Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Ferðamönnum gæti fækkað um tíu til tólf prósent

Gangi áætlanir um fækkun flugvéla WOW air eftir gæti ferðamönnum á Íslandi fækkað um tíu til tólf prósent, ef ekkert annað kemur á móti. Indigo Partners mun fjárfesta í WOW air fyrir 9,4 milljarða króna ef skuldabréfaeigendur samþykkja að gefa eftir ýmis réttindi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ferðamönnum fækki og verðið hækki

Talið er að WOW air muni ferja um 30 prósent ferðamanna til landsins í ár. Hátt í helmingsminnkun flugflotans mun að öllum líkindum leiða til færri ferðamanna á næsta ári. Nema önnur flugfélög grípi boltann.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

WOW hverfur aftur til fortíðar

Um 350 manns var sagt upp störfum hjá WOW air í dag. Forstjóri segir aðgerðina hafa verið nauðsynlega til að einfalda reksturinn og hverfa aftur til sama rekstrarmódels og var notað árið 2016. Það þýðir engar breiðþotur, færri flugvélar og færri áfangastaðir. Skúli Mogensen segist hafa gert mistök og ætlað sér of mikið.

Innlent
Fréttamynd

„Mjög þungt hljóð í félagsmönnum“

Orri Þrastarson, varaformaður Flugfreyjufélags Íslands, segir mjög þungt hljóð í félagsmönnum eftir daginn í dag en fjörutíu fastráðnir flugliðar hjá WOW air misstu vinnuna í dag auk tuga annarra sem voru með tímabundna sem verða ekki endurnýjaðir.

Innlent