Hrun hippalausrar þjóðar Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 4. júní 2012 09:15 Ég var að skoða leiguhúsnæði í bænum Priego de Córdoba fyrir allnokkru þegar ég áttaði mig á alvarlegum kvilla sem lamar þjóðlífið hér á Spáni. Þetta voru ágætis híbýli en þó þótti Vestfirðingnum nokkuð að sér þrengt þar inni í fyrstu því gluggar voru litlir og útsýni takmarkað. Þá kom ég inn í eitt herbergi sem var með stórum glugga sem bauð upp á sams konar útsýni og Matisse hafði á hóteli sínu í borginni Tanger forðum daga. Ég sá fyrir mér að þetta herbergi gæti orðið mitt andans musteri. Þarna ætti skáldaferill minn eflaust eftir að ná hæstu hæðum. Meistaraljóðið mitt var eflaust að bíða eftir þessu herbergi. Mér er síðan kippt hastarlega úr þessum draumaheimi þegar eigandinn snýr sér að mér og segir: „Hér er til dæmis alveg tilvalið að hafa strauherbergi." Ég fór að velta því fyrir mér úr hvers konar umhverfi menn koma sem láta slíka vitleysu sér um munn fara. Ég komst fljótt að því að Spánverjar strauja nánast allt sem straubolta er yfir komandi. Þeir strauja alla leppa, lök og rúmföt líka sem og þvottapoka og hvað eina. Afleiðingarnar eru þær að þeir hafa ekki tíma til neins og síðan mæta þeir þreyttir til vinnu eftir allt strauboltabröltið og afköstin verða engin. Það leiðir svo til þess að spænskir bankar fá enga seðla til að strauja. Ég hóf því strauboltaandspyrnu og fór að ganga í samankrumpuðum skyrtum en þá kom gagnárás úr óvæntri átt. Vinveittur maður sagði mér að þetta væri illa gert af mér því hér syðra er konum kennt um ef menn þeirra eru illa til fara. Ég komst ekki að mergi málsins fyrr en ég las blaðagrein um komu Bítlanna til Spánar árið 1965. Franco þrengdi svo að menningarheimi síns fólks að heimamenn könnuðust varla við þessa óbeisluðu bresku spjátrunga. Þeir voru þó búnir að selja hátt í milljón plötur í Bretlandi en einungis 3.500 á Spáni. Reyndar var plötuspilari lítt þekkt tól hér syðra á þessum tíma. Bítlunum tókst ekki einu sinni að fylla eitt tuddatorg í Madríd. Og þeir sem mættu þar voru í straujuðum skyrtum og kváðu: „Voðaleg læti eru þetta." Af þessu fólki er húseigandinn kominn. Ef hin listræna og lúðalega hljómsveit Sigur Rós er ekki hætt þá kalla ég SOS! Spánverjar þurfa hjálp. Af hverju komið þið ekki í lopapeysunum og strauið liðið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun
Ég var að skoða leiguhúsnæði í bænum Priego de Córdoba fyrir allnokkru þegar ég áttaði mig á alvarlegum kvilla sem lamar þjóðlífið hér á Spáni. Þetta voru ágætis híbýli en þó þótti Vestfirðingnum nokkuð að sér þrengt þar inni í fyrstu því gluggar voru litlir og útsýni takmarkað. Þá kom ég inn í eitt herbergi sem var með stórum glugga sem bauð upp á sams konar útsýni og Matisse hafði á hóteli sínu í borginni Tanger forðum daga. Ég sá fyrir mér að þetta herbergi gæti orðið mitt andans musteri. Þarna ætti skáldaferill minn eflaust eftir að ná hæstu hæðum. Meistaraljóðið mitt var eflaust að bíða eftir þessu herbergi. Mér er síðan kippt hastarlega úr þessum draumaheimi þegar eigandinn snýr sér að mér og segir: „Hér er til dæmis alveg tilvalið að hafa strauherbergi." Ég fór að velta því fyrir mér úr hvers konar umhverfi menn koma sem láta slíka vitleysu sér um munn fara. Ég komst fljótt að því að Spánverjar strauja nánast allt sem straubolta er yfir komandi. Þeir strauja alla leppa, lök og rúmföt líka sem og þvottapoka og hvað eina. Afleiðingarnar eru þær að þeir hafa ekki tíma til neins og síðan mæta þeir þreyttir til vinnu eftir allt strauboltabröltið og afköstin verða engin. Það leiðir svo til þess að spænskir bankar fá enga seðla til að strauja. Ég hóf því strauboltaandspyrnu og fór að ganga í samankrumpuðum skyrtum en þá kom gagnárás úr óvæntri átt. Vinveittur maður sagði mér að þetta væri illa gert af mér því hér syðra er konum kennt um ef menn þeirra eru illa til fara. Ég komst ekki að mergi málsins fyrr en ég las blaðagrein um komu Bítlanna til Spánar árið 1965. Franco þrengdi svo að menningarheimi síns fólks að heimamenn könnuðust varla við þessa óbeisluðu bresku spjátrunga. Þeir voru þó búnir að selja hátt í milljón plötur í Bretlandi en einungis 3.500 á Spáni. Reyndar var plötuspilari lítt þekkt tól hér syðra á þessum tíma. Bítlunum tókst ekki einu sinni að fylla eitt tuddatorg í Madríd. Og þeir sem mættu þar voru í straujuðum skyrtum og kváðu: „Voðaleg læti eru þetta." Af þessu fólki er húseigandinn kominn. Ef hin listræna og lúðalega hljómsveit Sigur Rós er ekki hætt þá kalla ég SOS! Spánverjar þurfa hjálp. Af hverju komið þið ekki í lopapeysunum og strauið liðið?