Verðtryggingarmeinlokan Ólafur Þ. Stephensen skrifar 9. maí 2014 00:00 Margt ágætt er í tillögum til lausnar á húsnæðisvandanum, sem kynntar voru fyrr í vikunni. Það er augljóslega nauðsynlegt að koma hinu opinbera húsnæðislánakerfi út úr þeirri vonlausu stöðu sem Íbúðalánasjóður hefur lent í. Það er þannig til bóta ef tekst að búa til kerfi að danskri fyrirmynd, sem leysir úr fjármögnunarvanda núverandi kerfis. Það er líka jákvætt ef ríkisábyrgð á húsnæðislánum á vegum hins opinbera verður afnumin, þannig að skattgreiðendur sitji ekki uppi með Svarta Pétur eins og í tilviki Íbúðalánasjóðs. Ótal spurningum er hins vegar ósvarað, eins og til dæmis hvernig eigi að gera Íbúðalánasjóð upp og með hversu miklum tilkostnaði fyrir skattgreiðendur. Ari Skúlason hagfræðingur, sem hefur aflað sér mikillar sérþekkingar á húsnæðismarkaðnum, bendir líka á það í Fréttablaðinu í gær að það geti verið vanhugsað að gera þá kröfu að stofnuð verði sérstök húsnæðislánafélög utan um lánastarfsemi bankanna. Það geti haft mikinn kostnað í för með sér og orðið óhagkvæmt. Annað í tillögunum orkar enn frekar tvímælis. Það er til að mynda skammsýn aðgerð að ætla að breyta séreignarsparnaði fólks varanlega í húsnæðissparnað, vegna þess að það þýðir þá óhjákvæmilega að hann þjónar ekki því hlutverki að létta fólki róðurinn á efri árum. Ef það á að auðvelda fólki húsnæðissparnað, ætti hann að koma til viðbótar þeim lífeyrissparnaði sem þegar er gert ráð fyrir. Stærsti ágalli tillagnanna er sú forsenda að öll húsnæðislán í nýja kerfinu verði óverðtryggð. Að baki liggur væntanlega sú meinloka núverandi ríkisstjórnar að hægt sé að afnema verðtrygginguna án þess að breyta forsendum íslenzka hagkerfisins þannig að komið sé í veg fyrir reglubundin, risavaxin verðbólguskot sem fylgja sveiflum gjaldmiðilsins. Það er tómt mál að tala um; verðtryggingin verður ekki gerð útlæg á meðan við búum við krónuna. Það er líka vandséð af hverju á að taka af almenningi valið á milli verðtryggðra lána og óverðtryggðra. Hvor tveggja hafa sína kosti og galla. Verðtryggðu lánin hafa til lengri tíma komið betur út fyrir lántakendur og þau eru augljóslega hagstæðari fyrir fólk með lágar eða meðaltekjur, af því að þau dreifa greiðslubyrðinni betur. Í stað þess að halda þeim valkosti inni í kerfinu, talar Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra um það í Fréttablaðinu í fyrradag að það eigi að mæta hærri greiðslubyrði óverðtryggðra lána með rausnarlegri bótum úr ríkissjóði. Er það skynsamleg stefna? Rétt eins og í skýrslu nefndar forsætisráðherra um afnám verðtryggingar á neytendalánum er í tillögum verkefnisstjórnarinnar um húsnæðismál horft mjög markvisst fram hjá fílnum í stofunni, gjaldmiðlinum. Með því að losa okkur við krónuna og taka upp alvörugjaldmiðil þyrftum við ekki verðtrygginguna. Vextirnir myndu líka lækka og samkeppni á húsnæðislánamarkaðnum myndi harðna. Kjör lántakenda myndu batna til langs tíma og fleiri hefðu efni á eigin húsnæði. Þessi stóra mynd til lengri tíma er því miður ekki til umræðu hjá stjórnvöldum, heldur lausnir sem hugsanlega hjálpa til skemmri tíma litið en búa ekki til heilbrigt umhverfi til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun
Margt ágætt er í tillögum til lausnar á húsnæðisvandanum, sem kynntar voru fyrr í vikunni. Það er augljóslega nauðsynlegt að koma hinu opinbera húsnæðislánakerfi út úr þeirri vonlausu stöðu sem Íbúðalánasjóður hefur lent í. Það er þannig til bóta ef tekst að búa til kerfi að danskri fyrirmynd, sem leysir úr fjármögnunarvanda núverandi kerfis. Það er líka jákvætt ef ríkisábyrgð á húsnæðislánum á vegum hins opinbera verður afnumin, þannig að skattgreiðendur sitji ekki uppi með Svarta Pétur eins og í tilviki Íbúðalánasjóðs. Ótal spurningum er hins vegar ósvarað, eins og til dæmis hvernig eigi að gera Íbúðalánasjóð upp og með hversu miklum tilkostnaði fyrir skattgreiðendur. Ari Skúlason hagfræðingur, sem hefur aflað sér mikillar sérþekkingar á húsnæðismarkaðnum, bendir líka á það í Fréttablaðinu í gær að það geti verið vanhugsað að gera þá kröfu að stofnuð verði sérstök húsnæðislánafélög utan um lánastarfsemi bankanna. Það geti haft mikinn kostnað í för með sér og orðið óhagkvæmt. Annað í tillögunum orkar enn frekar tvímælis. Það er til að mynda skammsýn aðgerð að ætla að breyta séreignarsparnaði fólks varanlega í húsnæðissparnað, vegna þess að það þýðir þá óhjákvæmilega að hann þjónar ekki því hlutverki að létta fólki róðurinn á efri árum. Ef það á að auðvelda fólki húsnæðissparnað, ætti hann að koma til viðbótar þeim lífeyrissparnaði sem þegar er gert ráð fyrir. Stærsti ágalli tillagnanna er sú forsenda að öll húsnæðislán í nýja kerfinu verði óverðtryggð. Að baki liggur væntanlega sú meinloka núverandi ríkisstjórnar að hægt sé að afnema verðtrygginguna án þess að breyta forsendum íslenzka hagkerfisins þannig að komið sé í veg fyrir reglubundin, risavaxin verðbólguskot sem fylgja sveiflum gjaldmiðilsins. Það er tómt mál að tala um; verðtryggingin verður ekki gerð útlæg á meðan við búum við krónuna. Það er líka vandséð af hverju á að taka af almenningi valið á milli verðtryggðra lána og óverðtryggðra. Hvor tveggja hafa sína kosti og galla. Verðtryggðu lánin hafa til lengri tíma komið betur út fyrir lántakendur og þau eru augljóslega hagstæðari fyrir fólk með lágar eða meðaltekjur, af því að þau dreifa greiðslubyrðinni betur. Í stað þess að halda þeim valkosti inni í kerfinu, talar Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra um það í Fréttablaðinu í fyrradag að það eigi að mæta hærri greiðslubyrði óverðtryggðra lána með rausnarlegri bótum úr ríkissjóði. Er það skynsamleg stefna? Rétt eins og í skýrslu nefndar forsætisráðherra um afnám verðtryggingar á neytendalánum er í tillögum verkefnisstjórnarinnar um húsnæðismál horft mjög markvisst fram hjá fílnum í stofunni, gjaldmiðlinum. Með því að losa okkur við krónuna og taka upp alvörugjaldmiðil þyrftum við ekki verðtrygginguna. Vextirnir myndu líka lækka og samkeppni á húsnæðislánamarkaðnum myndi harðna. Kjör lántakenda myndu batna til langs tíma og fleiri hefðu efni á eigin húsnæði. Þessi stóra mynd til lengri tíma er því miður ekki til umræðu hjá stjórnvöldum, heldur lausnir sem hugsanlega hjálpa til skemmri tíma litið en búa ekki til heilbrigt umhverfi til framtíðar.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun