Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Elísa veik og ekki með

Elísa Elíasdóttir er lasin og verður ekki með íslenska landsliðinu gegn Þjóðverjum í dag. Landsliðsþjálfararnir gera tvær breytingar á leikmannahópi Íslands.

Handbolti
Fréttamynd

„Við sjáum mögu­leika þarna“

„Ég fór á mitt fyrsta stórmót fyrir 14 árum. Þetta hefur verið svolítil bið og loksins kom þetta,“ segir Sunna Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins um sigur á Úkraínu í fyrrakvöld. Nú er komið að næsta verkefni.

Handbolti
Fréttamynd

„Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“

Díana Dögg Magnúsdóttir þekkir þýska landsliðið betur en margur í íslenska kvennalandsliðinu enda leikið í Þýskalandi undanfarin ár. Hún segir töluverða pressu á Þjóðverjunum og hjá þeim hafi gengið á ýmsu.

Handbolti
Fréttamynd

Úti­lokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir það mikið högg ef Ómar Ingi Magnússon verður ekki með á HM í næsta mánuði. Hann er samt ekki tilbúinn að útiloka þátttöku hans á mótinu. 

Handbolti
Fréttamynd

Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóð­verja

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir Þýskalandi í úrslitaleik um sæti í milliriðli á EM 2024 í kvöld. Til að brýna sig fyrir leikinn mikilvæga geta stelpurnar okkar rifjað upp eftirminnilegan sigur á Þjóðverjum á HM 2011.

Handbolti
Fréttamynd

Ómar Ingi ekki með á HM

Íslenski landsliðsmaðurinn Ómar Ingi Magnússon mun ekki geta tekið þátt á HM með íslenska landsliðinu í næsta mánuði sökum meiðsla sem hann varð fyrir í leik með Magdeburg um síðastliðna helgi.

Handbolti
Fréttamynd

„Þýska liðið er allt önnur skepna“

„Við þurfum alvöru frammistöðu, og það í sextíu mínútur,“ segir landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson um leik dagsins við Þýskaland á EM kvenna í handbolta. Um er að ræða hreinan úrslitaleik um sæti í milliriðli.

Handbolti
Fréttamynd

Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin

Stelpurnar okkar hafa gert vel í íþróttaborginni Innsbruck hingað til. Þær voru nærri sigri gegn Hollandi, unnu svo sögulegan sigur á Úkraínu. Í kvöld er komið að lokaverkefninu hér í bæ, gegn þýska stálinu.

Handbolti
Fréttamynd

„Þá rennur stressið af manni“

Elín Klara Þorkelsdóttir hefur farið mikinn og stýrt leik íslenska kvennalandsliðsins af mikilli yfirvegun þrátt fyrir ungan aldur á hennar fyrsta stórmóti. Hún nýtur sín vel á EM í Innsbruck.

Handbolti
Fréttamynd

„Gæsa­húð alls­staðar“

„Tilfinningin var æðisleg. Þetta var magnað að vera hluti af þessu liði sem afrekaði þetta. Það var gæsahúð allsstaðar. Þetta var frábært,“ segir Elísa Elíasdóttir sem spilaði vel á línu og í vörn í sigri Íslands á Úkraínu á EM kvenna í handbolta í gær.

Handbolti
Fréttamynd

Hugsaði lítið og stressaði sig minna

„Þetta er ótrúlega stórt og mjög skemmtilegt. Það er gott að vera loksins búin að ná þessum sigri,“ segir Díana Dögg Magnúsdóttir, sem átti stóran þátt í 27-24 sigri Íslands á Úkraínu á EM í Innsbruck í gær.

Handbolti
Fréttamynd

Skýrsla Vals: Sögu­leg snilld

Eftir sjö töp í sjö leikjum kom fyrsti sigur íslensks kvennalandsliðs á Evrópumóti í kvöld. Mikilvægum áfanga náð í vegferð þessa liðs sem ætlar sér enn meira.

Handbolti
Fréttamynd

„Ég held að við getum al­veg staðið í Þjóð­verjum“

„Vá. Geggjað að vera partur af þessu og ótrúlega gaman að klára þetta,“ sagði Berglind Þorsteinsdóttir innt eftir viðbrögðum við fyrsta stórmótasigri íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Varnarvinna hennar spilaði stóran þátt í 27-24 sigri gegn Úkraínu á Evrópumótinu.

Handbolti
Fréttamynd

Orri skoraði sjö í risasigri

Orri Freyr Þorkelsson skoraði sjö mörk fyrir Sporting er liðið vann vægast sagt öruggan 18 marka sigur gegn Avanca í portúgalska handboltanum í kvöld, 34-16.

Handbolti
Fréttamynd

„Þær eru svo­lítið þyngri“

„Þetta leggst bara vel í mig. Við erum búnar að hvíla vel núna og undirbúa liðið vel. Mér finnst stelpurnar mjög stemmdar,“ segir aðstoðarlandsliðsþjálfarinn Ágúst Jóhannsson fyrir leik kvennalandsliðs Íslands við Úkraínu á EM í Innsbruck.

Handbolti
Fréttamynd

Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný

Eftir fjögurra leikja taphrinu virðist Íslendingalið Magdeburg vera að komast á flug á ný og hefur nú unnið tvo leiki í röð eftir öruggan sigur gegn Bietigheim-Metterzimmern í þýsku deildinni í handbolta í dag.

Handbolti