Grátið í vinnunni Launahæsti starfsmaður Facebook kom með nokkuð óvenjulega játningu þegar hún hélt nýverið ræðu fyrir útskriftarnema í Harvard: "Ég hef grátið í vinnunni. Ég hef sagt fólki að ég hafi grátið í vinnunni.“ Bakþankar 5. júní 2012 08:00
Hlustið þér höfðingjar Undirritaður hefur um nokkurra ára skeið vakið athygli á ristil- og endaþarmskrabbameini með greinaskrifum, í umræðuþáttum og í daglegri vinnu við heilsu og forvarnir í samskiptum við einstaklinga, fyrirtæki og sveitarfélög. Því fagna ég sérstaklega þeirri ályktun aðalfundar Krabbameinsfélagsins að hvetja til skimunar á þeim mikla vágesti sem krabbamein í ristli og endaþarmi er. Þá ber einnig að fagna þeirri umræðu sem fram fór í Morgunblaðinu fyrir helgi og í umræðuþætti Bylgjunnar í kjölfarið. Við skulum ætlast til þess að Alþingi afgreiði loks fjárveitingar til verkefnisins. Fastir pennar 5. júní 2012 06:00
Landsfaðirinn Fyrstu kappræður frambjóðenda til embættis forseta Íslands fóru fram á sunnudagskvöld. Í þeim steig Ólafur Ragnar Grímsson enn og aftur stórt skref í átt að tryggja sér starfið í fjögur ár til viðbótar þar sem aðrir þátttakendur voru fjarri því að skáka honum. Í stuttu máli fór umræðan fram á vígvelli forsetans. Og það gengur glimrandi vel hjá honum að halda henni þar, enda hefur Ólafur Ragnar margoft sýnt að hann er mjög klókur stjórnmálamaður. Fastir pennar 5. júní 2012 06:00
Valið vald Svolítið einkennilegt að vera að kjósa þjóðhöfðingja og þurfa einhvern veginn um leið að taka ákvörðun um það í leiðinni hvert valdsvið hans verði, vegna þess að hann eigi eftir að ráða því sjálfur. Okkar blessaða lýðveldi er stundum eins og spunnið áfram frá degi til dags. Fastir pennar 4. júní 2012 10:00
Hrun hippalausrar þjóðar Ég var að skoða leiguhúsnæði í bænum Priego de Córdoba fyrir allnokkru þegar ég áttaði mig á alvarlegum kvilla sem lamar þjóðlífið hér á Spáni. Þetta voru ágætis híbýli en þó þótti Vestfirðingnum nokkuð að sér þrengt þar inni í fyrstu því gluggar voru litlir og útsýni takmarkað. Bakþankar 4. júní 2012 09:15
Ekki bugast af vanmetakennd Margt hefur verið talað og ritað um áform kínverska kaupsýslumannsins Huangs Nubo um rekstur ferðaþjónustu á Grímsstöðum á Fjöllum, ekki allt skynsamlegt og margt býsna langsótt. Af málflutningi margra mætti ætla að leggja ætti stóran hluta landsins undir kínversk yfirráð, að Huang ætli sér að einoka vatnsréttindi og fleiri hlunnindi á landareigninni, að fyrirhugaðar hótelbyggingar hans séu herbúðir í dulargervi og verkefnið undirbúningur fyrir valdatöku hins austræna stórveldis á Íslandi. Fastir pennar 4. júní 2012 09:15
Ein stoð fer undan stjórnarsáttmálanum Ólafur Ragnar Grímsson hét því á dögunum að tryggja að þjóðin fengi úrslitavald um aðildarsamning að Evrópusambandinu því ekki yrði unað við það ráðgefandi þjóðaratkvæði sem ríkisstjórnin hefur ákveðið. Þetta getur aðeins gerst með því að synjunarvaldinu verði beitt eftir að Alþingi hefur samþykkt lög um aðildarsamninginn. Yfirlýsing Þóru Arnórsdóttur um að þjóðin fái lokaorðið gæti þýtt það sama þó að hún hafi ekki talað jafn tæpitungulaust. Fastir pennar 2. júní 2012 06:00
Rifist um snittur Í sturlaðri umræðu um málskotsrétt og hlutverk hefur gleymst að ræða það sem skiptir máli: Dagleg störf forseta Íslands. Hvernig verður opinberri heimsókn á Vestfirði háttað sumarið 2013? Ætlar forsetinn að þiggja gómsætar kleinur? Eða kallar Nýja Ísland á forseta sem sneiðir hjá kolvetnum? Kjósendur eiga einnig skilið að vita hvernig tekið verður á móti erlendum þjóðhöfðingjum. Verða þeir kysstir eða verður þétt handaband látið duga? Verður mögulega tekið upp á því að bjóða upp á innileg faðmlög? Bakþankar 2. júní 2012 06:00
Verndarsvæði í vítahring Borgaryfirvöld í Reykjavík eru í klemmu með skipulag miðborgarinnar. Þrátt fyrir að húsverndarsjónarmiðum hafi vaxið fiskur um hrygg undanfarna áratugi hefur enginn borgarstjórnarmeirihluti treyst sér til að taka af skarið og kveða upp úr um að setja skuli vernd byggingararfleifðar Reykjavíkur í forgang. Of langt hefur verið gengið í hverju skipulaginu á fætur öðru í að heimila niðurrif eldri húsa og leyfa miklu meira byggingarmagn á lóðunum, í þágu framfara og nútímavæðingar. Árangurinn blasir við um alla miðborg og stingur oftast skelfilega í augun. Fastir pennar 2. júní 2012 06:00
Jarðarber og fljúgandi svín Um daginn var ég að undirbúa kynfræðslu fyrir efstu bekki grunnskóla og fór að pæla í því hvað gerir kynlíf eftirsóknarvert. Vissulega er það löngun sem knýr mann áfram. Einhver innri kláði sem grátbiður um að fá markvissa snertingu. En hvað er kynlíf? Og það sem meira er, hvernig er fullnæging? Fastir pennar 1. júní 2012 21:00
Eitt EM fyrir alla Evrópumeistaramót karla í knattspyrnu hefst í næstu viku. Evrópumeistaramót kvenna verður á næsta ári. Í daglegu tali er karlamótið þó oftast einfaldlega kallað "EM“ en kvennamótið "EM kvenna“, ef það er yfirhöfuð kallað nokkuð. Oftast láta menn eins og síðarnefnda mótið sé varla til. Fastir pennar 1. júní 2012 06:00
Brunað áfram í blindni Miðað við þá gríðarlega miklu og rökstuddu gagnrýni sem fram hefur komið á kvótafrumvörp ríkisstjórnarinnar, jafnt frá hagsmunaaðilum sem fræðimönnum og sérfræðingum, er vægast sagt furðulegt hversu veigalitlar breytingar meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis leggur til á þeim. Fastir pennar 1. júní 2012 06:00
Þjóðin ráði Það virðist vera nokkur stemning fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum í samfélaginu og háværir menn tala um nauðsyn þess að slíkar atkvæðagreiðslur fari sem oftast fram og um sem flest. Lengi vel þótti fulltrúalýðræði hentugt stjórnarfyrirkomulag en eftir bankahrunið þykir það hin mesta ósvinna. Vandséð er þó að kjósendur hefðu með atkvæðum sínum komið í veg fyrir þann hörmungarkafla í Íslandssögunni. Bakþankar 1. júní 2012 06:00
Píka til sölu, kostar eina tölu Ég vissi að ég fengi þig til að lesa þennan pistil ef ég setti orðið píka í fyrirsögn. Það er nefnilega svo femínískt og frjálst að tala um píkur. Og merkilegt nokk virðast allir hafa áhuga og skoðanir á því hvernig það líffæri á að líta út og fúnkera. Hver greinin af annarri um það hvernig píkur eigi eða eigi ekki að vera birtist í fjölmiðlum og allar fá þær massívan lestur og mikil húrrahróp. Ég sem hélt að píkur væru eins misjafnar og þær eru margar og ekkert merkilegri en önnur líffæri. En svo lengi lærir sem lifir. Bakþankar 31. maí 2012 06:00
Eitrað fyrir þjóðum Skelfilegur endir er betri en endalaus skelfing. Segir þýskt máltæki, eignað prússneskum herforingja. Þessi sannindi tauta nú margir Germanar í barm sinn. Sumir bæta kannski við einhverjum einföldustu sannindum sem nokkru sinni hafa verið höfð eftir nóbelsverðlaunahafa í hagfræði en þau eru þessi: Það sem getur ekki haldið áfram gerir það ekki. Valið í Evrópu er á milli afarkosta. Efnahagslegra skelfinga eða pólitískrar erfiðsvinnu. Og hjá valinu verður ekki komist. Fastir pennar 31. maí 2012 06:00
Að elska kvalarann Nýverið samþykkti aðalfundur Bakkavarar Group að heimila bræðrunum Ágústi og Lýð Guðmundssonum að eignast allt að fjórðung í félaginu að nýju. Þeir sem samþykktu þetta voru aðrir kröfuhafar og hluthafar félagsins. Þorri þeirra eru íslenskir lífeyrissjóðir og íslenskir bankar. Heildarvirði Bakkavarar er talið vera mun hærra en það verð sem bræðurnir þurfa að greiða fyrir hlutinn. Gangi endurskipulagning Bakkavarar Group eftir eru því allar líkur á því að þeir muni hagnast á samkomulaginu. Fastir pennar 31. maí 2012 06:00
Drusl!? Í Alþýðuskólanum á Eiðum naut ég þeirra forréttinda að sitja tíma hjá náunga sem heitir Hans Uwe Vollertsen. Hann er mikill tungumálamaður og þrátt fyrir að hafa aðeins dvalið hér á landi í nokkra mánuði þegar þetta var, hafði hann náð undraverðum tökum á íslensku máli. Eitt og annað við okkar ástkæra ylhýra vafðist þó fyrir Hans. Á þeim tíma fannst honum til dæmis óþarfi að hafa á valdi sínu tvö orð yfir sama hlutinn og lagði til að orðin drasl og rusl rynnu saman í nýtt og miklu betra orð. Drusl. Bakþankar 30. maí 2012 11:00
Fyllt upp í tómarúm Þessa dagana sinnir um 170 manna sveit frá bandaríska flughernum loftrýmisgæzlu við Ísland. Flugsveitin fer í þrjú til fjögur æfingaútköll á viku, þar sem markmiðið er að orrustuflugvélar séu komnar í loftið á innan við fimmtán mínútum, eins og fram kom í samtali við yfirmann flugsveitarinnar í Fréttablaðinu í gær. Fastir pennar 30. maí 2012 08:00
Um hagsmuni fárra og siðrof á vakt ráðherra Þegar stjórn Glitnis banka ákvað að greiða nýráðnum bankastjóra bankans 300 milljónir króna í undirskriftarbónus árið 2007 þá hefði sá gjörningur einn og sér átt að kalla fram reiði hjá almennum hluthöfum bankans. Þáverandi stjórn Glitnis banka mat það svo að það væru hagsmunir allra hluthafa að greiða einum manni slíka fjárhæð fyrir það eitt að hefja störf í bankanum, hinn 1. maí 2007. Fastir pennar 29. maí 2012 14:00
Meiri peningar í morð Ísland er ekki stórt land og vægi þess í alþjóðlegu samstarfi er ekki mikið. Samt virðist stundum eins og íslenskir stjórnmálamenn finni sig verða meiri og mikilvægari þegar þeir eru aðilar að alvarlegum ákvörðunum sem hafa gríðarleg áhrif. Þannig mátti beinlínis sjá hvernig Davíð Bakþankar 29. maí 2012 06:00
Forseti og fullveldi Þegar Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnti að hann hygðist bjóða sig fram í fimmta sinn til embættis forseta Íslands, vitnaði hann meðal annars til þess að átök væru um fullveldi Íslands og óvissa um stöðu landsins í samfélagi þjóðanna. Þar vísaði hann augljóslega til aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið. Fastir pennar 29. maí 2012 06:00
Fjölmiðlar eru afgangsstærð í kerfinu Hagsmunir dómstóla og fjölmiðla fara saman í þeim skilningi að það er mikilvægt að umfjöllun fjölmiðla um störf dómstóla sé vönduð þannig að traust almennings á dómstólum endurspegli þau vinnubrögð sem þar eru stunduð. Ef þau eru vönduð mun fjölmiðlaumfjöllun endurspegla það. Fastir pennar 28. maí 2012 08:00
Á Heimaey betur heima í ríkissjóði? Ný Heimaey í eigu Ísfélagsins kom fyrir skömmu til heimahafnar í Vestmannaeyjum. Margir hrukku í kút þegar stjórnarformaðurinn sagði í viðtali að sá skuggi hvíldi yfir góðum degi að svo kynni að fara að selja yrði skipið ef áform ríkisstjórnarinnar um að bylta stjórnkerfi fiskveiða næðu fram. Fréttamenn spurðu hvort slík yfirlýsing væri ekki pólitísk hótun. Fastir pennar 26. maí 2012 06:00
Bankablús Viðbúið var að rekið yrði upp margraddað ramakvein þegar Landsbankinn tilkynnti um uppsagnir og lokun útibúa í hagræðingarskyni. Samtals fækkar bankinn starfsfólki um 50, sameinar deildir í höfuðstöðvunum og lokar átta útibúum, þar af sjö á landsbyggðinni. Fastir pennar 26. maí 2012 06:00
Lög góða fólksins Í kvöld ætlar kórinn minn, Heykvíslakór góða fólksins, að halda tónleika í heimahúsum þar sem athygli er vakin á jafn fúlum og ósexí hlutum og mannréttindabrotum. Kórinn hefur áður haldið tónleika við ýmis tækifæri. Við gólum fúlt á fyndna kalla, görgum margraddað inn í athugasemdakerfi fjölmiðla og samskiptasíðna með alls konar skoðanir á því sem fólk lætur þar frá sér, við leyfum okkur meira að segja að finnast ekki allir brandarar fyndnir. Okkur finnst við að sjálfsögðu hafa himin höndum tekið (af lífi) í kvöld að fá enn eitt tækifærið til að banna. Bakþankar 26. maí 2012 06:00
Útlendingar og Íslendingar Stjórnarfar í Kína er ömurlegt. Sérstaklega læt ég ógeðslega ritskoðunartilburði fara í taugarnar á mér. Kínverska ríkið semur fyrirsagnirnar, bannar tilteknar skoðanir og raunar alveg ótrúlega margt fleira. T.d. leikjatölvur, internetnotkun, barneignir, og ýmsa hegðun sem mér finnst sjálfsögð. Þetta finnst mér ömurlegt. Viðurstyggilegt raunar. Fastir pennar 25. maí 2012 12:53
Raunhæfa planið Þegar gjaldeyrishöft voru sett á í kjölfar hrunsins töldu flestir þau tímabundna ráðstöfun til nokkurra vikna eða mánaða, til að koma í veg fyrir að krónueignir erlendra aðila streymdu út úr landinu og orsökuðu enn meira hrun krónunnar en orðið var. Fastir pennar 25. maí 2012 06:00
Umsókn um málfrelsi Fyrir seinustu alþingiskosningar bauð RÚV framboðunum að fá ókeypis kynningartíma í sjónvarpi. Sum, til dæmis Borgarahreyfingin, vildu taka boðinu en þar sem rótgrónu flokkarnir höfðu ekki áhuga var hætt við allt. Ný framboð fengu því ekki að kynna sig í sjónvarpi því það hentaði ekki þeim sem fyrir voru. Fastir pennar 25. maí 2012 06:00
Í leit að glötuðum tíma Í kvikmyndunum sér maður einstaklinga stundum spýta út úr sér kaffi eða öðrum drykk þegar viðkomandi les eða heyrir einhver tíðindi sem setja veröld hans á hvolf. Ég held að þetta gerist ekki í alvörunni, í það minnsta hef ég aldrei séð neinn bregðast svona við. Hins vegar komst ég glettilega nærri því að gera þetta nýlega þegar ég las áhugaverða grein í spjaldtölvunni heima með kaffibolla í hönd. Í greininni var leitast við að svara þeirri spurningu af hverju tíminn virðist líða hraðar eftir því sem fólk eldist. Bakþankar 25. maí 2012 06:00
Kynfæri keisarans Ég elska mat,“ sagði tónlistarmaðurinn Bryan Ferry er ég tók við hann viðtal í tilefni tónleika hans í Hörpunni sem fram fara um helgina. "Ég sæki mikið veitingastaði. Ég kann nefnilega ekki að elda.“ Ég spurði hann hvort hann hygðist þá ekki smakka hið íslenska lostæti hvalkjöt meðan á dvöl hans hér á landi stæði. Hann þagnaði. Augnaráðið flökti. Ég vissi hvað hann hugsaði: "Er þetta gildra?“ Mögulegar fyrirsagnir gulu pressunnar leiftruðu í augunum á honum: Ferry borðar Keikó. Poppari slátrar vitringi hafsins. Bryan blóðþyrsti. Bakþankar 24. maí 2012 06:00