Viðskipti innlent

Flugfélögin leiða lækkanir á eldrauðum markaði

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Flugvélar Icelandair við Leifsstöð
Flugvélar Icelandair við Leifsstöð Vísir/Vilhelm.

Það hefur verið rautt að litast um í kauphöllinni í morgun. Flugfélögin tvö, Icelandair og Play hafa lækkað mest.

Þegar þetta er skrifað hefur úrvalsvísitalan lækkað um 4,48 prósent það sem af er morgni. Á aðalmarkaði kauphallarinnar hefur gengi allra félaga sem þar eru skráð lækkað.

Icelandair leiðir lækkunina og er gengi félagsins í 1,55 þegar þetta er skrifað, lækkun upp á 13,17 prósent frá dagslokagengi á föstudaginn. Viðskipti með bréfin hafa þó ekki verið mikil eða 99 milljónir.

Gengi flugfélagsins Play, sem skráð er á First North markaðinn, hefur einnig lækkað og stendur það nú í 20,4, lækkun upp á 7,27 prósent.

Rekja má lækkun á gengi bréfa flugfélaganna tveggja til hækkandi olíuverðs vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Olíuverð í heiminum hefur ekki verið hærra í mörg ár vegna innrásarinnar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×