Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Ljós, lykt og lautartúrar

Í fyrradag sat ég á gangstéttarkaffihúsi í Edinborg, sötraði morgunkaffið og pírði augun upp í sólina, alsæl. Það var 8 gráðu hiti og nístingsvindur en sólin skein og það eitt skipti máli. Skotarnir, sem þó kalla ekki allt ömmu sína hvað viðvíkur kulda, hristu höfuðið yfir þessari klikkuðu konu, vöfðu úlpunum þéttar að sér og keyrðu hökur niður í bringur. Gamall maður sem átti leið fram hjá kom til mín með áhyggjusvip og sagði: „Viltu ekki fara inn, vinan, það slær að þér. Vorið ætlar að láta bíða eftir sér í ár.“

Bakþankar
Fréttamynd

Hin rökrétta niðurstaða

Mörgum er þungbært að fylgjast með réttarhöldunum yfir fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik, sem nú fara fram í Ósló. Fólki finnst erfitt að rifja upp hina skelfilegu atburði í Ósló og Útey í júlí í fyrra. Fyrir aðstandendur fórnarlambanna og eftirlifendur hlýtur það að vera mikið andlegt álag.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hversdagshelförin

Það á ekki af okkur Íslendingum að ganga. Rúmum þremur árum eftir hrun er andrúmsloftið orðið svo lævi blandið að leita þarf allt aftur til Þýskalands nasismans til að finna annað eins.

Bakþankar
Fréttamynd

Eru þetta allt þröngsýn fífl?

Hvað eiga Warren Buffett, einn virtasti fjárfestir heims, Paul Krugman, prófessor og Nóbelsverðlaunahafi, Martin Feldstein, efnahagsráðgjafi margra forseta Bandaríkjanna, og Simon Johnson, prófessor við MIT og fyrrverandi aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sameiginlegt?

Fastir pennar
Fréttamynd

Vegurinn heim

Á dögunum var ég að blaða í gegnum pappíra heima í stofu og rakst þá á frétt sem ég skrifaði fyrir margt löngu um fjölfarinn vegarslóða vestur á fjörðum. Við lesturinn fékk ég heimþrá. Heimamenn voru að barma sér yfir sviknum loforðum um vegabætur og fékk ég þær upplýsingar að á vegarkaflanum hafði helstu hindrunum á leiðinni verið gefin örnefni – voru það gjarnan stærstu steinarnir sem höfðu komið í ljós í gegnum árin og verið skírð eftir mönnum sem höfðu strandað bílum sínum á veginum – gjarnan í illviðrum. Ég á sjaldan leið um Vestfirði, svo ég hef aldrei séð þessar klettamyndanir á veginum – en ég geri ráð fyrir að þær séu fallegar, rétt eins og náttúran öll þarna fyrir vestan.

Bakþankar
Fréttamynd

Andrúmsloftið og ábyrgðin

Steingrímur J. Sigfússon ráðherra og leiðtogi Vinstri grænna sagði þingmönnum í gær að engin ástæða væri til að fara á taugum og slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Það er rétt hjá ráðherranum. Það að framkvæmdastjórn ESB hafi nýtt rétt sinn samkvæmt EES-samningnum til að gerast aðili að málsókn Eftirlitsstofnunar EFTA er ekki óvænt, ekki óeðlilegt og ekki til marks um neinn "fjandskap“ í garð Íslendinga eins og sumir stjórnmálamenn hafa haldið fram á síðustu dögum. Framkvæmdastjórnin sinnir því hlutverki sínu að passa upp á regluverk sambandsins og í Icesave-málinu er tekizt á um lögfræðileg grundvallaratriði varðandi innistæðutryggingakerfi ESB.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skýrar leiðir til lengri tíma

Námskeið sem eru skilyrði fyrir því að fólk fái forsamþykki fyrir ættleiðingu verða ekki haldin í bili á vegum Íslenskrar ættleiðingar. Ástæðan er fjárskortur. Námskeiðin hafa verið haldin til að uppfylla skilyrði Haag-samningsins um alþjóðlegar ættleiðingar en þar er því lofað að þjálfa og undirbúa væntanlega kjörforeldra eins vel og kostur er. Íslensk ættleiðing hefur annast þetta námskeiðahald fyrir væntanlega kjörforeldra og hafa námskeiðin mælst vel fyrir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Byggt

Umræðan um nýja Landspítalann er snúin. Svo snúin að maður veit ekki hvort endanlega sé búið að ákveða að byggja hann og hafa hann þarna við Hringbrautina. Allavega eru menn ennþá að koma fram og segja að þetta sé kolröng staðsetning. Þangað sé til dæmis svo löng leið úr fjölmennu úthverfunum og nágrannasveitarfélögunum í suðri. Það er líka talað um mikilvægi nálægðarinnar við flugvöllinn í Vatnsmýrinni en á hann ekki bráðum að fara?

Bakþankar
Fréttamynd

Embættið okkar

Þegar við veljum forseta erum við að velja okkur. Þannig hafa þessar kosningar þróast í áranna rás og stjórnmálamennirnir, embættismennirnir, menntamennirnir og fjölmiðlamennirnir og aðrir sjálfskipaðir sálnahirðar ráða ekki neitt við neitt en neyðast til að elta hjarðirnar. Við erum að velja spegilmynd okkar. Við veljum einhvern sem við þekkjum okkur í og alla þá viðkunnanlegu eiginleika sem við teljum okkur búa yfir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kirkjan er ekki fórnarlamb

Þjóðkirkjan á Íslandi hefur sætt meiri gagnrýni undanfarin ár en áður hefur tíðkast. Á því eru ýmsar skýringar. Meðal annars vegna þess að hér er nú ástunduð gagnrýnin umræða í meira mæli en fyrir nokkrum áratugum. Þar er ekkert undanskilið, ekki heldur kirkjan eða forsetinn svo dæmi séu tekin af stofnunum samfélagsins sem lengi þóttu hafnar yfir gagnrýni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ég og Groucho Marx

Dagur rennur upp og sólin skín á Álftanesið. Eftir endurnærandi svefn rumska ég og finn kaffiilm í loftinu. Það er gott að fara á fætur og gott að fá sér morgunsopann. Ég renni yfir blöðin. Þar er náttúrulega ekkert að frétta frekar en venjulega, merkilegt hvaða slúbbertar skrifa orðið í blöðin. Jú, jú, þarna eru ein, tvær pillur á mig, eins og við var að búast. Maður er nú einu sinni forseti.

Bakþankar
Fréttamynd

"Eitthvert helvítis auðvaldsraskat“

Já ég meinti það. Eitthvert helvítis auðvaldsraskat verður að vera. Á einhverju verður að sitja.“ Þetta voru orð Íslandsbersa eftir að bolsévíkinn hafði minnt á hugsjón sína um "ríkisauðvald“ í orðræðu þeirra í Guðsgjafaþulu um sjávarútvegsstefnu þess tíma.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvað er að baki upphrópunum?

Stjórnmálaumræða hér á landi virðist á stundum hverfast um hvert furðuupphlaupið á fætur öðru. Nú síðast er ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB um meðgöngu í málsókn ESA á hendur þjóðinni vegna meints brots á EES-samningnum í tengslum við Icesave.

Fastir pennar
Fréttamynd

Leyfið börnunum að koma sjálfkrafa til mín

Í drögum að nýjum lögum um trúfélög er gerð sú breyting að börn verða ekki alltaf sjálfkrafa skráð í trúfélag móður, en samt eiginlega oftast. Börn foreldra sem eru giftir eða í sambúð og í sama trúfélagi verða áfram skráð sjálfkrafa í trúfélag foreldranna. Börn einstæðra mæðra verða áfram skráð sjálfkrafa í trúfélag móður. Breytingin tekur því helst til barna þar sem foreldrarnir fara saman með forsjá en tilheyra ólíkum trúfélögum. Í þeim tilfellum þurfa foreldrarnir að taka sameiginlega ákvörðun um skráningu barnsins í trúfélag.

Fastir pennar
Fréttamynd

Forsetaframboð. Börn. Ólétt.

Ég stóð í anddyri kvikmyndahúss og keypti mér miða á heitustu myndina í bænum, Hungurleikana, þegar ég heyrði á tal tveggja kvenna. "Hvernig ætlar hún að fara að þessu með tvö börn og annað á leiðinni?“ Það þurfti ekki að spyrja að því um hvern var rætt.

Bakþankar
Fréttamynd

Kynlíf - hvenær og af hverju?

Um leið og tvær bleikar línur birtust á pissublautu plastprikinu þá fylltist ég óþrjótandi fróðleiksfýsn í allt sem tengist barnsburði og uppeldi. Ég reyndi að búa mig undir þessa miklu breytingu sem fylgir barneignum, en mig grunaði ekki að stærsta breytingin yrði hvorki svefnleysi né brjóstastærð, heldur samband mitt við makann.

Fastir pennar
Fréttamynd

Samvizka lýðræðisríkis

Tíu þingmenn úr öllum flokkum öðrum en Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um að iðkendur Falun Gong verði beðnir afsökunar á aðgerðum íslenzkra stjórnvalda gagnvart þeim árið 2002. Jafnframt verði þeim sem ekki hafa fengið greiddar bætur vegna fjárhagstjóns af völdum aðgerðanna tryggðar slíkar bætur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þurrpressa

Ég þekki ekki vel til íslenskra veðurfræðinga en ég gæti ímyndað mér að skömmu fyrir verslunarmannahelgi finni þeir fyrir nokkurri pressu. Sérstaklega held ég að það sé þrúgandi ef rigningin er á tilviljunarkenndu ráfi og hálf vonlaust að sjá fyrir hvort landinn muni líka vökna útvortis þessa miklu ferðahelgi. Aldrei er jafn mikilvægt fyrir veðurfræðing að hafa vaðið fyrir neðan sig vilji hann ekki vera skammaður fyrir að skemma útihátíð.

Bakþankar
Fréttamynd

Boltinn og "bissness"

Oft er sagt að peningar séu hreyfiafl heimsins. Með nægu fjármagni á flest að vera mögulegt ef rétt er á haldið. Áherslan er auðvitað á niðurlagið: Ef rétt er á haldið. Eitt allra besta dæmið um vanmátt auðmagnsins út af fyrir sig er að finna í nýlegri samantekt á síðunni Transferleague þar sem borin eru saman útgjöld liðanna í ensku úrvalsdeildinni í leikmannakaupum frá árinu 2006.

Fastir pennar
Fréttamynd

Njótum frídagsins

Hvernig hafðirðu það nú um páskana? Fórstu eitthvert? Fékkstu gott veður? að þessu spyrja vinnufélagarnir þegar fólk skreiðist aftur til vinnu eftir fríið. Þetta var enda langt frí, fimm heilir dagar og því talsvert lengra en jólafríið var núna síðustu jól.

Bakþankar
Fréttamynd

Markmið í ójafnvægi

Greinargerðir hagfræðinga og endurskoðenda, sem til þessa hafa komið fram um ný kvótafrumvörp sjávarútvegsráðherra, eru allar mjög á einn veg. Þar er annars vegar varað eindregið við áhrifunum af mikilli hækkun veiðigjalds á afkomu útgerðarinnar. Hins vegar er bent á að önnur ákvæði frumvarpsins, til dæmis um takmarkanir á framsali aflaheimilda og færslu veiðiheimilda frá útgerðunum í hina ýmsu „potta“ muni draga úr langtímahagkvæmni útgerðarinnar og minnka hvata til að fjárfesta, byggja upp og fara vel með auðlindina.

Fastir pennar
Fréttamynd

Köstum krónunni

Það þarf væntanlega ekki að segja mörgum Íslendingum að verðbólgan hafi verið til viðvarandi vandræða í hagkerfinu enda nægar áminningar að fá í verslunum landsins. Enn ein barst svo á dögunum þegar Seðlabankinn tilkynnti að til stæði að hefja útgáfu á 10.000 króna seðlum. Seðlarnir munu bera mynd af Jónasi Hallgrímssyni, sem er vel valið, auk lóunnar. Sumir kunna að spyrja af hverju Seðlabankinn stígur þetta skref, skortur á 10.000 króna seðlum er jú varla aðkallandi vandamál í lífi margra. Þeir sömu mega þó hafa í huga að verðlag hefur næstum því sexfaldast frá því að 5.000 króna seðilinn var gefinn út árið 1986.

Bakþankar
Fréttamynd

Misskilningur um forsetaframboð

Samfélagsumræðan á það til að komast á flug á algjörlega röngum forsendum. Einhver heldur einhverju fram og án þess að fólk hafi fyrir því að kanna hvort fullyrðingin sé rétt eða röng tekur það hana upp á sína arma.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hagsmunaárekstrar í heilbrigðisþjónustu

Nýleg umræða um samskipti lækna og lyfjafyrirtækja og þingsályktunartillaga þeirra Eyglóar Harðardóttur og Margrétar Tryggvadóttur, sem ætlað er að herða reglur og tryggja að fjárhagslegir hagsmunir heilbrigðisþjónustuaðila tengist ekki meðferð eða ráðgjöf sjúklinga, hefur vakið athygli.

Fastir pennar
Fréttamynd

Varúð! Engin ábyrgð

Gunnlaugur Jónsson hefur sent frá sér bókina Ábyrgðarkver – Bankahrun og lærdómurinn um ábyrgð. Þar er rætt um hugtakið ábyrgð og það sett í samhengi við bankahrunið, ástæður þess og eftirköst. Ýmislegt hefur verið ritað um ábyrgð varðandi bankahrunið, og þá einkum út frá spurningunni um hver beri ábyrgð á hinum ýmsu hlutum sem að lokum leiddu til hruns bankanna hér á landi og allsherjarhruns á heimsvísu raunar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Efinn og upprisan

Á laugardaginn fyrir páska einhvern tímann í kringum árið 30 eftir okkar tímatali, voru fylgjendur Jesú Krists ákaflega dapur söfnuður. Leiðtogi þeirra hafði ekki aðeins verið tekinn af lífi daginn áður eins og hver annar glæpamaður, dæmdur af valdamönnum og úthrópaður af almenningi. Söfnuðurinn var líka fullur efasemda um að Jesús væri yfirleitt sá sem hann hafði sagzt vera, frelsari mannkynsins og Guðs sonur. Sjálfur Símon Pétur hafði afneitað honum þrisvar í hallargarði æðsta prestsins.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sykursíkið

Páskadagur er á morgun og ég er búinn með helminginn af páskaegginu mínu. Þegar ég segi "helminginn“ meina ég "eiginlega allt“. Ég er kámugur á puttunum eftir óhóflega neyslu af unaðslegu súkkulaði og sé ekki eftir neinu. Samt er ég meðvitaður um að sykur er ávanabindandi eitur sem er að drepa okkur öll.

Bakþankar
Fréttamynd

Eggið eða hænan?

Vandamál ríkisstjórnarinnar er að mínu mati Jóhanna Sigurðardóttir sjálf.“ Þannig tók Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, til orða í viðtali við Ríkissjónvarpið á fimmtudag í síðustu viku. Fremur óvanalegt er að áhrifamaður í ríkisstjórnarflokki lýsi stöðu ríkisstjórnar á þennan veg.

Fastir pennar
Fréttamynd

Gömul en alls ekki góð

Þessi leikur er alltof flókinn fyrir gamalt fólk,“ sagði fjórtán ára dóttursonur minn andvarpandi eftir að hafa eytt klukkutíma í að reyna að kenna ömmu gömlu leikreglurnar í uppáhaldstölvuleiknum sínum. Varla hafði hann sleppt orðinu þegar hann gerði sér ljóst að hann hafði hlaupið á sig, sótroðnaði og flýtti sér að bæta við: „Ég meina sko eldra en þrjátíu ára.“

Bakþankar
Fréttamynd

Belti, axlabönd og keðjur

Í nýrri skýrslu Samkeppniseftirlitsins, "Endurreisn fyrirtækja 2012 – Aflaklær eða uppvakningar“, kemur fram að 71% stjórnenda 120 stærstu rekstrarfyrirtækja landsins telja að dulin yfirráð banka yfir fyrirtækjum séu vandamál í atvinnulífinu. Þar er vitnað til athugasemda sem stjórnendurnir gerðu við þetta ástand. Einn stjórnandinn sagði að "lánasamningar og veðskjöl í dag eru orðin með þeim hætti að bankarnir stjórna fyrirtækjunum í reynd. Þannig er algengt að í mjög skuldsettum félögum séu nánast allar ákvarðanir háðar samþykki bankans […] Fyrirtækin og ákvarðanataka innan þeirra er því í raun á valdi lánveitenda“. Annar stjórnandi sagði að "öll lánaskilyrði bankanna bera með sér að bankinn telji nauðsynlegt að hafa vit fyrir stjórnendum og þeim ekki treyst til að taka ákvarðanir um fjárfestingar og önnur útgjöld þrátt fyrir traust veð“.

Fastir pennar