Þórey Rósa: Fannst vanta blik í augun á þeim Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. september 2021 20:34 Þórey Rósa skorar eitt sjö marka sinna gegn Val. vísir/vilhelm Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði sjö mörk úr átta skotum þegar Fram tryggði sér sæti í bikarúrslitaleiknum með sigri á Val, 19-22, í kvöld. Hún var að vonum sátt í leikslok. „Það var ekki mikið skorað í leiknum og bæði lið spiluðu góða vörn. Á tímabili gat hvorugt liðið keypt sér mark og seinni hálfleikurinn var rosalega lengi að bíða. En þegar markvarslan kom small þetta hjá okkur,“ sagði Þórey við Vísi eftir leik. Fram náði undirtökunum með því að skora síðustu fjögur mörk fyrri hálfleiks. Staðan að honum loknum var 10-12, Frömmurum í vil. „Það var mjög mikilvægur kafli. Þær komu samt til baka og maður var aldrei almennilega rólegur. Þetta var fyrst og fremst ótrúlega gaman. Mér fannst við vinna bæði inni á vellinum og í stúkunni,“ sagði Þórey. Valskonur sóttu hart að Framkonum undir lokin en án árangurs. „Mér fannst þær ekki almennilega hafa trú á því að þær gætu náð okkur, ef ég á að segja alveg eins og er. Mér fannst vanta eitthvað blik í augun á þeim. Maður var samt ekki rólegur og við sigldum þessu heim á seiglunni.“ Í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn mætir Fram annað hvort KA/Þór eða FH. Þórey gerir ráð fyrir því að andstæðingur laugardagsins verði Íslandsmeistararnir að norðan. „Ég á von á KA/Þór en það kemur í ljós á eftir. Ég á von á hörkuleik. Þetta er það skemmtilegasta sem maður gerir, að spila leiki upp á líf og dauða,“ sagði Þórey. Verið er að klára bikarkeppnina fyrir tímabilið 2020-21 sem ekki náðist að klára vegna kórónuveirufaraldursins. „Þetta er eina árið sem maður getur unnið tvær bikarkeppnir þannig að það er um að gera að gefa allt í þetta,“ sagði Þórey létt að lokum. Olís-deild kvenna Fram Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Fram 19-22 | Fram í bikarúrslit fimmta árið í röð Fram er komið í fimmta bikarúrslitaleikinn á jafn mörgum árum eftir sigur á Val, 19-22, á Ásvöllum í kvöld. Í úrslitaleiknum á laugardaginn mætir Fram sigurvegaranum úr seinni undanúrslitaleiknum, milli KA/Þórs og FH. 30. september 2021 20:20 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
„Það var ekki mikið skorað í leiknum og bæði lið spiluðu góða vörn. Á tímabili gat hvorugt liðið keypt sér mark og seinni hálfleikurinn var rosalega lengi að bíða. En þegar markvarslan kom small þetta hjá okkur,“ sagði Þórey við Vísi eftir leik. Fram náði undirtökunum með því að skora síðustu fjögur mörk fyrri hálfleiks. Staðan að honum loknum var 10-12, Frömmurum í vil. „Það var mjög mikilvægur kafli. Þær komu samt til baka og maður var aldrei almennilega rólegur. Þetta var fyrst og fremst ótrúlega gaman. Mér fannst við vinna bæði inni á vellinum og í stúkunni,“ sagði Þórey. Valskonur sóttu hart að Framkonum undir lokin en án árangurs. „Mér fannst þær ekki almennilega hafa trú á því að þær gætu náð okkur, ef ég á að segja alveg eins og er. Mér fannst vanta eitthvað blik í augun á þeim. Maður var samt ekki rólegur og við sigldum þessu heim á seiglunni.“ Í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn mætir Fram annað hvort KA/Þór eða FH. Þórey gerir ráð fyrir því að andstæðingur laugardagsins verði Íslandsmeistararnir að norðan. „Ég á von á KA/Þór en það kemur í ljós á eftir. Ég á von á hörkuleik. Þetta er það skemmtilegasta sem maður gerir, að spila leiki upp á líf og dauða,“ sagði Þórey. Verið er að klára bikarkeppnina fyrir tímabilið 2020-21 sem ekki náðist að klára vegna kórónuveirufaraldursins. „Þetta er eina árið sem maður getur unnið tvær bikarkeppnir þannig að það er um að gera að gefa allt í þetta,“ sagði Þórey létt að lokum.
Olís-deild kvenna Fram Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Fram 19-22 | Fram í bikarúrslit fimmta árið í röð Fram er komið í fimmta bikarúrslitaleikinn á jafn mörgum árum eftir sigur á Val, 19-22, á Ásvöllum í kvöld. Í úrslitaleiknum á laugardaginn mætir Fram sigurvegaranum úr seinni undanúrslitaleiknum, milli KA/Þórs og FH. 30. september 2021 20:20 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Umfjöllun: Valur - Fram 19-22 | Fram í bikarúrslit fimmta árið í röð Fram er komið í fimmta bikarúrslitaleikinn á jafn mörgum árum eftir sigur á Val, 19-22, á Ásvöllum í kvöld. Í úrslitaleiknum á laugardaginn mætir Fram sigurvegaranum úr seinni undanúrslitaleiknum, milli KA/Þórs og FH. 30. september 2021 20:20