Einkaþota óligarka á meðal hátt í hundrað kyrrsettra véla Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. mars 2022 23:31 Róman Abramóvítsj er einn auðugasti maður Rússlands og sagður innsti koppur í búri hjá sjálfum Pútín. Sjálfur þvertekur hann þó fyrir það, en það hefur ekki komið í veg fyrir að vesturlönd hafi beitt hann víðtækum þvingunum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Mikhail Svetlov/Getty Viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna hefur kyrrsett hátt í hundrað flugvélar með tengsl við Rússland. Þeirra á meðal er flugvél í eigu óligarkans og milljarðamæringsins Rómans Abramóvítsj. Ráðuneytið segir að kyrrsetning vélanna sé liður í refsiaðgerðum Bandaríkjanna vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þá geti það leitt til þungra sekta og jafnvel fangelsisrefsingar að þjónusta vélarnar hvar sem er í heiminum, jafnvel innan Rússlands. Flestar vélanna sem um ræðir eru farþegaþotur, meðal annars á vegum rússneska ríkisflugfélagsins Aeroflot. Þó er á listanum að finna eina einkaþotu í eigu Rómans Abramóvítsj, eins auðugasta manns Rússlands og núverandi eiganda enska knattspyrnuliðsins Chelsea. Abramóvítsj er einn þeirra sjö óligarka sem bresk stjórnvöld hafa beitt viðskiptaþvingunum vegna innrásarinnar, meðal annars með þeim afleiðingum að starfsemi Chelsea hefur verið verulega skert. Félagið hefur nú verið sett í söluferli sem breska ríkið hefur yfirumsjón með, og rann tilboðsfrestur í félagið út í kvöld. Abramóvítsj er sagður hafa náin tengsl við Vladímír Pútín Rússlandsforseta, en auðmaðurinn hefur sjálfur neitað fyrir það. Vilja hefta ferðagetu Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, Gina Raimondo, segir að kyrrsetning flugvélanna sé bein viðbrögð við „miskunnarlausu stríði Rússa í Úkraínu sem þeir völdu sjálfir að fara í.“ „Við munum birta lista til þess að gera heiminum ljóst að við munum ekki leyfa rússneskum og hvítrússneskum fyrirtækjum og óligörkum að ferðast refsilaust, í trássi við lög.“ Bandaríkin, Kanada og fjöldi Evrópuríkja hafði þegar bannað rússneskum flugvélum að koma inn í lofthelgi sína, sem hefur gert rússneskum flugfélögum afar erfitt fyrir með áætlunarflug. Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Fréttir af flugi Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Fleiri fréttir Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Sjá meira
Ráðuneytið segir að kyrrsetning vélanna sé liður í refsiaðgerðum Bandaríkjanna vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þá geti það leitt til þungra sekta og jafnvel fangelsisrefsingar að þjónusta vélarnar hvar sem er í heiminum, jafnvel innan Rússlands. Flestar vélanna sem um ræðir eru farþegaþotur, meðal annars á vegum rússneska ríkisflugfélagsins Aeroflot. Þó er á listanum að finna eina einkaþotu í eigu Rómans Abramóvítsj, eins auðugasta manns Rússlands og núverandi eiganda enska knattspyrnuliðsins Chelsea. Abramóvítsj er einn þeirra sjö óligarka sem bresk stjórnvöld hafa beitt viðskiptaþvingunum vegna innrásarinnar, meðal annars með þeim afleiðingum að starfsemi Chelsea hefur verið verulega skert. Félagið hefur nú verið sett í söluferli sem breska ríkið hefur yfirumsjón með, og rann tilboðsfrestur í félagið út í kvöld. Abramóvítsj er sagður hafa náin tengsl við Vladímír Pútín Rússlandsforseta, en auðmaðurinn hefur sjálfur neitað fyrir það. Vilja hefta ferðagetu Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, Gina Raimondo, segir að kyrrsetning flugvélanna sé bein viðbrögð við „miskunnarlausu stríði Rússa í Úkraínu sem þeir völdu sjálfir að fara í.“ „Við munum birta lista til þess að gera heiminum ljóst að við munum ekki leyfa rússneskum og hvítrússneskum fyrirtækjum og óligörkum að ferðast refsilaust, í trássi við lög.“ Bandaríkin, Kanada og fjöldi Evrópuríkja hafði þegar bannað rússneskum flugvélum að koma inn í lofthelgi sína, sem hefur gert rússneskum flugfélögum afar erfitt fyrir með áætlunarflug.
Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Fréttir af flugi Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Fleiri fréttir Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Sjá meira