Viðskipti innlent

Kröfuhafar sagðir fylgjandi umbreytingu skulda WOW air í hlutafé

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Engar upplýsingar fást frá forsvarsmönnum WOW air að svo stöddu.
Engar upplýsingar fást frá forsvarsmönnum WOW air að svo stöddu. Vísir/EPA
Kröfuhafar flugfélagsins WOW air funduðu í kvöld um áætlun um að breyta skuldum félagsins í 49 prósent hlutafjár í félaginu. Mbl greinir frá því.

Í frétt Mbl.is segir að einhugur hafi verið meðal kröfuhafa um áætlunina, sem gangi út á að bjóða 51 prósent til kaups á um 40 milljónir Bandaríkjadala, sem samsvarar um fimm milljörðum íslenskra króna.

Viðmælandi Mbl.is, einn af eigendum skuldabréfa félagsins, segir fundinn hafa verið jákvæðan og að verið sé að safna staðfestingum á áætluninni. Þá kemur fram að þegar tilskilinn meirihluti kröfuhafa og skuldabréfaeigenda hafi samþykkt áætlunina verði hún virkjuð.

Hvorki náðist í Skúla Mogensen, eiganda og forstjóra WOW air, né Svanhvíti Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa félagsins, við vinnslu þessarar fréttar.


Tengdar fréttir

Skúli þarf fimm milljarða til að halda flugi

Forsvarsmenn WOW leggja til fækkun í vélaflota og að skuldum verði breytt í hlutafé svo hægt sé að halda rekstri áfram. Starfsmenn flugfélagsins viðra hugmyndir um að leggja brot launa í hlutafé.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×