Líkar illa við nær alla dómara Englands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. nóvember 2023 21:30 De Zerbi alltaf hress. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Roberto De Zerbi, þjálfari Brighton & Hove Albion, var allt annað en sáttur þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu fyrr í dag. Sagði þjálfarinn að honum væri illa við 80 prósent allra dómara á Englandi. De Zerbi fékk áminningu í dag skömmu eftir að Adam Webster stýrði boltanum í eigið net og jafnaði þar með metin fyrir Sheffield. Hinn 44 ára gamli De Zerbi fékk fjögur gul spjöld og eitt rautt á síðustu leiktíð og var þar af leiðandi tvívegis dæmdur í eins leiks bann. „Ég er hreinskilinn, mér líkar ekki við 80 prósent allra dómara á Englandi. Þetta er ekki nýtt, mér líkar ekki vel við þá.“ „Vegna hegðunar þeirra, mér líkar ekki hegðun þeirra á vellinum,“ svaraði Ítalinn um hæl aðspurður hví honum væri svona í nöp við dómarastéttina á Englandi. Brighton boss Roberto De Zerbi: "I don t like 80% of English referees. That isn t a new opinion. I don t like them." pic.twitter.com/FJAIHLhQCv— Mirror Football (@MirrorFootball) November 12, 2023 Brighton missti mann af velli á 69. mínútu þegar Mahmoud Dahoud fékk beint rautt spjald fyrir tæklingu á Ben Osborn. „Það voru tveir leikir, einn áður en rauða spjaldið fór á loft og annar þegar við vorum með 10 leikmenn inn á. Í fyrri leiknum áttum við skilið að vinna með meira en einu marki en vegna mistaka okkar var staðan 1-0. Í seinni leiknum fengum við á okkur mark.“ „Við höfum tapað fjórum stigum, tveimur gegn Fulham og tveimur í dag, gegn tveimur skotum á markið. Það er óheppilegt.“ Þjálfarinn sagðist þó sætta sig við rauða spjaldið en gagnrýndi stöðugleika myndbandsdómgæslu (e. VAR) ensku úrvalsdeildarinnar. „Ef við vörum eftir nýju reglunum er þetta augljóst rautt spjald. En ég var leikmaður og ef við förum eftir aðstæðum þá er þetta ekki rautt spjald, en við verðum að sætta okkur við það. Dahoud veit að hann gerði mistök.“ „England er eina landið þar sem maður er ekki viss hvort ákvörðunin sem VAR tekur sé rétt. Í öðrum ertu viss um að dómarinn hafi 100 prósent rétt fyrir sér. Í Englandi er það ekki svoleiðis, ég skil ekki af hverju.“ Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Aston Villa í Meistaradeildarbaráttu en Brighton fatast flugið Aston Villa vann 3-1 sigur á Fulham í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Sigurinn þýðir að Villa er komið í hörku baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Slakt gengi Brighton & Hove Albion heldur áfram og þá unnu Hamrarnir í West Ham United góðan sigur. 12. nóvember 2023 16:20 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
De Zerbi fékk áminningu í dag skömmu eftir að Adam Webster stýrði boltanum í eigið net og jafnaði þar með metin fyrir Sheffield. Hinn 44 ára gamli De Zerbi fékk fjögur gul spjöld og eitt rautt á síðustu leiktíð og var þar af leiðandi tvívegis dæmdur í eins leiks bann. „Ég er hreinskilinn, mér líkar ekki við 80 prósent allra dómara á Englandi. Þetta er ekki nýtt, mér líkar ekki vel við þá.“ „Vegna hegðunar þeirra, mér líkar ekki hegðun þeirra á vellinum,“ svaraði Ítalinn um hæl aðspurður hví honum væri svona í nöp við dómarastéttina á Englandi. Brighton boss Roberto De Zerbi: "I don t like 80% of English referees. That isn t a new opinion. I don t like them." pic.twitter.com/FJAIHLhQCv— Mirror Football (@MirrorFootball) November 12, 2023 Brighton missti mann af velli á 69. mínútu þegar Mahmoud Dahoud fékk beint rautt spjald fyrir tæklingu á Ben Osborn. „Það voru tveir leikir, einn áður en rauða spjaldið fór á loft og annar þegar við vorum með 10 leikmenn inn á. Í fyrri leiknum áttum við skilið að vinna með meira en einu marki en vegna mistaka okkar var staðan 1-0. Í seinni leiknum fengum við á okkur mark.“ „Við höfum tapað fjórum stigum, tveimur gegn Fulham og tveimur í dag, gegn tveimur skotum á markið. Það er óheppilegt.“ Þjálfarinn sagðist þó sætta sig við rauða spjaldið en gagnrýndi stöðugleika myndbandsdómgæslu (e. VAR) ensku úrvalsdeildarinnar. „Ef við vörum eftir nýju reglunum er þetta augljóst rautt spjald. En ég var leikmaður og ef við förum eftir aðstæðum þá er þetta ekki rautt spjald, en við verðum að sætta okkur við það. Dahoud veit að hann gerði mistök.“ „England er eina landið þar sem maður er ekki viss hvort ákvörðunin sem VAR tekur sé rétt. Í öðrum ertu viss um að dómarinn hafi 100 prósent rétt fyrir sér. Í Englandi er það ekki svoleiðis, ég skil ekki af hverju.“
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Aston Villa í Meistaradeildarbaráttu en Brighton fatast flugið Aston Villa vann 3-1 sigur á Fulham í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Sigurinn þýðir að Villa er komið í hörku baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Slakt gengi Brighton & Hove Albion heldur áfram og þá unnu Hamrarnir í West Ham United góðan sigur. 12. nóvember 2023 16:20 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Aston Villa í Meistaradeildarbaráttu en Brighton fatast flugið Aston Villa vann 3-1 sigur á Fulham í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Sigurinn þýðir að Villa er komið í hörku baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Slakt gengi Brighton & Hove Albion heldur áfram og þá unnu Hamrarnir í West Ham United góðan sigur. 12. nóvember 2023 16:20