Drusl!? Svavar Hávarðsson skrifar 30. maí 2012 11:00 Í Alþýðuskólanum á Eiðum naut ég þeirra forréttinda að sitja tíma hjá náunga sem heitir Hans Uwe Vollertsen. Hann er mikill tungumálamaður og þrátt fyrir að hafa aðeins dvalið hér á landi í nokkra mánuði þegar þetta var, hafði hann náð undraverðum tökum á íslensku máli. Eitt og annað við okkar ástkæra ylhýra vafðist þó fyrir Hans. Á þeim tíma fannst honum til dæmis óþarfi að hafa á valdi sínu tvö orð yfir sama hlutinn og lagði til að orðin drasl og rusl rynnu saman í nýtt og miklu betra orð. Drusl. Fyrir nokkrum vikum gekk allstór hópur Reykvíkinga út úr húsum sínum með svartan ruslapoka upp á vasann í þeim tilgangi einum að taka til utan dyra. Grænn apríl stóð fyrir átakinu sem var vel kynnt. Verkefnið var einfaldlega að fylla einn poka „af rusli og drasli." Þegar ég heyrði þetta varð mér hugsað til kennslustunda á Eiðum og glotti við. Ég var einn af þessum hópi Reykvíkinga sem húkti eins og girðingarlykkja við það verk að þrífa upp eftir samborgara mína. Gekk meðfram Sæbrautinni og kroppaði eitt og annað úr sjóvarnargarðinum. Ég komst eina 200 metra og þá var pokinn fullur. Sama dag sat ég á rauðu ljósi við gatnamót Kringlumýrar- og Sæbrautar, svona eina 20 metra frá þeim stað sem pokinn minn fylltist. Þar opnaði bílstjórinn sem beið fyrir framan mig hurðina og tæmdi úr öskubakkanum á umferðareyjuna. Aprílvindurinn sá um að feykja innihaldinu í átt til sjávar og yfir þetta litla svæði sem ég hafði farið um á hnjánum litlu fyrr. Nú bregður svo við að ég er nýkominn úr stuttri veiðiferð til tveggja af fallegustu veiðisvæðum Íslands; Þingvallavatns og Sogsins. Það sem skyggði á gleði mína í þessari stuttu ferð var umgengnin. Dósir og snakkpokar voru í einni klettasprungunni við vatnið. Brunnið einnota grill í þeirri næstu. Við Sogið voru bjórdósir undir steinum! Þeir sem voru við Sogið á undan okkur byrjuðu veiðiferðina á því að tína nagaðar tvírifjur úr trjánum við veröndina á veiðihúsinu, sagði í gestabók. Ég er farinn að hallast að því að það ætti að taka upp nýyrði Hans Uwe. Bæta drusli í safnið. Ég hef nefnilega ekki orðaforðann til að lýsa skoðun minni á þessu framferði, eða þeim hugsunarhætti og virðingarleysi sem þar býr að baki. Drusl nær samt ekki utan um það sem mér liggur á hjarta. Önnur orð sem mig langar að nota gætu sært viðkvæma svo ég spyr bara: Getum við ekki breytt þessu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Hávarðsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Í Alþýðuskólanum á Eiðum naut ég þeirra forréttinda að sitja tíma hjá náunga sem heitir Hans Uwe Vollertsen. Hann er mikill tungumálamaður og þrátt fyrir að hafa aðeins dvalið hér á landi í nokkra mánuði þegar þetta var, hafði hann náð undraverðum tökum á íslensku máli. Eitt og annað við okkar ástkæra ylhýra vafðist þó fyrir Hans. Á þeim tíma fannst honum til dæmis óþarfi að hafa á valdi sínu tvö orð yfir sama hlutinn og lagði til að orðin drasl og rusl rynnu saman í nýtt og miklu betra orð. Drusl. Fyrir nokkrum vikum gekk allstór hópur Reykvíkinga út úr húsum sínum með svartan ruslapoka upp á vasann í þeim tilgangi einum að taka til utan dyra. Grænn apríl stóð fyrir átakinu sem var vel kynnt. Verkefnið var einfaldlega að fylla einn poka „af rusli og drasli." Þegar ég heyrði þetta varð mér hugsað til kennslustunda á Eiðum og glotti við. Ég var einn af þessum hópi Reykvíkinga sem húkti eins og girðingarlykkja við það verk að þrífa upp eftir samborgara mína. Gekk meðfram Sæbrautinni og kroppaði eitt og annað úr sjóvarnargarðinum. Ég komst eina 200 metra og þá var pokinn fullur. Sama dag sat ég á rauðu ljósi við gatnamót Kringlumýrar- og Sæbrautar, svona eina 20 metra frá þeim stað sem pokinn minn fylltist. Þar opnaði bílstjórinn sem beið fyrir framan mig hurðina og tæmdi úr öskubakkanum á umferðareyjuna. Aprílvindurinn sá um að feykja innihaldinu í átt til sjávar og yfir þetta litla svæði sem ég hafði farið um á hnjánum litlu fyrr. Nú bregður svo við að ég er nýkominn úr stuttri veiðiferð til tveggja af fallegustu veiðisvæðum Íslands; Þingvallavatns og Sogsins. Það sem skyggði á gleði mína í þessari stuttu ferð var umgengnin. Dósir og snakkpokar voru í einni klettasprungunni við vatnið. Brunnið einnota grill í þeirri næstu. Við Sogið voru bjórdósir undir steinum! Þeir sem voru við Sogið á undan okkur byrjuðu veiðiferðina á því að tína nagaðar tvírifjur úr trjánum við veröndina á veiðihúsinu, sagði í gestabók. Ég er farinn að hallast að því að það ætti að taka upp nýyrði Hans Uwe. Bæta drusli í safnið. Ég hef nefnilega ekki orðaforðann til að lýsa skoðun minni á þessu framferði, eða þeim hugsunarhætti og virðingarleysi sem þar býr að baki. Drusl nær samt ekki utan um það sem mér liggur á hjarta. Önnur orð sem mig langar að nota gætu sært viðkvæma svo ég spyr bara: Getum við ekki breytt þessu?