Þurrpressa Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 12. apríl 2012 06:00 Ég þekki ekki vel til íslenskra veðurfræðinga en ég gæti ímyndað mér að skömmu fyrir verslunarmannahelgi finni þeir fyrir nokkurri pressu. Sérstaklega held ég að það sé þrúgandi ef rigningin er á tilviljunarkenndu ráfi og hálf vonlaust að sjá fyrir hvort landinn muni líka vökna útvortis þessa miklu ferðahelgi. Aldrei er jafn mikilvægt fyrir veðurfræðing að hafa vaðið fyrir neðan sig vilji hann ekki vera skammaður fyrir að skemma útihátíð. Hér á Spáni finna veðurfræðingar fyrir þessari pressu þegar nær dregur páskum. Þannig er mál með vexti að í páskavikunni rekur hver skrúðgangan aðra, sérstaklega hér í Andalúsíu. Meira að segja Hollywood-leikarinn Antonio Banderas tekur sér frí frá kvikmyndatökum og fer til Malaga þar sem hann ber líkneski um stræti borgarinnar innan um klökka trúbræður. Í bænum Priego de Córdoba eru einir ellefu verndardýrlingar bornir um götur og torg í takt við dynjandi trumbuslátt og lúðrablástur. Öll páskavikan er undirlögð fyrir skrúðgöngur af þessu tagi svo ég sem bý í miðbænum verð að leggja bílnum mínum fyrir utan bæinn vilji ég ekki að lögreglan dragi hann eitthvert þar sem hann þvælist ekki fyrir herlegheitunum. En Mammon er auðvitað líka tilbeðinn þessa viku. Sérstaklega í stærri borgum. Til dæmis geta sumir hóteleigendur fengið allt upp í tvö þúsund evrur fyrir nóttina ef þeir eru svo heppnir að vera með herbergi sem snýr að götu sem gengin er í páskaskrúðgöngu. En íár kom babb í bátinn í nokkrum borgum og bæjum Andalúsíu. Veðurfræðingarnir voru búnir að vera undir mikilli þurrpressu en allt kom fyrir ekki. Eftir að tíðin hafði verið þurrari en te-kex komu þessir ægilegu skýjabólstrar til að fylgjast með leikjum mannanna með tilheyrandi skúraveðri. Þá versnar í því en þessi ægilegu líkneski, sem alla jafna eru mikil listaverk, þola ekki bleytu frekar en Íslendingur um verslunarmannahelgi. Það er því ekkert annað að gera en aflýsa skrúðgöngunni og vona að það viðri betur að ári. Slíku áfalli fylgir mikill harmur. Við kirkjutorgið má þá sjá múg og margmenni gráta eins Norður-Kóreumaður sem er nýbúinn að losna við yfiróþokkann sinn. Ég held nú mínum lúterska lúðri lokuðum en mér finnst þetta varla á veðurfræðinga leggjandi að í allri þessari tilbeiðslu dýrlinga, gyðja og goða skuli veðurguðirnir svo allt í einu stela senunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun
Ég þekki ekki vel til íslenskra veðurfræðinga en ég gæti ímyndað mér að skömmu fyrir verslunarmannahelgi finni þeir fyrir nokkurri pressu. Sérstaklega held ég að það sé þrúgandi ef rigningin er á tilviljunarkenndu ráfi og hálf vonlaust að sjá fyrir hvort landinn muni líka vökna útvortis þessa miklu ferðahelgi. Aldrei er jafn mikilvægt fyrir veðurfræðing að hafa vaðið fyrir neðan sig vilji hann ekki vera skammaður fyrir að skemma útihátíð. Hér á Spáni finna veðurfræðingar fyrir þessari pressu þegar nær dregur páskum. Þannig er mál með vexti að í páskavikunni rekur hver skrúðgangan aðra, sérstaklega hér í Andalúsíu. Meira að segja Hollywood-leikarinn Antonio Banderas tekur sér frí frá kvikmyndatökum og fer til Malaga þar sem hann ber líkneski um stræti borgarinnar innan um klökka trúbræður. Í bænum Priego de Córdoba eru einir ellefu verndardýrlingar bornir um götur og torg í takt við dynjandi trumbuslátt og lúðrablástur. Öll páskavikan er undirlögð fyrir skrúðgöngur af þessu tagi svo ég sem bý í miðbænum verð að leggja bílnum mínum fyrir utan bæinn vilji ég ekki að lögreglan dragi hann eitthvert þar sem hann þvælist ekki fyrir herlegheitunum. En Mammon er auðvitað líka tilbeðinn þessa viku. Sérstaklega í stærri borgum. Til dæmis geta sumir hóteleigendur fengið allt upp í tvö þúsund evrur fyrir nóttina ef þeir eru svo heppnir að vera með herbergi sem snýr að götu sem gengin er í páskaskrúðgöngu. En íár kom babb í bátinn í nokkrum borgum og bæjum Andalúsíu. Veðurfræðingarnir voru búnir að vera undir mikilli þurrpressu en allt kom fyrir ekki. Eftir að tíðin hafði verið þurrari en te-kex komu þessir ægilegu skýjabólstrar til að fylgjast með leikjum mannanna með tilheyrandi skúraveðri. Þá versnar í því en þessi ægilegu líkneski, sem alla jafna eru mikil listaverk, þola ekki bleytu frekar en Íslendingur um verslunarmannahelgi. Það er því ekkert annað að gera en aflýsa skrúðgöngunni og vona að það viðri betur að ári. Slíku áfalli fylgir mikill harmur. Við kirkjutorgið má þá sjá múg og margmenni gráta eins Norður-Kóreumaður sem er nýbúinn að losna við yfiróþokkann sinn. Ég held nú mínum lúterska lúðri lokuðum en mér finnst þetta varla á veðurfræðinga leggjandi að í allri þessari tilbeiðslu dýrlinga, gyðja og goða skuli veðurguðirnir svo allt í einu stela senunni.