Njótum frídagsins 11. apríl 2012 06:00 Hvernig hafðirðu það nú um páskana? Fórstu eitthvert? Fékkstu gott veður? að þessu spyrja vinnufélagarnir þegar fólk skreiðist aftur til vinnu eftir fríið. Þetta var enda langt frí, fimm heilir dagar og því talsvert lengra en jólafríið var núna síðustu jól. Hátíðleiki páskanna er einhverra hluta vegna minni í margra augum en jólahátíðin. Fólk notar páskana til að ferðast, fara á skíði eða í fjallgöngur og víða eru hátíðir haldnar um landið sem laða að ferðafólk. Fólk skýst í bústað, liggur í pottinum eða les. Þá nota einhverjir tímann til að ljúka verki sem lengi hefur beðið. Einhver steikti kleinur og annar stóð í stórhreingerningum. Þetta árið lágu líka margir í flensu, kannski ekki sjálfviljugir samt. Páskafríið var langþráð eftir dimmustu mánuði ársins sem voru alveg frílausir. Febrúar meira að segja einum degi lengri en oft áður í þokkabót. Fram undan eru þó bjartari tímar. Strax í næstu viku er einn frídagur, þegar sumarið kemur! Og í maí einum saman eru þrír frídagar. Þjóðhátíðardaginn ber reyndar upp á sunnudag í ár en þá verður komið svo gott veður og stutt í sumarfríið að það tekur því ekki að ergja sig á því. Stakir frídagar í miðri vinnuviku eru kannski ekki öllum jafn heppilegir og eru meira að segja þyrnir í augum sumra. Þá las ég á Vísi í gær að „Þjóðarframleiðsla í Bretlandi myndi aukast um nítján milljarða punda á ári ef lögbundnir frídagar yrðu afnumdir." Það var einnig látið fylgja með í fréttinni að það jafngilti um 3.800 milljörðum íslenskra króna! Vonandi lesa íslenskir valdhafar ekki þessa frétt hugsaði ég, dauðhrædd um að þarna sæju þeir von um aura í tóman ríkiskassann. Ég vil alls ekki horfa þessum augum á frídagana, það er hvað þeir kosta og hvað væri hægt að græða ef þeir væru ekki til. Mér finnst betra að horfa á hvað þeir gefa þreyttum, eða erum við ekki dottin af topp tíu listanum yfir hamingjusamar þjóðir heims? Fréttinni um bresku frídagana fylgdi líka að ekki þætti ráðlegt að afnema þá með öllu. Það mætti þó dreifa frídögunum jafnar yfir árið og það er ég alveg til í að skoða. Helst þyrfti að búa svo um hnútana að lögbundnir frídagar lendi aldrei á sunnudegi. Einhvern tímann verður að vera tími til að baka kleinur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Ragnheiður Tryggvadóttir Skoðanir Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Hvernig hafðirðu það nú um páskana? Fórstu eitthvert? Fékkstu gott veður? að þessu spyrja vinnufélagarnir þegar fólk skreiðist aftur til vinnu eftir fríið. Þetta var enda langt frí, fimm heilir dagar og því talsvert lengra en jólafríið var núna síðustu jól. Hátíðleiki páskanna er einhverra hluta vegna minni í margra augum en jólahátíðin. Fólk notar páskana til að ferðast, fara á skíði eða í fjallgöngur og víða eru hátíðir haldnar um landið sem laða að ferðafólk. Fólk skýst í bústað, liggur í pottinum eða les. Þá nota einhverjir tímann til að ljúka verki sem lengi hefur beðið. Einhver steikti kleinur og annar stóð í stórhreingerningum. Þetta árið lágu líka margir í flensu, kannski ekki sjálfviljugir samt. Páskafríið var langþráð eftir dimmustu mánuði ársins sem voru alveg frílausir. Febrúar meira að segja einum degi lengri en oft áður í þokkabót. Fram undan eru þó bjartari tímar. Strax í næstu viku er einn frídagur, þegar sumarið kemur! Og í maí einum saman eru þrír frídagar. Þjóðhátíðardaginn ber reyndar upp á sunnudag í ár en þá verður komið svo gott veður og stutt í sumarfríið að það tekur því ekki að ergja sig á því. Stakir frídagar í miðri vinnuviku eru kannski ekki öllum jafn heppilegir og eru meira að segja þyrnir í augum sumra. Þá las ég á Vísi í gær að „Þjóðarframleiðsla í Bretlandi myndi aukast um nítján milljarða punda á ári ef lögbundnir frídagar yrðu afnumdir." Það var einnig látið fylgja með í fréttinni að það jafngilti um 3.800 milljörðum íslenskra króna! Vonandi lesa íslenskir valdhafar ekki þessa frétt hugsaði ég, dauðhrædd um að þarna sæju þeir von um aura í tóman ríkiskassann. Ég vil alls ekki horfa þessum augum á frídagana, það er hvað þeir kosta og hvað væri hægt að græða ef þeir væru ekki til. Mér finnst betra að horfa á hvað þeir gefa þreyttum, eða erum við ekki dottin af topp tíu listanum yfir hamingjusamar þjóðir heims? Fréttinni um bresku frídagana fylgdi líka að ekki þætti ráðlegt að afnema þá með öllu. Það mætti þó dreifa frídögunum jafnar yfir árið og það er ég alveg til í að skoða. Helst þyrfti að búa svo um hnútana að lögbundnir frídagar lendi aldrei á sunnudegi. Einhvern tímann verður að vera tími til að baka kleinur.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun