Samvizka lýðræðisríkis Ólafur Þ. Stephensen skrifar 12. apríl 2012 06:00 Tíu þingmenn úr öllum flokkum öðrum en Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um að iðkendur Falun Gong verði beðnir afsökunar á aðgerðum íslenzkra stjórnvalda gagnvart þeim árið 2002. Jafnframt verði þeim sem ekki hafa fengið greiddar bætur vegna fjárhagstjóns af völdum aðgerðanna tryggðar slíkar bætur. Aðgerðirnar fólust í að meina iðkendum Falun Gong landgöngu á Íslandi þegar heimsókn forseta Kína, Jian Zemin, stóð fyrir dyrum. Í því skyni var Flugleiðum meðal annars afhentur listi yfir iðkendur og flugfélaginu falið að hindra för fólksins til landsins. Persónuvernd úrskurðaði síðar að listinn hefði verið ólöglegur og umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að stjórnvöld hefðu ekki haft heimild til að setja einkafyrirtæki í að meina fólki landgöngu. Nokkrum var vísað frá landinu á Keflavíkurflugvelli. Um 75 Falun Gong-iðkendur, sem þrátt fyrir þetta komust til landsins, voru hnepptir í varðhald þar til þeir höfðu undirritað yfirlýsingu þar sem þeir lofuðu að hlíta fyrirmælum lögreglu í einu og öllu. Erindi Falun Gong-iðkenda til Íslands var að mótmæla friðsamlega þeim grófu mannréttindabrotum sem þessi hópur sætti og sætir enn í Kína. Ákvörðun íslenzkra ráðamanna á sínum tíma var tekin undir miklum þrýstingi frá kínverskum stjórnvöldum, sem vildu ekki að mótmælin trufluðu dagskrá forsetans. Ákvörðunin var umdeild og margir andmæltu henni harðlega. Eftir á að hyggja ættu flestir að sjá að hún var mistök. Iðkendur Falun Gong hafa aldrei orðið uppvísir að því að beita ofbeldi. Með því að meina þeim aðgang að landinu og hneppa þá í varðhald var brotið á rétti þeirra til friðsamlegra mótmæla. Í greinargerð með þingsályktunartillögunni, sem Guðmundur Steingrímsson er fyrsti flutningsmaður að, segir réttilega að afsökunarbeiðnin feli ekki aðeins í sér nauðsynlegt uppgjör við einstaklinga og fortíðina, heldur sé hún einnig til þess fallin að slíkir atburðir endurtaki sig ekki. Iðkendur Falun Gong hafa fagnað tillögunni og líta á hana sem stuðning við mannréttindabaráttuna í Kína. Uppgjör við þessa liðnu atburði er þó ekki síður nauðsynlegt vegna samvizku Íslands sem lýðræðisríkis. Þess vegna er líka skrýtið og heldur dapurlegt að engir þingmenn Sjálfstæðis- eða Framsóknarflokks, sem sátu í ríkisstjórn fyrir tíu árum, taki þátt í flutningi þingsályktunartillögunnar. Ætli þeir séu allir á því að ákvörðunin hafi verið rétt? Hugsanlega má skrifa mistök íslenzkra stjórnvalda á sínum tíma á ákveðið reynsluleysi og áhyggjur af því að við fjölda útlendra mótmælenda yrði ekki ráðið. Síðan hefur lögreglan reyndar öðlazt heilmikla reynslu af því að fást við mótmæli, bæði friðsamleg og ofbeldisfull, og ætti að vera betur í stakk búin en áður að skilja hafrana frá sauðunum. Jafnákveðin og íslenzk stjórnvöld eiga að vera í því að vísa frá landinu þeim sem koma hingað í ólögmætum tilgangi og standa í vegi fólks sem hyggst beita ofbeldi eða skemmdarverkum í þágu málstaðar síns, eiga þau að standa dyggan vörð um réttinn til friðsamlegra mótmæla. Allra sízt á að láta stjórnvöld í einræðisríkjum ráða því hverjir fá að koma til Íslands og hverjir ekki. Þess vegna á Alþingi að biðjast afsökunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun
Tíu þingmenn úr öllum flokkum öðrum en Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um að iðkendur Falun Gong verði beðnir afsökunar á aðgerðum íslenzkra stjórnvalda gagnvart þeim árið 2002. Jafnframt verði þeim sem ekki hafa fengið greiddar bætur vegna fjárhagstjóns af völdum aðgerðanna tryggðar slíkar bætur. Aðgerðirnar fólust í að meina iðkendum Falun Gong landgöngu á Íslandi þegar heimsókn forseta Kína, Jian Zemin, stóð fyrir dyrum. Í því skyni var Flugleiðum meðal annars afhentur listi yfir iðkendur og flugfélaginu falið að hindra för fólksins til landsins. Persónuvernd úrskurðaði síðar að listinn hefði verið ólöglegur og umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að stjórnvöld hefðu ekki haft heimild til að setja einkafyrirtæki í að meina fólki landgöngu. Nokkrum var vísað frá landinu á Keflavíkurflugvelli. Um 75 Falun Gong-iðkendur, sem þrátt fyrir þetta komust til landsins, voru hnepptir í varðhald þar til þeir höfðu undirritað yfirlýsingu þar sem þeir lofuðu að hlíta fyrirmælum lögreglu í einu og öllu. Erindi Falun Gong-iðkenda til Íslands var að mótmæla friðsamlega þeim grófu mannréttindabrotum sem þessi hópur sætti og sætir enn í Kína. Ákvörðun íslenzkra ráðamanna á sínum tíma var tekin undir miklum þrýstingi frá kínverskum stjórnvöldum, sem vildu ekki að mótmælin trufluðu dagskrá forsetans. Ákvörðunin var umdeild og margir andmæltu henni harðlega. Eftir á að hyggja ættu flestir að sjá að hún var mistök. Iðkendur Falun Gong hafa aldrei orðið uppvísir að því að beita ofbeldi. Með því að meina þeim aðgang að landinu og hneppa þá í varðhald var brotið á rétti þeirra til friðsamlegra mótmæla. Í greinargerð með þingsályktunartillögunni, sem Guðmundur Steingrímsson er fyrsti flutningsmaður að, segir réttilega að afsökunarbeiðnin feli ekki aðeins í sér nauðsynlegt uppgjör við einstaklinga og fortíðina, heldur sé hún einnig til þess fallin að slíkir atburðir endurtaki sig ekki. Iðkendur Falun Gong hafa fagnað tillögunni og líta á hana sem stuðning við mannréttindabaráttuna í Kína. Uppgjör við þessa liðnu atburði er þó ekki síður nauðsynlegt vegna samvizku Íslands sem lýðræðisríkis. Þess vegna er líka skrýtið og heldur dapurlegt að engir þingmenn Sjálfstæðis- eða Framsóknarflokks, sem sátu í ríkisstjórn fyrir tíu árum, taki þátt í flutningi þingsályktunartillögunnar. Ætli þeir séu allir á því að ákvörðunin hafi verið rétt? Hugsanlega má skrifa mistök íslenzkra stjórnvalda á sínum tíma á ákveðið reynsluleysi og áhyggjur af því að við fjölda útlendra mótmælenda yrði ekki ráðið. Síðan hefur lögreglan reyndar öðlazt heilmikla reynslu af því að fást við mótmæli, bæði friðsamleg og ofbeldisfull, og ætti að vera betur í stakk búin en áður að skilja hafrana frá sauðunum. Jafnákveðin og íslenzk stjórnvöld eiga að vera í því að vísa frá landinu þeim sem koma hingað í ólögmætum tilgangi og standa í vegi fólks sem hyggst beita ofbeldi eða skemmdarverkum í þágu málstaðar síns, eiga þau að standa dyggan vörð um réttinn til friðsamlegra mótmæla. Allra sízt á að láta stjórnvöld í einræðisríkjum ráða því hverjir fá að koma til Íslands og hverjir ekki. Þess vegna á Alþingi að biðjast afsökunar.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun