerir, að spila leiki upp á líf og dauða,“ sagði Þórey. Verið er að klára bikarkeppnina fyrir tímabilið 2020-21 sem ekki náðist að klára vegna kórónuveirufaraldursins. „Þetta er eina árið sem maður getur unnið tvær bikarkeppnir þannig að það er um að gera að gefa allt í þetta,“ sagði Þórey létt að lokum. Lovísa: Vantaði að fleiri hittu á sinn dag Lovísa Thompson sækir að vörn Fram.vísir/vilhelm Lovísa Thompson, leikmaður Vals, sagði að sóknarleikur liðsins hafi ekki verið nógu góður gegn Fram. Thea Imani Sturludóttir var í aðalhlutverki í sókninni hjá Val í fyrri hálfleik en aðrar náðu sér ekki nógu vel á strik. „Það vantaði að fleiri hittu á sinn dag. Því miður var þetta ekki nógu góður dagur hjá mörgum í liðinu. Thea var sjúklega góð í dag en það var erfitt fyrir hana að bera uppi sóknarleikinn,“ sagði Lovísa. Valsliðið spilaði vel framan af leik en undir lok fyrri hálfleik hallaði undan fæti, sérstaklega í sókninni. „Allir voru frekar ragir að skjóta og skutu illa. Þá vinnur þú ekki Fram. En við spiluðum fína vörn og þetta var ekki mikill markaleikur. Varnarleikur og markvarsla liðanna var góð og þá munar um að skora úr þessum færum sem þú færð,“ sagði Lovísa. Sara Sif Helgadóttir átti hörkuinnkomu í mark Vals og kom liðinu aftur inn í leikinn. „Sara var mjög fín og Saga [Sif Gísladóttir] var líka góð þannig að við erum með mjög gott markverðateymi. En við þurfum að skora úr færunum okkar,“ sagði Lovísa. Nú tekur við landsleikjahlé og eftir það fer Valur í áhugavert Evrópuverkefni. „Ég held að þetta sé tækifæri fyrir Val til að bæta sig. Við þurfum að núllstilla okkur. Við erum á leið í spennandi verkefni í Serbíu og ég vona að það hristi hópinn saman og við komum tvíefldar til leiks í næstu deildarleiki,“ sagði Lovísa að lokum. Olís-deild kvenna Valur Fram
Fram er komið í fimmta bikarúrslitaleikinn á jafn mörgum árum eftir sigur á Val, 19-22, á Ásvöllum í kvöld. Í úrslitaleiknum á laugardaginn mætir Fram sigurvegaranum úr seinni undanúrslitaleiknum, milli KA/Þórs og FH. Sterk vörn og góð markvarsla Hafdísar Renötudóttur var lykilinn að sigri Fram. Valur lék vel framan af fyrri hálfleik en síðustu 45 mínútur leiksins var sókn liðsins of slök til að geta unnið leikinn. Valskonur gerðu atlögu að Frömmrum undir lokin en þær bláklæddu héldu út og unnu á endanum þriggja marka sigur, 19-22. Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Fram og Karen Knútsdóttir fimm. Thea Imani Sturludóttir var markahæst hjá Val með átta mörk. Sjö þeirra komu í fyrri hálfleik. Hafdís varði sautján skot í marki Fram (47 prósent). Markverðir Vals, Saga Sif Gísladóttir og Sara Sif Helgadóttir, vörðu samtals sautján skot (44 prósent). Thea fór hamförum í fyrri hálfleik, var allt í öllu í sóknarleik Valskvenna en fékk takmarkaða hjálp. Aðrir útileikmenn liðsins náðu sér ekki á strik og Val gekk illa að opna vörn Fram. Liðin skiptust á að eiga spretti í fyrri hálfleik og skora 2-3 mörk í röð en hvorugt þeirra náði tökum á leiknum. Stella Sigurðardóttir lék vel í vörn Framliðsins.vísir/vilhelm Eftir tvö Valsmörk í röð tók Stefán Arnarson, þjálfari Fram, leikhlé í stöðunni 10-8. Það virkaði vel og Fram skoraði síðustu fjögur mörk fyrri hálfleiks og fór með tveggja marka forskot til búningsherbergja, 10-12. Sóknarleikur Vals var mjög slakur á þessum kafla og liðið skoraði ekki síðustu sjö mínútur fyrri hálfleiks. Á meðan Thea skoraði sjö af tíu mörkum Vals í fyrri hálfleiks komust sex leikmenn Fram á blað. Valur var áfram í sóknarvandræðum í seinni hálfleik en náði samt að jafna, 15-15, þegar tólf mínútur voru liðnar af honum. Fram svaraði með fjórum mörkum í röð og náði undirtökunum á nýjan leik. Þá kom Sara Sif í mark Vals og hún kom sínu liði aftur inn í leikinn með góðum vörslum. Thea skoraði eina mark sitt í seinni hálfleik og Elín Rósa Magnúsdóttir minnkaði muninn í eitt mark, 19-20, þegar þrjár mínútur voru eftir. Næsta sókn Fram var löng og erfið en Hildur Þorgeirsdóttir fiskaði á endanum vítakast sem Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði úr. Íris Ásta Pétursdóttir svaraði fyrir Val en steig á línu og markið var dæmt af. Karen kláraði svo dæmið í næstu sókn Fram, 19-22. Hafdís Renötudóttir varði tæplega helming þeirra skota sem hún fékk á sig í leiknum.vísir/vilhelm Af hverju vann Fram? Sóknarleikur Fram náði ekki miklum hæðum en varnarleikurinn var frábær og Hafdís mögnuð í markinu. Ekkert var út á vörn og markvörslu Vals að setja en liðið sigldi hvað eftir annað í strand í sókninni. Thea bar allar byrðarnar í fyrri hálfleik en í þeim seinni varðist Fram henni betur og Valskonur vantaði sóknarframlag úr fleiri áttum til að eiga möguleika á sigri. Hverjar stóðu upp úr? Þórey Rósa átti meiriháttar leik í hægra horninu hjá Fram og skoraði sjö mörk úr átta skotum. Hafdís byrjaði vel, datt niður seinni hluta fyrri hálfleiks en var svo frábær í seinni hálfleik. Stella Sigurðardóttir og Emma Olsson voru öflugar í miðri vörn Fram og Karen stýrði sókninni af festu og skoraði fimm mörk. Thea var óstöðvandi framan af fyrri hálfleik en missti svo dampinn. Saga Sif var góð í fyrri hálfleik og Sara Sif átti svo frábæra innkomu undir lokin og varði sjö af þeim tíu skotum sem hún fékk á sig. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Vals var afleitur í kvöld. Liðið átti engin svör við varnarleik Fram og skotnýtingin var aðeins 41 prósent. Valskonur fengu ekkert af mörkum úr hornum og af línu og ekki bætti úr skák að Lovísa Thompson náði sér ekki á strik. Skyttur Fram, Ragnheiður og Hildur, voru ekki með miðið stillt og skoruðu sex mörk úr samtals 23 skotum en það kom ekki að sök. Hvað gerist næst? Fram mætir annað hvort KA/Þór eða FH í úrslitaleiknum klukkan 13:30 á laugardaginn þar sem Framkonur fá tækifæri til að vinna sinn sautjánda bikarmeistaratitil. Eftir bikarhelgina tekur landsleikjahlé við. Þórey Rósa: Eina árið sem maður getur unnið tvær bikarkeppnir Þórey Rósa Stefánsdóttir horfir á eftir boltanum í markið.vísir/vilhelm Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði sjö mörk úr átta skotum þegar Fram tryggði sér sæti í bikarúrslitaleiknum með sigri á Val, 19-22. Hún var að vonum sátt í leikslok. „Það var ekki mikið skorað í leiknum og bæði lið spiluðu góða vörn. Á tímabili gat hvorugt liðið keypt sér mark og seinni hálfleikurinn var rosalega lengi að bíða. En þegar markvarslan kom small þetta hjá okkur,“ sagði Þórey eftir leik. Fram náði undirtökunum með því að skora síðustu fjögur mörk fyrri hálfleiks. Staðan að honum loknum var 10-12, Frömmurum í vil. „Það var mjög mikilvægur kafli. Þær komu samt til baka og maður var aldrei almennilega rólegur. Þetta var fyrst og fremst ótrúlega gaman. Mér fannst við vinna bæði inni á vellinum og í stúkunni,“ sagði Þórey. Valskonur sóttu hart að Framkonum undir lokin en án árangurs. „Mér fannst þær ekki almennilega hafa trú á því að þær gætu náð okkur, ef ég á að segja alveg eins og er. Mér fannst vanta eitthvað blik í augun á þeim. Maður var samt ekki rólegur og við sigldum þessu heim á seiglunni.“ Í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn mætir Fram annað hvort KA/Þór eða FH. Þórey gerir ráð fyrir því að andstæðingur laugardagsins verði Íslandsmeistararnir að norðan. „Ég á von á KA/Þór en það kemur í ljós á eftir. Ég á von á hörkuleik. Þetta er það skemmtilegasta sem maður gerir, að spila leiki upp á líf og dauða,“ sagði Þórey. Verið er að klára bikarkeppnina fyrir tímabilið 2020-21 sem ekki náðist að klára vegna kórónuveirufaraldursins. „Þetta er eina árið sem maður getur unnið tvær bikarkeppnir þannig að það er um að gera að gefa allt í þetta,“ sagði Þórey létt að lokum. Lovísa: Vantaði að fleiri hittu á sinn dag Lovísa Thompson sækir að vörn Fram.vísir/vilhelm Lovísa Thompson, leikmaður Vals, sagði að sóknarleikur liðsins hafi ekki verið nógu góður gegn Fram. Thea Imani Sturludóttir var í aðalhlutverki í sókninni hjá Val í fyrri hálfleik en aðrar náðu sér ekki nógu vel á strik. „Það vantaði að fleiri hittu á sinn dag. Því miður var þetta ekki nógu góður dagur hjá mörgum í liðinu. Thea var sjúklega góð í dag en það var erfitt fyrir hana að bera uppi sóknarleikinn,“ sagði Lovísa. Valsliðið spilaði vel framan af leik en undir lok fyrri hálfleik hallaði undan fæti, sérstaklega í sókninni. „Allir voru frekar ragir að skjóta og skutu illa. Þá vinnur þú ekki Fram. En við spiluðum fína vörn og þetta var ekki mikill markaleikur. Varnarleikur og markvarsla liðanna var góð og þá munar um að skora úr þessum færum sem þú færð,“ sagði Lovísa. Sara Sif Helgadóttir átti hörkuinnkomu í mark Vals og kom liðinu aftur inn í leikinn. „Sara var mjög fín og Saga [Sif Gísladóttir] var líka góð þannig að við erum með mjög gott markverðateymi. En við þurfum að skora úr færunum okkar,“ sagði Lovísa. Nú tekur við landsleikjahlé og eftir það fer Valur í áhugavert Evrópuverkefni. „Ég held að þetta sé tækifæri fyrir Val til að bæta sig. Við þurfum að núllstilla okkur. Við erum á leið í spennandi verkefni í Serbíu og ég vona að það hristi hópinn saman og við komum tvíefldar til leiks í næstu deildarleiki,“ sagði Lovísa að lokum.