Fram

Fréttamynd

Upp­gjör og við­töl: Haukar - Fram 20-28 | Sann­færandi sigur Fram

Fram sigraði Hauka örugglega með átta mörkum í 9. umferð Olís-deildar kvenna á Ásvöllum í kvöld. Liðin voru jöfn að stigum í 2. og 3. sæti deildarinnar fyrir leikinn og mátti búast við spennandi leik. Framarar áttu þó ekki í vandræðum með Hafnfirðinga í kvöld og endaði leikurinn 28-20.

Handbolti
Fréttamynd

Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri

„Heilt yfir er ég ánægð. Ánægð með þennan sigur, ekki sjálfgefið að taka tvo punkta hér,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Fram, eftir sigur síns liðs á Stjörnunni í Olís-deild kvenna. Lokatölur 18-24 og með sigrinum er Fram komið í annað sæti deildarinnar.

Handbolti
Fréttamynd

Fram flaug á­fram í bikarnum

Framkonur eru komnar í 8-liða úrslit Powerade-bikarsins í handbolta eftir öruggan sigur á Selfossi í kvöld, 26-19, þrátt fyrir að staðan væri jöfn snemma í seinni hálfleik.

Handbolti
Fréttamynd

Harpa Valey tryggði Sel­fossi stig

Selfoss og Fram gerðu 27-27 jafntefli í Olís-deild kvenna í kvöld. Harpa Valey Gylfadóttir skoraði jöfnunarmark Selfyssinga og Cornelia Hermansson tryggði þeim svo stig með því verja skot frá Ölfu Brá Hagalín á lokasekúndunum.

Handbolti
Fréttamynd

Fram fyrir Ljósið: „Veit að hún hugsar hlý­lega til okkar“

„Það er svolítið sárt að hugsa til þess en engu að síður þá veit ég að hún hugsar hlýlega til Ljóssins og okkar sem erum að vinna í þessu,“ segir Guðmundur Torfason, formaður knattspyrnudeildar Fram, sem missti Bryndísi systur sína úr krabbameini í byrjun árs. Framarar hafa nú ákveðið að lokaleikur þeirra í Bestu deildinni í ár verði til styrktar Ljósinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Orri Sigurður kallar leik­mann Fram ræfil

Orri Sigurður Ómarsson, leikmaður Vals í Bestu deild karla í fótbolta, og jafnframt bróðir Ómars Inga Guðmundssonar, þjálfara HK, tók ekki vel í það þegar derhúfa Ómars Inga var slegin af honum eftir dramatískan 2-1 sigur á Fram í næstsíðustu umferð deildarinnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sjáðu markið sem hélt lífi í vonum HK

Þorsteinn Aron Antonsson skoraði sigurmark HK gegn Fram á elleftu stundu í gær. HK-ingar eiga því enn möguleika á að halda sér í Bestu deild karla. Í gær unnu KR-ingar svo sinn þriðja sigur í röð þegar þeir sóttu fallna Fylkismenn heim.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Stór partur af mér sem per­sónu“

„Þetta var bara ótrúlega skemmtilegt. Við auðvitað töpuðum leiknum svo maður var smá tapsár en sældartilfinningin eiginlega trompaði það,“ segir Karen Knútsdóttir um fyrsta handboltaleik sinn í rúm tvö ár. Hún er snúin aftur á völlinn og ætlar að loka handboltaferlinum á eigin forsendum.

Handbolti
Fréttamynd

Sjáðu Andra Rúnar skjóta Fram í kaf

Vestri steig stórt skref í átt að því að halda sæti sínu í Bestu deild karla með 2-4 sigri á Fram í Úlfarsárdalnum í gær. Andri Rúnar Bjarnason skoraði þrjú mörk fyrir Vestramenn og lagði upp eitt.

Íslenski boltinn