Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Ég er að drepast…

Þetta er býsna algeng kvörtun sem læknar fá um allt mögulegt nánast milli himins og jarðar. Mjög oft er um að ræða minniháttar vanda en í sumum tilvikum er raunverulega um líf eða dauða að tefla.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hægri stjórn með pólitískan kjark

Ríkisstjórn Hægriflokksins og Framfaraflokksins í Noregi á nú í harðri deilu við hagsmunaöfl í norskum landbúnaði um ríkisstyrki til atvinnugreinarinnar. Bændur eru svo óhressir með afstöðu nýju stjórnarinnar að þeir hafa efnt til mótmæla víða um land

Fastir pennar
Fréttamynd

Gamla Ísland

Verkföll, vinnustöðvanir, skærur, stöðvun samgangna, áætlun um þjóðartekjur í uppnámi og ákvarðanir Alþingis að banna verkföll með lögum. Þetta hefur verið efni fyrirsagna fjölmiðla upp á síðkastið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Mengaðar náttúruperlur

Fréttablaðið sagði frá því í gær að ekki eitt einasta af hátt í 700 sumarhúsum á verndarsvæði Þingvallavatns uppfyllti gildandi kröfur um fráveitumál. Rotþrær eru almennt í ólagi, sem þýðir að skólp og seyra getur farið út í grunnvatnið

Fastir pennar
Fréttamynd

Þingmaður afhjúpar bullið

Rétt þegar skrúðganga skuldaleiðréttingarinnar svokölluðu ætlar að fara að leggja af stað úr þinghúsinu stillir Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sér upp í hlutverki barnsins sem lýsir því yfir að keisarinn sé ekki í neinum fötum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fullkomið verkfall

Tvær af hverjum þremur farþegaflugvélum sem fara frá Keflavík á degi hverjum tilheyra einu flugfélagi, Icelandair. Það er auðvitað mjög gott frá sjónarhorni þess flugfélags. Raunar hefur þetta hlutfall örugglega oft verið hærra.

Fastir pennar
Fréttamynd

Humallinn Tumi

Þegar hann heyrði að svarið var Seattle var hann fljótur að hlaða í næstu spurningu: "Finnst þér góður bjór?“

Bakþankar
Fréttamynd

Stefnumótabylting graða fólksins

Ég hitti kærustuna mína í fyrsta skipti í raunheimum. Hún kom í vísindaferð í þáverandi vinnuna mína og ég addaði henni á Facebook daginn eftir. Hún samþykkti reyndar ekki vinarbeiðnina

Bakþankar
Fréttamynd

Framleiðendastjórn

Í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti, var í gær sagt frá því að landbúnaðarráðuneytið hefði enn á ný brugðizt hratt og vel við óskum framleiðenda í landbúnaði og gefið út opinn tollkvóta á lífrænni mjólk að beiðni Mjólkurbúsins KÚ. Ástæðan er að skortur er innanlands á lífrænni mjólk, sem mjólkurbúið notar við framleiðslu á osti.

Fastir pennar
Fréttamynd

Úr höftum án krónu

Lífskjaraskerðingu almennings virðist þurfa til þess að bankar fái borgað af erlendum lánum og gjaldeyrishöftum verði lyft.

Fastir pennar
Fréttamynd

Öfgakennd yfirhalning

Nú kveð ég skóla í bili eftir tæp 20 ár á bekknum. Síðastliðnar vikur hef ég verið á þönum að binda lausa enda. Hápunkturinn var líklega þegar ég fékk mastersverkefnið í hendurnar á prentstofunni klukkan sex á skiladegi.

Bakþankar
Fréttamynd

Sjálfstæð og upplýst ákvörðun

„Útkall“ Íslenzkrar erfðagreiningar, átak til að safna erfðaefni um 100.000 Íslendinga, hefur orðið tilefni talsvert harðrar opinberrar umræðu undanfarna daga. Ýmislegt hefur verið látið fjúka um fyrirtækið, aðstandendur þess og starfsfólk, sem varla getur talizt málefnalegt. Veigamesta gagnrýnin hefur hins vegar komið frá hópi vísindamanna, sem meðal annars inniheldur stjórnendur Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fordómalaus í einn dag

Sigur austurrísku draggdrottningarinnar Conchitu Wurst í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á laugardagskvöldið hefur almennt verið túlkaður sem sigur fordómaleysis Evrópubúa og skýr skilaboð til Pútíns Rússlandsforseta um að stefna hans í málefnum samkynhneigðra eigi ekki upp á pallborðið hjá almenningi í Evrópu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Meðferð er arðbær fjárfesting

Á morgun lýkur árlegri álfasölu SÁÁ en í tuttugu og fimm ár hafa samtökin selt álfa til að fjármagna starfsemina. Í ár er yfirskrift söluátaksins: "Álfurinn fyrir unga fólkið“ en söfnunin hófst formlega á miðvikudag og þá fylgdi sérstakt edrúblað SÁÁ með Fréttablaðinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Heilræði

"Stjórnvöld þurfa að nýta sumarið vel til góðra verka og byggja þannig upp trúverðugleika á framtíð þjóðar í greiðslustöðvun. Ef það gerist ekki verða aðrir að taka við keflinu.“ Þetta eru orð Þorkels Sigurlaugssonar, formanns Framtakssjóðs Íslands, í síðasta hefti Vísbendingar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Komið út úr Euro skápnum

Í dag er runninn upp ruglingslegasti dagur ársins í mínu lífi – Eurovision-dagurinn. Það er einhvern veginn ómögulegt að gera það upp við sig hvort maður á að elska þetta batterí eða hata.

Bakþankar
Fréttamynd

Skrýtla = fordómar = kjaftæði

Mér finnst fordómar æðislegir. Jebb, ég sagði það. Mér finnst að heimurinn væri verri staður ef fólk væri ekki sett í sérstök box og sum boxin væru talin verðugri en önnur.

Bakþankar
Fréttamynd

Prósentur aldrei fleiri en 100

Tekjutenging hljómar oftast vel. Af hverju ættu þeir sem eru með milljón á mánuði að fá ókeypis leikskólavist fyrir börnin sín? Af hverju ættu þeir sem hafa milljón á mánuði að fá niður­greidda heilbrigðisþjónustu?

Fastir pennar
Fréttamynd

Verðtryggingarmeinlokan

Margt ágætt er í tillögum til lausnar á húsnæðisvandanum, sem kynntar voru fyrr í vikunni. Það er augljóslega nauðsynlegt að koma hinu opinbera húsnæðislánakerfi út úr þeirri vonlausu stöðu sem Íbúðalánasjóður hefur lent í.

Fastir pennar
Fréttamynd

Siðþæging

Að biðjast afsökunar er góður siður og eitthvað sem ætti að vera hverjum manni sjálfsagt og eðlilegt. Það þarf svo vart að taka það fram að afsökunarbeiðni þarf að koma til vegna sannrar iðrunar en ekki aðeins sem taktískt útspil

Bakþankar
Fréttamynd

Þjóð í greiðslustöðvun

Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands, skrifaði merkilega grein í síðasta tölublað Vísbendingar, sem sagt var frá í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins, í gær. Þorkell segir meðal annars að krónan sé ótrúverðugur gjaldmiðill sem sé of hátt skráður og haldið uppi með höftum

Fastir pennar
Fréttamynd

Frú Forseti tilkynnir

Ég hef ekki setið nema þrjá húsfundi á ævi minni þó ég hafi talist til húseigenda í fjölbýli í meira en tíu ár. Það hafa bara ekki verið haldnir fundir, svo einfalt er það. Ég kann svo sem engar skýringar á því aðrar en þær að almennt er fólk latt til fundarhalda.

Bakþankar
Fréttamynd

Innlendi aginn og sá alþjóðlegi

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti í síðustu viku fyrir ákaflega merkilegu frumvarpi um opinber fjármál. Tilgangur frumvarpsins er að herða agann í rekstri hins opinbera með því að setja reglur sem meðal annars banna hallarekstur og takmarka skuldasöfnun ríkissjóðs.

Fastir pennar