Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Isavia sýknað af bóta­kröfu vegna út­boðs á verslunar­rými

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í síðasta mánuði Isavia af bótakröfu fyrirtækisins Drífu ehf., sem fer með rekstur Icewear. Drífa krafðist bóta úr hendi Isavia vegna þess að fyrirtækinu var ekki úthlutað verslunarrými á Keflavíkurflugvelli í kjölfar útboðs árið 2014.

Innlent
Fréttamynd

Play opnar úti­bú í Litháen

Lággjaldaflugfélagið Play mun opna útibú í Vilníus í Litháen í næsta mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu tengt ársfjórðungsuppgjöri, en þar var jafnframt sagt frá því að sætanýting félagsins hafi aukist um 30% milli mánaða og var 67,7% í október.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ó­breytt á landa­mærunum til 15. janúar

Sóttvarnaraðgerðir á landamærunum verða óbreyttar til 15. janúar. Heilbrigðisráðherra hefur tekið þá ákvörðun að framlengja reglugerðina um sóttvarnarráðstafanir þar vegna Covid-19 en ástæðan er sögð fjölgun smita innanlands að undanförnu.

Innlent
Fréttamynd

Lögmönnum fjölskyldna þeirra sem fórust með MH17 ógnað

Lögfræðingar fjölskyldna fólks sem dó þegar flugvélin MH17 var skotin niður yfir Úkraínu hafa orðið fyrir ógnunum. Yfirvöld Hollands telja rússneska útsendarar á bakvið þær en réttarhöld standa nú yfir í Hollandi gegn mönnum frá Rússlandi og Úkraínu sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á ódæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Kvartaði til Sam­göngu­stofu vegna of dýrs flug­miða

Farþegi sem vildi komast heim til Spánar frá Íslandi í tæka tíð fyrir lokun landamæra Spánar á síðasta ári vegna kórónuveirufaraldursins hafði ekki erindi sem erfiði hjá Samgöngustofu, eftir að hann kvartaði undan því að flugmiðinn sem hann keypti hafi verið of dýr.

Neytendur
Fréttamynd

Flaug fjóra metra vegna loft­streymis frá einka­þotu

Hún var myndarleg byltan sem flugáhugamaðurinn Benedikt Sveinsson fékk er hann var að fylgjast með einkaþotu hefja flugtak á Reykjavíkurflugvelli á dögunum. Lofstreymi frá hreyflum vélarinnar feykti honum um koll út á Suðurgötuna. Spurningamerki hefur verið sett við öryggi vegfarenda á þessum slóðum í umræðum um málið.

Innlent
Fréttamynd

Rakel Eva flytur sig frá Marel til Play

Rakel Eva Sævarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður sjálfbærni- og samfélagsábyrgðar hjá flugfélaginu Play. Í tilkynningu frá flugfélaginu segir að hún muni í starfinu móta og innleiða sjálfbærnistefnu félagsins ásamt því að skilgreina sjálfbærnitengd markmið þess sem snúa að umhverfismálum, félagslegum þáttum, stjórnarháttum og öðrum rekstrarlegum þáttum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Hryllings­sagna­beiðni“ ASÍ var hvatning um að skipta um stéttar­fé­lag

Í tölvu­pósti sem Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) sendi á flug­liða sem starfa hjá flug­fé­laginu Play voru þeir hvattir til að ganga í Flug­freyju­fé­lag Ís­lands (FFÍ) og þeim heitið trúnaði sem vildu hafa sam­band við sam­bandið. „Það er alltaf vel­komið að hafa sam­band við okkur per­sónu­lega, í síma eða tölvu­pósti,“ stóð í lok póstsins. Birgir Jóns­son, for­stjóri Play, hélt því fram í Silfrinu í dag að ASÍ hafi af fyrra bragði sent starfs­mönnum hans tölvu­pósta þar sem væri óskað eftir „hryllings­sögum“.

Viðskipti innlent