Handbolti

Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dana Björg Guðmundsdóttir raðaði inn mörkum í dag.
Dana Björg Guðmundsdóttir raðaði inn mörkum í dag. HSÍ

Íslenska landsliðskonan Dana Björg Guðmundsdóttir og félagar hennar í Volda héldu sigurgöngu sinni áfram í dag.

Volda mætti norður til Þrándheims og vann tólf marka sigur á heimakonum í Trondheim Topphåndball, 37-25.

Volda er í toppsæti deildarinnar en liðið hefur unnið tíu síðustu leiki sína.

Volda var þremur mörkum yfir í hálfleik, 14-11, en vann seinni hálfleikinn 23-13.

Dana Björg var markahæst í sínu liði með átta mörk. Hún fór á kostum í seinni hálfleiknum þar sem hún skoraði sex af átta mörkum sinum.

Þrjú af átta mörkum Dönu komu úr hraðaupphlaupum.

Nora Jakobsson Van Stam skoraði sjö mörk og var næstmarkahæst á eftir Dönu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×