Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

„Upp úr riðlinum, takk!“

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir leikmenn liðsins ekki komna í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar til þess eins að taka þátt. Spennan sé mikil fyrir verkefninu.

Fótbolti
Fréttamynd

„Búnir að blása af Tenerife-ferðir“

Oliver Sigurjónsson, leikmaður karlaliðs Breiðabliks í fótbolta er virkilega spenntur fyrir komandi verkefni liðsins í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu en í dag fengu Blikar að vita hvaða liðum þeir myndu mæta í riðlakeppninni. Oliver segir Blika ekki mæta í þessa keppni bara til að taka þátt, þeir ætla sér stig.

Fótbolti
Fréttamynd

Riðlar Evrópu­deildarinnar: Liver­pool til Frakk­lands | Brig­hton fær verðugt verk­efni

Dregið var í riðla­­keppni Evrópu­­deildarinnar í fót­­bolta núna í morgun en lið úr ensku úr­­vals­­deildinni á borð við Liver­pool, West Ham United og Brig­hton voru í pottinum á­­samt öðrum vel þekktum liðum úr Evrópu­­boltanum. Sevilla er ríkjandi Evrópu­­deildar­­meistari eftir sigur gegn Roma í úr­­slita­­leik síðasta tíma­bils.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þá kemur auð­vitað leiðin­lega svarið: Það er FH á sunnu­daginn“

„Það sem við ætluðum að passa upp á að láta ekki spennustigið, láta ekki viðburðinn ná stjórn á okkur. Ætluðum að reyna halda í helstu gildin okkar, þora að halda boltanum, þora að koma framarlega, þora að spila sóknarleik. Ekki að lenda í því að fara verja forystuna,“ sagði Óskar Hrafn um leikskipuleg gærkvöldsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Laugar­dals­völlur eini mögu­leiki Blika hér á landi

Breiðablik komst í gær í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Er þetta í fyrsta skipti sem karlalið frá Íslandi kemst svo langt í Evrópukeppni. Þó mikil gleði fylgi slíkum árangri þá fylgja því líka ýmis vandamál, til að mynda hvar skal spila leikina?

Fótbolti
Fréttamynd

„Settum tóninn strax í upphafi leiks“

Amanda Jacobsen Andradóttir lék á als oddi í framlínu Vals þegar liðið skellti Þór/KA með sex mörkum gegn engu í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld. Samherjar Amöndu nutu góðs af spilamennsku hennar en hún lagði upp fjögur marka Valsliðsins eftir að hafa brotið ísinn með fyrsta marki leiksins. 

Fótbolti
Fréttamynd

Fyrir­liði Breiða­bliks eftir af­rek kvöldsins: „Hug­rekki, trú og barna­háttur hefur skilað okkur hingað“

„Ótrúlega stoltur, þetta er búið að vera vegferð sem við hófum fyrir þremur árum, eiginlega fjórum. Hugrakkir og barnalegir í Þrándheimi, skíttöpuðum þar. Það í raun lagði fyrsta steininn að þessu,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu.

Fótbolti