Fyllt upp í tómarúm Ólafur Stephensen skrifar 30. maí 2012 08:00 Þessa dagana sinnir um 170 manna sveit frá bandaríska flughernum loftrýmisgæzlu við Ísland. Flugsveitin fer í þrjú til fjögur æfingaútköll á viku, þar sem markmiðið er að orrustuflugvélar séu komnar í loftið á innan við fimmtán mínútum, eins og fram kom í samtali við yfirmann flugsveitarinnar í Fréttablaðinu í gær. Koma bandarísku flugsveitarinnar er þáttur í áætlun Atlantshafsbandalagsins (NATO) um loftrýmisgæzlu á Íslandi. Hún felst í því að flugsveitir frá aðildarríkjum bandalagsins hafa hér viðdvöl í nokkrar vikur í senn, þrisvar til fjórum sinnum á ári, stunda æfingar og fara í eftirlitsflug. Þessu fyrirkomulagi var komið á laggirnar eftir að varnarlið Bandaríkjamanna yfirgaf Keflavíkurflugvöll árið 2006. Mörgum finnst þetta skrýtin útgerð og tilgangslítil. Skilvirkar varnir gegn óvæntri hættu er loftrýmisgæzlan ekki, enda flugvélarnar aðeins staddar hér í nokkrar vikur á ári. Margir spyrja hvaða tilgangi hún þjóni yfirleitt, enda steðji engin hernaðarleg ógn að Íslandi. Það er vissulega rétt að engin bein hernaðarleg ógn beinist að Íslandi nú um stundir. Sem betur fer ríkir friður og stöðugleiki í okkar heimshluta. Það þýðir þó ekki að við eigum ekki að gefa öryggismálum landsins gaum. Einn tilgangur með loftrýmiseftirliti NATO er að flugherir bandamanna okkar séu kunnugir aðstæðum og staðháttum á Íslandi og geti athafnað sig hér ef hættur láta á sér kræla á nýjan leik. Annar tilgangur með loftrýmisgæzlunni, ekki síður mikilvægur, er að sýna að NATO hefur bæði getu og vilja til að verja Ísland og hafa eftirlit með hafsvæðinu umhverfis landið. Eftir að varnarliðið fór var Ísland eina aðildarríki NATO án nokkurra loftvarna. Samdóma álit aðildarríkja bandalagsins var að það væri ekki viðunandi ástand. Ekki þótti svara kostnaði að hafa sama háttinn á og til dæmis í Eystrasaltsríkjunum, þar sem flugsveitir aðildarríkjanna skiptast á að fylgjast með lofthelginni á degi hverjum, enda ólíku saman að jafna. Umsvif rússneska flughersins í næsta nágrenni við lofthelgi Eystrasaltsríkjanna eru þannig mikil og full ástæða er til að hafa stöðugt eftirlit. Sú millileið, sem hér hefur verið farin með reglubundinni, en ekki stöðugri, loftrýmisgæzlu þjónar ekki sízt þeim tilgangi að fylla upp í það öryggistómarúm sem Bandaríkjamenn skildu eftir sig þegar þeir fóru með varnarliðið af Keflavíkurflugvelli. Augu heimsins beinast nú á ný að norðurslóðum. Rísandi stórveldi á borð við Kína sýnir svæðinu aukinn áhuga og Rússar minna með ýmsum hætti á að þeir séu ennþá öflugt ríki sem gerir kröfu til yfirráða við norðurskautið. Á slíkum tímum væri það ábyrgðarleysi af varnarbandalagi vestrænna þjóða, sem kennir sig við Norður-Atlantshafið, að skilja stóran hluta þess eftir án nokkurs eftirlits. Af sömu ástæðu er líka ánægjulegt að Bandaríkjamenn láti sjá sig af og til í Keflavíkurstöðinni, þótt þeir deili nú ábyrgð á loftrýmisgæzlunni með evrópskum aðildarríkjum NATO. Bandarísk stjórnvöld eru upptekin af viðfangsefnum í öðrum heimshlutum en geta þó ekki annað en gefið norðurslóðum gaum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Þessa dagana sinnir um 170 manna sveit frá bandaríska flughernum loftrýmisgæzlu við Ísland. Flugsveitin fer í þrjú til fjögur æfingaútköll á viku, þar sem markmiðið er að orrustuflugvélar séu komnar í loftið á innan við fimmtán mínútum, eins og fram kom í samtali við yfirmann flugsveitarinnar í Fréttablaðinu í gær. Koma bandarísku flugsveitarinnar er þáttur í áætlun Atlantshafsbandalagsins (NATO) um loftrýmisgæzlu á Íslandi. Hún felst í því að flugsveitir frá aðildarríkjum bandalagsins hafa hér viðdvöl í nokkrar vikur í senn, þrisvar til fjórum sinnum á ári, stunda æfingar og fara í eftirlitsflug. Þessu fyrirkomulagi var komið á laggirnar eftir að varnarlið Bandaríkjamanna yfirgaf Keflavíkurflugvöll árið 2006. Mörgum finnst þetta skrýtin útgerð og tilgangslítil. Skilvirkar varnir gegn óvæntri hættu er loftrýmisgæzlan ekki, enda flugvélarnar aðeins staddar hér í nokkrar vikur á ári. Margir spyrja hvaða tilgangi hún þjóni yfirleitt, enda steðji engin hernaðarleg ógn að Íslandi. Það er vissulega rétt að engin bein hernaðarleg ógn beinist að Íslandi nú um stundir. Sem betur fer ríkir friður og stöðugleiki í okkar heimshluta. Það þýðir þó ekki að við eigum ekki að gefa öryggismálum landsins gaum. Einn tilgangur með loftrýmiseftirliti NATO er að flugherir bandamanna okkar séu kunnugir aðstæðum og staðháttum á Íslandi og geti athafnað sig hér ef hættur láta á sér kræla á nýjan leik. Annar tilgangur með loftrýmisgæzlunni, ekki síður mikilvægur, er að sýna að NATO hefur bæði getu og vilja til að verja Ísland og hafa eftirlit með hafsvæðinu umhverfis landið. Eftir að varnarliðið fór var Ísland eina aðildarríki NATO án nokkurra loftvarna. Samdóma álit aðildarríkja bandalagsins var að það væri ekki viðunandi ástand. Ekki þótti svara kostnaði að hafa sama háttinn á og til dæmis í Eystrasaltsríkjunum, þar sem flugsveitir aðildarríkjanna skiptast á að fylgjast með lofthelginni á degi hverjum, enda ólíku saman að jafna. Umsvif rússneska flughersins í næsta nágrenni við lofthelgi Eystrasaltsríkjanna eru þannig mikil og full ástæða er til að hafa stöðugt eftirlit. Sú millileið, sem hér hefur verið farin með reglubundinni, en ekki stöðugri, loftrýmisgæzlu þjónar ekki sízt þeim tilgangi að fylla upp í það öryggistómarúm sem Bandaríkjamenn skildu eftir sig þegar þeir fóru með varnarliðið af Keflavíkurflugvelli. Augu heimsins beinast nú á ný að norðurslóðum. Rísandi stórveldi á borð við Kína sýnir svæðinu aukinn áhuga og Rússar minna með ýmsum hætti á að þeir séu ennþá öflugt ríki sem gerir kröfu til yfirráða við norðurskautið. Á slíkum tímum væri það ábyrgðarleysi af varnarbandalagi vestrænna þjóða, sem kennir sig við Norður-Atlantshafið, að skilja stóran hluta þess eftir án nokkurs eftirlits. Af sömu ástæðu er líka ánægjulegt að Bandaríkjamenn láti sjá sig af og til í Keflavíkurstöðinni, þótt þeir deili nú ábyrgð á loftrýmisgæzlunni með evrópskum aðildarríkjum NATO. Bandarísk stjórnvöld eru upptekin af viðfangsefnum í öðrum heimshlutum en geta þó ekki annað en gefið norðurslóðum gaum.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun