Viðskipti innlent

Glæ­ný flug­vél bætist í flota Play

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Vélin verður sú fyrsta í röð þriggja sem bætast í flota flugfélagsins í sumar.
Vélin verður sú fyrsta í röð þriggja sem bætast í flota flugfélagsins í sumar. PLAY

Flugfélagið PLAY hefur fengið glænýja Airbus A320neo flugvél afhenta. Vélin kemur beint úr verksmiðju flugvélaframleiðandans í Frakklandi og sú fyrsta af þessari tegund í flota flugfélagsins.

Í vélinni er pláss fyrir 174 farþega og bætist önnur vél af sömu við flota flugfélagsins í sumar ásamt langdrægri Airbus A321neo LR þotu. Fyrir eru þrjár flugvélar af tegundinni Airbus A321. 

Nýja vélin er því sambærileg þeim sem fyrri eru, en er minni, og þykir hentug viðbót í leiðakerfi flugfélagsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá flugfélaginu.

„Þessar vélar hafa fengið mjög góðar viðtökur frá farþegum okkar. Þær eru búnar nýjustu tækni og eru því hljóðlátari og um leið sparneytnari, sem fellur vel að markmiðum PLAY um að draga úr kostnaði og minnka losun kolefna,“ segir Arnar Már Magnússon framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs PLAY.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×